Um tímabær áform ráðherra og ótímabært frumhlaup Viðskiptaráðs Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 26. mars 2024 15:00 Menningar- og viðskiptaráðherra birti nýverið drög að frumvarpi um breytingar á lögum um listamannalaun í samráðsgátt stjórnarráðsins. Drögin fela í sér fyrstu efnislegu endurskoðunina á listamannalaunakerfinu frá setningu núgildandi laga árið 2009. Að mati Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, er löngu tímabært að ráðast í slíkar breytingar sem fela í sér rökréttar og eðlilegar endurbætur á listamannalaunum. Það er enda eðlilegt að kerfið endurspegli á hverjum tíma íslenska samfélagsgerð því með þeim hætti stuðla lögin að því markmiði sem listamannalaunum er ætlað: Að efla listsköpun í landinu. Líkt og fram kemur í frumvarpinu eru þær breytingar sem lagðar eru til í samræmi við stefnu stjórnvalda. Sú stefna birtist í sáttmála stjórnarflokkanna um ríkisstjórnarsamstarf, þ.e. að vinna að því að styrkja faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna. Í því felst sérstök áhersla á að starfslaunin tryggi betur afkomu þeirra sem starfa við listir og skapandi greinar. BÍL ítrekar því stuðning sinn við þær breytingar sem lagðar eru til í drögunum. Þær eru mikilvægar til að auka veg listsköpunar í landinu, bæta hag þeirra sem leggja listina fyrir sig og góð fjárfesting fyrir þjóðina. Tillögur mennta- og viðskiptaráðherra að breytingum á lögum um listamannalaun munu ótvírætt og eindregið efla listsköpun í landinu og verða því vonandi að lögum eins fljótt og auðið er. Hroðvirknisleg vinnubrögð Viðskiptaráðs Í samráðsgátt stjórnarráðsins vegna framangreinds frumvarps er reyndar að finna eina umsögn sem stingur í stúf við þau vönduðu vinnubrögð sem einkenna frumvarp ráðherra. Það er umsögn Viðskiptaráðs. Ekki verður hjá því komist að benda á nokkur atriði vegna hennar. Í fyrsta lagi skal þess getið að í upphaflegri umsögn Viðskiptaráðs kom fram að útgjöld til menningarmála á Íslandi yrðu aukin um 70% ef áform ráðherra næðu fram að ganga. Þá fullyrðingu varð Viðskiptaráð að draga til baka og leiðrétta, enda er hún kolröng. Ef til vill verða slíkar leiðréttingar fleiri, ef önnur atriði í umsögn Viðskiptaráðs hafa verið jafn hroðvirknislega unnin. Hitt stendur eftir að Viðskiptaráð virðist ekki hafa treyst sér til að leiðrétta upphaflegu töluna sem sett var fram. Þá væri ágætt ef ráðið myndi taka fram hvort það sé að miða við hækkun í hlutfalli við menningarmál ein og sér samkvæmt vef Eurostat, eða menningarmál, afþreyingu og trúmál, samkvæmt sama vef. Af einhverjum ástæðum sér Viðskiptaráð nefnilega ekkert áhugavert við að notast við síðarnefnda viðmiðið í umsögn sinni, þótt flest öllum öðrum á Íslandi þyki það skakkt viðmið. Margir hafa bent á að tónninn í umsögn Viðskiptaráðs er á þá lund að ráðinu finnst hvorki mikilvægt að auka veg listsköpunar á Íslandi né bæta hag þeirra sem leggja listgreinar fyrir sig. Af þeim sökum er rétt að spyrja: Er þessi umsögn unnin með vitund og vilja stjórnar Viðskiptaráðs? Er það vilji stjórnarmanna Viðskiptaráðs að ráðast að grunni menningarstarfsemi hér á landi, afkomu listamanna? Menningarstarf hér á landi er aðdráttarafl þvert á listgreinar. Ferðamenn og erlendir sérfræðingar sem hingað koma sækja í listir. Menningin er andlit okkar út á við. Það er hróður hennar sem er borinn fram erlendis, hvort sem er á vegum Íslandsstofu, sendiráða landsins eða flugfélagsins sem á fulltrúa í framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs. Að þessu hefði betur mátt huga áður en umsögn Viðskiptaráðs var send í samráðsgátt. Þvert á móti bendir hún til þess að Viðskiptaráð ætli sér að tala niður mikilvægi lista, þvert gegn hagsmunum stórra fyrirtækja á Íslandi, listamanna og þjóðarinnar allrar. Ég vil skora á stjórn Viðskiptaráðs að upplýsa hvort umrædd umsögn sé unnin með vitund og vilja stjórnarinnar og endurspegli þau gildi sem fyrirtækin sem stjórnarfólk stýrir hafa að leiðarljósi. Það er forvitnilegt fyrir okkur sem störfum við listir að vita hvað þeim fyrirtækjum sem skipa stjórn Viðskiptaráðs finnst um afkomu listamanna og afrakstur vinnu þeirra sem er menningarstarf hér á landi. Að lokum vil ég láta þess getið að menningin er ein mikilvægasta eign Íslands. Hún er lifandi brunnur gilda og sjálfsmyndar þjóðfélags og því að tilheyra arfleifð. Menning stuðlar að vellíðan, félagslegri samheldni og inngildingu. Menningargeirinn og skapandi greinar geta einnig örvað hagvöxt, skapað atvinnu og stuðlað að alþjóðlegum viðskiptum. Þetta eru reyndar ekki mín orð. Þetta er staðfærsla á þeirri afstöðu sem Eurostat virðist bera til menningar; umfjöllun á síðu tölfræðivefsins um hagtölur menningar. Þess væri óskandi að Viðskiptaráð hefði lagt jafn mikla vinnu í að lesa sér til um hvað þar kemur fram um menningu, og tileinkað sér sams konar viðhorf til hennar, áður en það lagði á sig þá fyrirhöfn að tína til tölur af vefnum til að níða skóinn af frumvarpi ráðherra. Umsögnin hefði þá síður orðið Viðskiptaráði til skammar. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Menningar- og viðskiptaráðherra birti nýverið drög að frumvarpi um breytingar á lögum um listamannalaun í samráðsgátt stjórnarráðsins. Drögin fela í sér fyrstu efnislegu endurskoðunina á listamannalaunakerfinu frá setningu núgildandi laga árið 2009. Að mati Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, er löngu tímabært að ráðast í slíkar breytingar sem fela í sér rökréttar og eðlilegar endurbætur á listamannalaunum. Það er enda eðlilegt að kerfið endurspegli á hverjum tíma íslenska samfélagsgerð því með þeim hætti stuðla lögin að því markmiði sem listamannalaunum er ætlað: Að efla listsköpun í landinu. Líkt og fram kemur í frumvarpinu eru þær breytingar sem lagðar eru til í samræmi við stefnu stjórnvalda. Sú stefna birtist í sáttmála stjórnarflokkanna um ríkisstjórnarsamstarf, þ.e. að vinna að því að styrkja faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna. Í því felst sérstök áhersla á að starfslaunin tryggi betur afkomu þeirra sem starfa við listir og skapandi greinar. BÍL ítrekar því stuðning sinn við þær breytingar sem lagðar eru til í drögunum. Þær eru mikilvægar til að auka veg listsköpunar í landinu, bæta hag þeirra sem leggja listina fyrir sig og góð fjárfesting fyrir þjóðina. Tillögur mennta- og viðskiptaráðherra að breytingum á lögum um listamannalaun munu ótvírætt og eindregið efla listsköpun í landinu og verða því vonandi að lögum eins fljótt og auðið er. Hroðvirknisleg vinnubrögð Viðskiptaráðs Í samráðsgátt stjórnarráðsins vegna framangreinds frumvarps er reyndar að finna eina umsögn sem stingur í stúf við þau vönduðu vinnubrögð sem einkenna frumvarp ráðherra. Það er umsögn Viðskiptaráðs. Ekki verður hjá því komist að benda á nokkur atriði vegna hennar. Í fyrsta lagi skal þess getið að í upphaflegri umsögn Viðskiptaráðs kom fram að útgjöld til menningarmála á Íslandi yrðu aukin um 70% ef áform ráðherra næðu fram að ganga. Þá fullyrðingu varð Viðskiptaráð að draga til baka og leiðrétta, enda er hún kolröng. Ef til vill verða slíkar leiðréttingar fleiri, ef önnur atriði í umsögn Viðskiptaráðs hafa verið jafn hroðvirknislega unnin. Hitt stendur eftir að Viðskiptaráð virðist ekki hafa treyst sér til að leiðrétta upphaflegu töluna sem sett var fram. Þá væri ágætt ef ráðið myndi taka fram hvort það sé að miða við hækkun í hlutfalli við menningarmál ein og sér samkvæmt vef Eurostat, eða menningarmál, afþreyingu og trúmál, samkvæmt sama vef. Af einhverjum ástæðum sér Viðskiptaráð nefnilega ekkert áhugavert við að notast við síðarnefnda viðmiðið í umsögn sinni, þótt flest öllum öðrum á Íslandi þyki það skakkt viðmið. Margir hafa bent á að tónninn í umsögn Viðskiptaráðs er á þá lund að ráðinu finnst hvorki mikilvægt að auka veg listsköpunar á Íslandi né bæta hag þeirra sem leggja listgreinar fyrir sig. Af þeim sökum er rétt að spyrja: Er þessi umsögn unnin með vitund og vilja stjórnar Viðskiptaráðs? Er það vilji stjórnarmanna Viðskiptaráðs að ráðast að grunni menningarstarfsemi hér á landi, afkomu listamanna? Menningarstarf hér á landi er aðdráttarafl þvert á listgreinar. Ferðamenn og erlendir sérfræðingar sem hingað koma sækja í listir. Menningin er andlit okkar út á við. Það er hróður hennar sem er borinn fram erlendis, hvort sem er á vegum Íslandsstofu, sendiráða landsins eða flugfélagsins sem á fulltrúa í framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs. Að þessu hefði betur mátt huga áður en umsögn Viðskiptaráðs var send í samráðsgátt. Þvert á móti bendir hún til þess að Viðskiptaráð ætli sér að tala niður mikilvægi lista, þvert gegn hagsmunum stórra fyrirtækja á Íslandi, listamanna og þjóðarinnar allrar. Ég vil skora á stjórn Viðskiptaráðs að upplýsa hvort umrædd umsögn sé unnin með vitund og vilja stjórnarinnar og endurspegli þau gildi sem fyrirtækin sem stjórnarfólk stýrir hafa að leiðarljósi. Það er forvitnilegt fyrir okkur sem störfum við listir að vita hvað þeim fyrirtækjum sem skipa stjórn Viðskiptaráðs finnst um afkomu listamanna og afrakstur vinnu þeirra sem er menningarstarf hér á landi. Að lokum vil ég láta þess getið að menningin er ein mikilvægasta eign Íslands. Hún er lifandi brunnur gilda og sjálfsmyndar þjóðfélags og því að tilheyra arfleifð. Menning stuðlar að vellíðan, félagslegri samheldni og inngildingu. Menningargeirinn og skapandi greinar geta einnig örvað hagvöxt, skapað atvinnu og stuðlað að alþjóðlegum viðskiptum. Þetta eru reyndar ekki mín orð. Þetta er staðfærsla á þeirri afstöðu sem Eurostat virðist bera til menningar; umfjöllun á síðu tölfræðivefsins um hagtölur menningar. Þess væri óskandi að Viðskiptaráð hefði lagt jafn mikla vinnu í að lesa sér til um hvað þar kemur fram um menningu, og tileinkað sér sams konar viðhorf til hennar, áður en það lagði á sig þá fyrirhöfn að tína til tölur af vefnum til að níða skóinn af frumvarpi ráðherra. Umsögnin hefði þá síður orðið Viðskiptaráði til skammar. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun