Helga bætist líklega í hópinn á miðvikudag Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2024 08:43 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar hyggur á breytingar og hefur boðað blaðamenn á sinn fund á miðvikudag. Íris Dögg Einarsdóttir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, býður fjölmiðla velkomna til heimilis síns klukkan 12 miðvikudaginn 27. mars. Svo segir í tilkynningu sem Laila Sæunn Pétursdóttir hefur, fyrir hönd Helgu, sent til fjölmiðla. Helga hefur undanfarin rúm átta ár gegnt starfi forstjóra Persónuverndar en íhugar nú breytingar. Í tilkynningunni kemur fram að hún bjóði „til ávarps og stutts samtals um embætti forseta Íslands en hún hefur á undanförnum vikum fengið áskoranir til forsetaframboðs úr ýmsum áttum.“ Af þessu er ekki hægt að ráða annað en að Helga ætli að bætast í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í komandi forsetakosningum. Nú eru 42 sem eru skráðir á lista hjá island.is með það fyrir augum að þeir séu að safna undirskriftum. En fram hefur komið að einhver hluti þeirra sé þarna meira í gríni en alvöru. Helga bætist væntanlega í þann hóp fjótlega en hún hefur verið orðuð við framboð lengi. Nú ríkir veruleg spenna um hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en sú ákvörðun verður ekki léttvæg fundin, það myndi setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Þeir sem eru þegar komnir fram og mega heita raunverulegir kandídatar eru Halla Tómasdóttir forstjóra BTeam, Baldur Þórhallsson prófessor, Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastjóri, Arnar Þór Jónsson lögmaður, Ástþór Magnússon og Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. 17. mars 2024 12:09 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Svo segir í tilkynningu sem Laila Sæunn Pétursdóttir hefur, fyrir hönd Helgu, sent til fjölmiðla. Helga hefur undanfarin rúm átta ár gegnt starfi forstjóra Persónuverndar en íhugar nú breytingar. Í tilkynningunni kemur fram að hún bjóði „til ávarps og stutts samtals um embætti forseta Íslands en hún hefur á undanförnum vikum fengið áskoranir til forsetaframboðs úr ýmsum áttum.“ Af þessu er ekki hægt að ráða annað en að Helga ætli að bætast í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í komandi forsetakosningum. Nú eru 42 sem eru skráðir á lista hjá island.is með það fyrir augum að þeir séu að safna undirskriftum. En fram hefur komið að einhver hluti þeirra sé þarna meira í gríni en alvöru. Helga bætist væntanlega í þann hóp fjótlega en hún hefur verið orðuð við framboð lengi. Nú ríkir veruleg spenna um hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en sú ákvörðun verður ekki léttvæg fundin, það myndi setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Þeir sem eru þegar komnir fram og mega heita raunverulegir kandídatar eru Halla Tómasdóttir forstjóra BTeam, Baldur Þórhallsson prófessor, Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastjóri, Arnar Þór Jónsson lögmaður, Ástþór Magnússon og Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. 17. mars 2024 12:09 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. 17. mars 2024 12:09
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10
„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42
Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51