Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. mars 2024 10:56 Gísli Marteinn í Liverpool í fyrra þegar hann lýsti Eurovision. Vísir/Helena Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við Vísi. Eins og flestir vita tilkynnti Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor og eiginmaður Felix í vikunni um forsetaframboð. Víða má nú sjá auglýsingaskilti með myndum af þeim Baldri og Felix og nöfnum þeirra undir. Baldur hefur þegar safnað meðmælunum 1500 sem þarf til gjaldgengs forsetaframboðs og stefnir í annasamar vikur hjá hjónunum fram að kosningum 1. júní. Rúnar Freyr tekur við „Það er ljóst að um leið og hann tók þessa ákvörðun þá sagði hann sig frá öllum verkefnum sem hann hefur verið að sinna fyrir RÚV, bæði fyrir sjónvarp og útvarp,“ segir Skarphéðinn. Felix Bergsson treður upp í Söngvakeppninni árið 2022 með sínum allra besta manni Gunnari Helgasyni. Vísir/Hulda Margrét Felix hefur undanfarin ár meðal annars starfað í stýrihópi Eurovision keppninnar og komið að upphitunarþáttunum Alla leið í sjónvarpinu. Skarphéðinn segir ljóst að Felix sé hokinn af reynslu en fleiri séu til staðar til að taka við keflinu. Rúnar Freyr Gíslason sem starfað hefur sem fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins undanfarin ár tekur við sem fararstjóri hópsins. Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppni RÚV.Vísir/Daníel Hver verður þá fjölmiðlafulltrúi í stað Rúnars? „Það er ekki frágengið. Það er ekki eins áríðandi og hefur verið allur gangur á því hvernig þeirri stöðu hefur verið háttað undanfarin ár,“ segir Skarphéðinn. Hann segir útfærslur verði teknar fyrir eftir páska. Einbeitingin á atriðinu Spurður hvort von sé á frekari breytingum, meðal annars á starfi kynnis á keppninni, sem Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur gegnt undanfarin ár, segir Skarphéðinn að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það. Miðað við svör Skarphéðins er ekki víst hvort Gísli Marteinn muni verða þulur á Eurovision keppninni í ár líkt og undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Gísli Marteinn hefur grínast með þátttöku Íslands í Eurovision í föstudagsþáttum sínum og verið opinskár vegna hamfaranna fyrir botni Miðjarðarhafs á samfélagsmiðlinum X. Vísir hefur ekki náð tali af Gísla og er ekki kunnugt um hvort sjónvarpsmaðurinn sækist eftir því að kynna keppnina. „Þetta er bara eitt af því sem við erum að vinna núna, að manna stöður. Það er enginn sem á neina stöðu og enginn sem gengur að þessu vísu,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn Guðmundsson á spjalli við Björn Hlyn Haraldsson þegar lokaþættir Verbúðarinnar voru sýndir í febrúar 2022.Vísir/Hulda Margrét „Við vegum og metum árlega hvernig best sé að manna þetta, við erum í því núna og höfum enn tíma. Venjulega gerum við það ekki fyrr en eftir páska. Núna snýr einbeitingin öll að atriðinu.“ Framlag Íslands í Eurovision í Malmö verður flutt á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudagskvöldið 7. maí. Lokakvöldið fer svo fram laugardagskvöldið 11. maí. Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30 Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við Vísi. Eins og flestir vita tilkynnti Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor og eiginmaður Felix í vikunni um forsetaframboð. Víða má nú sjá auglýsingaskilti með myndum af þeim Baldri og Felix og nöfnum þeirra undir. Baldur hefur þegar safnað meðmælunum 1500 sem þarf til gjaldgengs forsetaframboðs og stefnir í annasamar vikur hjá hjónunum fram að kosningum 1. júní. Rúnar Freyr tekur við „Það er ljóst að um leið og hann tók þessa ákvörðun þá sagði hann sig frá öllum verkefnum sem hann hefur verið að sinna fyrir RÚV, bæði fyrir sjónvarp og útvarp,“ segir Skarphéðinn. Felix Bergsson treður upp í Söngvakeppninni árið 2022 með sínum allra besta manni Gunnari Helgasyni. Vísir/Hulda Margrét Felix hefur undanfarin ár meðal annars starfað í stýrihópi Eurovision keppninnar og komið að upphitunarþáttunum Alla leið í sjónvarpinu. Skarphéðinn segir ljóst að Felix sé hokinn af reynslu en fleiri séu til staðar til að taka við keflinu. Rúnar Freyr Gíslason sem starfað hefur sem fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins undanfarin ár tekur við sem fararstjóri hópsins. Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppni RÚV.Vísir/Daníel Hver verður þá fjölmiðlafulltrúi í stað Rúnars? „Það er ekki frágengið. Það er ekki eins áríðandi og hefur verið allur gangur á því hvernig þeirri stöðu hefur verið háttað undanfarin ár,“ segir Skarphéðinn. Hann segir útfærslur verði teknar fyrir eftir páska. Einbeitingin á atriðinu Spurður hvort von sé á frekari breytingum, meðal annars á starfi kynnis á keppninni, sem Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur gegnt undanfarin ár, segir Skarphéðinn að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það. Miðað við svör Skarphéðins er ekki víst hvort Gísli Marteinn muni verða þulur á Eurovision keppninni í ár líkt og undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Gísli Marteinn hefur grínast með þátttöku Íslands í Eurovision í föstudagsþáttum sínum og verið opinskár vegna hamfaranna fyrir botni Miðjarðarhafs á samfélagsmiðlinum X. Vísir hefur ekki náð tali af Gísla og er ekki kunnugt um hvort sjónvarpsmaðurinn sækist eftir því að kynna keppnina. „Þetta er bara eitt af því sem við erum að vinna núna, að manna stöður. Það er enginn sem á neina stöðu og enginn sem gengur að þessu vísu,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn Guðmundsson á spjalli við Björn Hlyn Haraldsson þegar lokaþættir Verbúðarinnar voru sýndir í febrúar 2022.Vísir/Hulda Margrét „Við vegum og metum árlega hvernig best sé að manna þetta, við erum í því núna og höfum enn tíma. Venjulega gerum við það ekki fyrr en eftir páska. Núna snýr einbeitingin öll að atriðinu.“ Framlag Íslands í Eurovision í Malmö verður flutt á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudagskvöldið 7. maí. Lokakvöldið fer svo fram laugardagskvöldið 11. maí.
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30 Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30
Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13