Assange verður ekki framseldur strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 11:20 Julian Assange þarf að bíða enn lengur eftir niðurstöðu. Getty/Jack Taylor Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar í Lundúnum í málinu, sem birtur var á ellefta tímanum. Fram kemur í umfjölluninni að í dómnum sé jafnframt talað um að tryggja að hann verði ekki dreginn fyrir dóm í sýndarréttarhöldum eða dæmdur á grunni þjóðernis síns. Þá verði að tryggja að Assange verði ekki dæmdur til dauða, verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum. „Ef bandarísk stjórnvöld geta ekki lofað þessu þá fær Assange að áfrýja,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn kemur aftur saman 20. maí næstkomandi til að úrskurða hvort Bandaríkin hafi orðið við kröfum breskra stjórnvalda. Stella Assange, eiginkona Julians, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera bergnumin yfir ákvörðun dómsins um að fresta áfrýjunarbeiðni eiginmanns hennar enn. „Hann er blaðamaður og er sóttur til saka vegna þess að hann dró afleiðingar stríða fram í dagsljósið,“ sagði Stella Assange fyrir utan dómshúsið í Lundúnum eftir að niðurstaðan var birt. Hún segir ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ekki eiga að svara kalli breskra dómstóla heldur þess í stað fella niður ákærur á hendur eiginmanni hennar. Stella Assange, eiginkona Julians, og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ásamt hópi mótmælenda fyrir utan dómshúsið í febrúar síðastliðnum. Getty/Dave Benett „Þetta mál er til skammar fyrir hvert og eitt einasta lýðræðisríki heims.“ Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvador. Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin verður uppfærð. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar í Lundúnum í málinu, sem birtur var á ellefta tímanum. Fram kemur í umfjölluninni að í dómnum sé jafnframt talað um að tryggja að hann verði ekki dreginn fyrir dóm í sýndarréttarhöldum eða dæmdur á grunni þjóðernis síns. Þá verði að tryggja að Assange verði ekki dæmdur til dauða, verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum. „Ef bandarísk stjórnvöld geta ekki lofað þessu þá fær Assange að áfrýja,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn kemur aftur saman 20. maí næstkomandi til að úrskurða hvort Bandaríkin hafi orðið við kröfum breskra stjórnvalda. Stella Assange, eiginkona Julians, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera bergnumin yfir ákvörðun dómsins um að fresta áfrýjunarbeiðni eiginmanns hennar enn. „Hann er blaðamaður og er sóttur til saka vegna þess að hann dró afleiðingar stríða fram í dagsljósið,“ sagði Stella Assange fyrir utan dómshúsið í Lundúnum eftir að niðurstaðan var birt. Hún segir ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ekki eiga að svara kalli breskra dómstóla heldur þess í stað fella niður ákærur á hendur eiginmanni hennar. Stella Assange, eiginkona Julians, og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ásamt hópi mótmælenda fyrir utan dómshúsið í febrúar síðastliðnum. Getty/Dave Benett „Þetta mál er til skammar fyrir hvert og eitt einasta lýðræðisríki heims.“ Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvador. Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin verður uppfærð.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38
Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36
Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46