Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Guðný Helga Lárusdóttir skrifar 25. mars 2024 15:00 Við höfum eflaust mörg heyrt talað um tilgreinda séreign en ekki almennilega áttað okkur á hvað felst í henni. Þar sem ég starfa við lífeyrismál er ég oft spurð hvort sniðugt sé að vera með tilgreinda séreign. Til þess að geta svarað þeirri spurningu er mikilvægt að skilja grundvallaratriði lífeyriskerfisins. Okkur ber skylda til að greiða af launum í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Framlag okkar er 4% af launum en framlag launagreiðanda að minnsta kosti 11,5%. Í því samhengi er talað um að iðgjöld séu greidd í lífeyrissjóð. Allir lífeyrissjóðir eru að hluta eða heild svokallaðir samtryggingarsjóðir þar sem sjóðfélagar tryggja hver öðrum eftirlaun til æviloka og verja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts. Lífeyrissjóðir eru samt sem áður eins mismunandi og þeir eru margir. En, hvað meina ég með því? Í fyrsta lagi eru sumir sjóðir með skylduaðild en aðrir ekki. Skylduaðild að lífeyrissjóði felur í sér að samkvæmt mörgum ráðningar- eða kjarasamningum verður þú að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Aðrir sjóðir eru opnir og með frjálsa aðild. Í öðru lagi er uppbygging lífeyrissjóða misjöfn. Sumir eru samtryggingarsjóðir að öllu leyti en þó hefur orðið sífellt algengara að þeir bjóði sínum sjóðfélögum að allt að 3,5% iðgjalds fari í tilgreinda séreign. Aðrir sjóðir eru blandaðir og leggja meiri áherslu á séreignarmyndun. Þeir sem eru með sinn skyldulífeyrissparnað í þess háttar sjóðum eru því líklega nú þegar að ráðstafa meira en 3,5% í séreign. Ef sjóðfélagi fellur frá erfist séreign ólíkt því sem á við um iðgjöld og ávöxtun þeirra í samtryggingu. Tilgreind séreign Lífeyrissjóðir sem bjóða sjóðfélögum sínum tilgreinda séreign eru gjarnan sjóðir með skylduaðild. Sjóðfélagarnir geta því almennt ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað en hafa þó val um að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Vilji sjóðfélagi tilgreinda séreign hefur hann frelsi til að velja í hvaða sjóði hún eigi að vera. Vert er að benda á helstu eiginleika tilgreindrar séreignar. Með því að greiða í tilgreinda séreign fer minna í samtryggingu. Samtrygging tryggir þér eftirlaun, maka-, barna- og örorkulífeyri. Því yngri sem þú ert því meiri samtryggingarréttindi færðu almennt fyrir það iðgjald sem þú greiðir í lífeyrissjóð. Tilgreind séreign er þín eign og erfist eins og aðrar séreignartegundir. Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða stendur til boða fyrir séreignarsparnað. Heimilt er að nýta tilgreinda séreign í skattfrjálsu úrræði fyrstu íbúðar. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað nýtist þó tilgreinda séreignin einungis í þeim tilvikum sem hámarksnýtingu er ekki náð með viðbótarlífeyrissparnaðinum. Tilgreind séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur og hægt er að óska eftir mánaðarlegum greiðslum frá 62 til 67 ára aldurs. Frá 67 ára aldri eru útgreiðslur frjálsar. Gott er að hafa í huga að lífeyrissparnaður er alla jafna stærsti sparnaður okkar og því er eðlilegt að hafa skoðun á uppbyggingu hans. Stór hluti landsmanna getur ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað. Ef þú þarft að greiða í ákveðinn sjóð en mátt ráðstafa hluta í tilgreinda séreign þá er um að gera að hafa skoðun á málinu. Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Hún veitir að minnsta kosti þeim sem almennt geta ekki valið sér lífeyrissjóð einhvers konar frelsi til að hafa áhrif á ráðstöfun síns sparnaðar. Höfundur er sérfræðingur á mörkuðum hjá Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við höfum eflaust mörg heyrt talað um tilgreinda séreign en ekki almennilega áttað okkur á hvað felst í henni. Þar sem ég starfa við lífeyrismál er ég oft spurð hvort sniðugt sé að vera með tilgreinda séreign. Til þess að geta svarað þeirri spurningu er mikilvægt að skilja grundvallaratriði lífeyriskerfisins. Okkur ber skylda til að greiða af launum í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Framlag okkar er 4% af launum en framlag launagreiðanda að minnsta kosti 11,5%. Í því samhengi er talað um að iðgjöld séu greidd í lífeyrissjóð. Allir lífeyrissjóðir eru að hluta eða heild svokallaðir samtryggingarsjóðir þar sem sjóðfélagar tryggja hver öðrum eftirlaun til æviloka og verja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts. Lífeyrissjóðir eru samt sem áður eins mismunandi og þeir eru margir. En, hvað meina ég með því? Í fyrsta lagi eru sumir sjóðir með skylduaðild en aðrir ekki. Skylduaðild að lífeyrissjóði felur í sér að samkvæmt mörgum ráðningar- eða kjarasamningum verður þú að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Aðrir sjóðir eru opnir og með frjálsa aðild. Í öðru lagi er uppbygging lífeyrissjóða misjöfn. Sumir eru samtryggingarsjóðir að öllu leyti en þó hefur orðið sífellt algengara að þeir bjóði sínum sjóðfélögum að allt að 3,5% iðgjalds fari í tilgreinda séreign. Aðrir sjóðir eru blandaðir og leggja meiri áherslu á séreignarmyndun. Þeir sem eru með sinn skyldulífeyrissparnað í þess háttar sjóðum eru því líklega nú þegar að ráðstafa meira en 3,5% í séreign. Ef sjóðfélagi fellur frá erfist séreign ólíkt því sem á við um iðgjöld og ávöxtun þeirra í samtryggingu. Tilgreind séreign Lífeyrissjóðir sem bjóða sjóðfélögum sínum tilgreinda séreign eru gjarnan sjóðir með skylduaðild. Sjóðfélagarnir geta því almennt ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað en hafa þó val um að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Vilji sjóðfélagi tilgreinda séreign hefur hann frelsi til að velja í hvaða sjóði hún eigi að vera. Vert er að benda á helstu eiginleika tilgreindrar séreignar. Með því að greiða í tilgreinda séreign fer minna í samtryggingu. Samtrygging tryggir þér eftirlaun, maka-, barna- og örorkulífeyri. Því yngri sem þú ert því meiri samtryggingarréttindi færðu almennt fyrir það iðgjald sem þú greiðir í lífeyrissjóð. Tilgreind séreign er þín eign og erfist eins og aðrar séreignartegundir. Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða stendur til boða fyrir séreignarsparnað. Heimilt er að nýta tilgreinda séreign í skattfrjálsu úrræði fyrstu íbúðar. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað nýtist þó tilgreinda séreignin einungis í þeim tilvikum sem hámarksnýtingu er ekki náð með viðbótarlífeyrissparnaðinum. Tilgreind séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur og hægt er að óska eftir mánaðarlegum greiðslum frá 62 til 67 ára aldurs. Frá 67 ára aldri eru útgreiðslur frjálsar. Gott er að hafa í huga að lífeyrissparnaður er alla jafna stærsti sparnaður okkar og því er eðlilegt að hafa skoðun á uppbyggingu hans. Stór hluti landsmanna getur ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað. Ef þú þarft að greiða í ákveðinn sjóð en mátt ráðstafa hluta í tilgreinda séreign þá er um að gera að hafa skoðun á málinu. Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Hún veitir að minnsta kosti þeim sem almennt geta ekki valið sér lífeyrissjóð einhvers konar frelsi til að hafa áhrif á ráðstöfun síns sparnaðar. Höfundur er sérfræðingur á mörkuðum hjá Arion banka.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar