Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 11:58 Gestir Pallborðsins að þessu sinni eru Henry Alexander Henrysson siðfræðingur, Ingrid Kuhlman formaður Lífsvirðingar og Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. Dánaraðstoð er umdeild en í grófum dráttum má segja að um tvennt sé að ræða; annars vegar það að læknir aðstoðar sjúkling við að deyja með lyfjagjöf í æð (e. euthanasia) og hins vegar að læknir sér sjúklingi fyrir lyfi sem sjúklingurinn tekur sjálfur til að binda enda á líf sitt (e. assisted suicide). Dánaraðstoð hefur verið leidd í lög í átta Evrópuríkjum samkvæmt samtökunum Lífsvirðingu; Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Austurríki og Portúgal. Þá er hún heimil í um tug ríkja Bandaríkjanna. Sums staðar er sjúklingum heimilt að ákveða að hætta að þiggja næringu í æð en það úrræði flokkast ekki undir dánaraðstoð né heldur hefðbundin lífslokameðferð, þar sem markmiðið er að draga úr þjáningu þegar ljóst þykir að viðkomandi á aðeins daga eða vikur eftir ólifaðar. Kannanir benda til þess að meirihluti sé fylgjandi dánaraðstoð, meðal landsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og sjúklingasamtaka. Málefnið hefur hins vegar ekki fengið mikla umræðu í samfélaginu og það hefur reynst erfitt að fá lækna og hjúkrunarfræðinga til að tjá sig um málið. Samtökin Lífsvirðing hafa lengi talað fyrir því að dánaraðstoð verði lögleidd á Íslandi en í umsögn félagsins um frumvarpið sem nú liggur fyrir eru gerðar ýmsar athugasemdir og ýmsum spurningum ósvarað. Hverjir nákvæmlega eiga að eiga kost á dánaraðstoð? Á aðstoðin að standa bæði líkamlega og andlega veikum til boða? Hvað með börn með ólæknandi sjúkdóma? Þessar spurningar og fleiri verða til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir eru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Dánaraðstoð er umdeild en í grófum dráttum má segja að um tvennt sé að ræða; annars vegar það að læknir aðstoðar sjúkling við að deyja með lyfjagjöf í æð (e. euthanasia) og hins vegar að læknir sér sjúklingi fyrir lyfi sem sjúklingurinn tekur sjálfur til að binda enda á líf sitt (e. assisted suicide). Dánaraðstoð hefur verið leidd í lög í átta Evrópuríkjum samkvæmt samtökunum Lífsvirðingu; Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Austurríki og Portúgal. Þá er hún heimil í um tug ríkja Bandaríkjanna. Sums staðar er sjúklingum heimilt að ákveða að hætta að þiggja næringu í æð en það úrræði flokkast ekki undir dánaraðstoð né heldur hefðbundin lífslokameðferð, þar sem markmiðið er að draga úr þjáningu þegar ljóst þykir að viðkomandi á aðeins daga eða vikur eftir ólifaðar. Kannanir benda til þess að meirihluti sé fylgjandi dánaraðstoð, meðal landsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og sjúklingasamtaka. Málefnið hefur hins vegar ekki fengið mikla umræðu í samfélaginu og það hefur reynst erfitt að fá lækna og hjúkrunarfræðinga til að tjá sig um málið. Samtökin Lífsvirðing hafa lengi talað fyrir því að dánaraðstoð verði lögleidd á Íslandi en í umsögn félagsins um frumvarpið sem nú liggur fyrir eru gerðar ýmsar athugasemdir og ýmsum spurningum ósvarað. Hverjir nákvæmlega eiga að eiga kost á dánaraðstoð? Á aðstoðin að standa bæði líkamlega og andlega veikum til boða? Hvað með börn með ólæknandi sjúkdóma? Þessar spurningar og fleiri verða til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir eru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira