Messi: Ég hætti þegar ég get ekki lengur hjálpað mínum liðsfélögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 15:30 Lionel Messi lyftir heimsbikarnum í Katar í desember 2022. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi segir að aldur hans muni ekki hafa úrslitaáhrif þegar kemur því að ákveða að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hann segist muni vita það sjálfur þegar rétti tíminn er kominn. Argentínski landsliðsfyrirliðinn er orðinn 36 ára gamall og samningur hans við Inter Miami nær til desember 2025. Hann hefur ekkert rætt um það opinberlega hvenær hann muni kveðja fótboltann. „Ég veit að rétti tímapunkturinn verður þegar ég er ekki að skila mínu til liðsins. Ef ég er ekki að njóta mín eða að hjálpa liðsfélögunum þá mun ég hætta,“ sagði Lionel Messi við MBC hlaðvarpið Big Time Podcast. ESPN segir frá. „Ég er sjálfsgagnrýninn. Ég veit hvenær ég er að standa mig vel og hvenær ég spila illa. Þegar ég finn það á sjálfum mér að það sé kominn tími til að taka þetta skref þá mun ég taka það án þess að pæla í því hvað ég er gamall. Ef mér líður vel þá mun ég alltaf reyna að halda áfram að keppa því það er það sem ég hef gaman af og það er eitthvað sem ég kann,“ sagði Messi. Messi vann áttunda Gullhnöttinn sinn á síðasta ári og leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitils í desember 2022. Það er búist við því að hann spili með Argentínu í Copa America í sumar. „Hefðu hlutirnir ekki farið eins og þeir fóru á HM þá hefði ég hætt í landsliðinu,“ sagði Messi. Hann er að glíma við tognun í læri og var því ekki með argentínska landsliðinu í tveimur leikjum í þessum landsleikjaglugga. Messi y su futuro a nivel deportivo Big Time Podcast pic.twitter.com/mKLSsiyDDU— Diario Olé (@DiarioOle) March 27, 2024 Argentína Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Argentínski landsliðsfyrirliðinn er orðinn 36 ára gamall og samningur hans við Inter Miami nær til desember 2025. Hann hefur ekkert rætt um það opinberlega hvenær hann muni kveðja fótboltann. „Ég veit að rétti tímapunkturinn verður þegar ég er ekki að skila mínu til liðsins. Ef ég er ekki að njóta mín eða að hjálpa liðsfélögunum þá mun ég hætta,“ sagði Lionel Messi við MBC hlaðvarpið Big Time Podcast. ESPN segir frá. „Ég er sjálfsgagnrýninn. Ég veit hvenær ég er að standa mig vel og hvenær ég spila illa. Þegar ég finn það á sjálfum mér að það sé kominn tími til að taka þetta skref þá mun ég taka það án þess að pæla í því hvað ég er gamall. Ef mér líður vel þá mun ég alltaf reyna að halda áfram að keppa því það er það sem ég hef gaman af og það er eitthvað sem ég kann,“ sagði Messi. Messi vann áttunda Gullhnöttinn sinn á síðasta ári og leiddi argentínska landsliðið til heimsmeistaratitils í desember 2022. Það er búist við því að hann spili með Argentínu í Copa America í sumar. „Hefðu hlutirnir ekki farið eins og þeir fóru á HM þá hefði ég hætt í landsliðinu,“ sagði Messi. Hann er að glíma við tognun í læri og var því ekki með argentínska landsliðinu í tveimur leikjum í þessum landsleikjaglugga. Messi y su futuro a nivel deportivo Big Time Podcast pic.twitter.com/mKLSsiyDDU— Diario Olé (@DiarioOle) March 27, 2024
Argentína Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira