Sigurinn á Íslandi var „gjöf til úkraínsku þjóðarinnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 10:00 Oleksandr Zinchenko og Artem Dovbyk fagna sigri á Íslandi í Póllandi í gær. AP/Czarek Sokolowski Úkraína tryggði sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í sumar með 2-1 endurkomusigri á Íslandi í úrslitaleik umspilsins í gærkvöldi. Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð hjá úkraínska landsliðinu en nú er staðan allt öðruvísi en áður eftir innrás Rússlands í landið. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmum tveimur árum og það er enginn endir á stríðinu í sjónmáli. Úkraínumenn fjölmenntu á leikinn á móti Íslandi og voru með borða þar sem þeir gagnrýndu Rússland og forsetann Vladimír Putin. Rússland má ekki taka þátt í þessu Evrópumóti vegna innrásar sinnar. „Ég er mjög stoltur af því að vera Úkraínumaður og að í mér rennur sama blóð og hjá þeim sem eru gefa líf sitt fyrir frelsi okkar,“ sagði Oleksandr Zinchenko, fyrirliðu Úkraínuliðsins eftir leikinn á móti Íslandi. „Við verðum að tala um þetta á hverjum degi og kalla upphátt. Það er eina leiðin svo við getum unnið. Þetta var einn af þessum tilfinningamiklu leikjum,“ sagði Zinchenko, sem leikur með Arsenal. „Þetta er yndisleg tilfinning. Ég er mjög ánægður af því að þarna er annar draumur að rætast. Miklar þakkir til okkar stuðningsfólks þeir hjálpuðu okkur í gegnum erfiðustu tímana í leiknum,“ sagði Zinchenko. Þjálfarinn Serhiy Rebrov var líka kátur en talaði einnig um stríðið. „Það fljúga eldflaugar á hverjum degi. Okkar markmið var að sýna það að við erum á lífi, enn að berjast á móti Rússunum og að við þurfum stuðning Evrópu,“ sagði Rebrov. Hann sagði að leikmenn sýnir hafi verið að horfa á fréttir af árásum á Odessa og Kænugarð fyrir leikinn. „Það gerði þá enn reiðari og enn staðráðnari að standa sig inn á vellinum,“ sagði Rebrov. „Það var mjög erfitt að vera á bekknum í dag. Ég sá hversu erfitt þetta var fyrir strákana. Ég er þeim öllum þakklátur fyrir það að koma með þessa gjöf til úkraínsku þjóðarinnar. Þetta eru erfiðir tímar en um leið mjög mikilvægir,“ sagði Rebrov. EM 2024 í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð hjá úkraínska landsliðinu en nú er staðan allt öðruvísi en áður eftir innrás Rússlands í landið. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmum tveimur árum og það er enginn endir á stríðinu í sjónmáli. Úkraínumenn fjölmenntu á leikinn á móti Íslandi og voru með borða þar sem þeir gagnrýndu Rússland og forsetann Vladimír Putin. Rússland má ekki taka þátt í þessu Evrópumóti vegna innrásar sinnar. „Ég er mjög stoltur af því að vera Úkraínumaður og að í mér rennur sama blóð og hjá þeim sem eru gefa líf sitt fyrir frelsi okkar,“ sagði Oleksandr Zinchenko, fyrirliðu Úkraínuliðsins eftir leikinn á móti Íslandi. „Við verðum að tala um þetta á hverjum degi og kalla upphátt. Það er eina leiðin svo við getum unnið. Þetta var einn af þessum tilfinningamiklu leikjum,“ sagði Zinchenko, sem leikur með Arsenal. „Þetta er yndisleg tilfinning. Ég er mjög ánægður af því að þarna er annar draumur að rætast. Miklar þakkir til okkar stuðningsfólks þeir hjálpuðu okkur í gegnum erfiðustu tímana í leiknum,“ sagði Zinchenko. Þjálfarinn Serhiy Rebrov var líka kátur en talaði einnig um stríðið. „Það fljúga eldflaugar á hverjum degi. Okkar markmið var að sýna það að við erum á lífi, enn að berjast á móti Rússunum og að við þurfum stuðning Evrópu,“ sagði Rebrov. Hann sagði að leikmenn sýnir hafi verið að horfa á fréttir af árásum á Odessa og Kænugarð fyrir leikinn. „Það gerði þá enn reiðari og enn staðráðnari að standa sig inn á vellinum,“ sagði Rebrov. „Það var mjög erfitt að vera á bekknum í dag. Ég sá hversu erfitt þetta var fyrir strákana. Ég er þeim öllum þakklátur fyrir það að koma með þessa gjöf til úkraínsku þjóðarinnar. Þetta eru erfiðir tímar en um leið mjög mikilvægir,“ sagði Rebrov.
EM 2024 í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira