Lokuðu þorpi í leit að svörum um hvarf tveggja ára drengs Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 23:24 Þetta er ekki Haut-Vernet heldur annað þopr í frönsku Ölpunum. Getty Lögregluþjónar lokuðu í gær smáu þorpi í frönsku Ölpunum. Sautján manns, auk lögregluþjóna, hafa verið í þorpinu til að reyna að finan einhver svör um hvað kom fyrir hinn tveggja ára gamla Emile sem hvarf þaðan sporlaust síðasta sumar. Emile var að gista hjá ömmu sinni og afa í þorpinu Haut-Vernet, þar sem 25 manns búa, í júlí í fyrra þegar hann hvarf á fyrsta degi sumarfrís. Nágrannar sáu hann ganga einan um þorpið seinni part dags þann 8. júlí og hefur ekkert sést til hans síðan. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var Emile, sem er tæpir níutíu sentímetrar á hæð, í gönguskóm, bol og stuttbuxum. Enginn veit hvert hann var að fara eða hvað varð um hann. Fjölmargir lögregluþjónar og hermenn leituðu Emile og var notast við bæði þyrlur og leitarhunda en án árangurs. Leitinni var hætt eftir nokkra daga en rannsakendur grunar að Emile hafi verið rænt. Slys er þó talið koma til greina. Leitað var eftir aðstoð almennings og bárust um níu hundruð ábendingar. Engin þeirra leiddi rannsakendur þó áfram í málinu og það gerði ítarleg yfirferð yfir símagögn úr þorpinu ekki heldur. AFP segir rannsakendur hafa kallað sautján manns til þorpsins. Þar á meðal eru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og vilja þeir reyna að endurskapa hvað gerðist þann 8. júlí í fyrra. Nágrannar eru sagðir hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvað þau sáu og vonast rannsakendur til að geta greitt úr þeim hnút. Eins og áður segir var þorpinu lokað i gærmorgun og verður það lokað þar til í fyrramálið. Um tuttugu lögregluþjónar hafa stýrt endursköpuninni og hafa drónar verið notaðir til að taka upp það sem gerist á jörðu niðri. AFP hefur eftir lögmanni afa Emile að fjölskyldan voni að drengurinn sé enn á lífi en sú von minnki dag frá degi. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Emile var að gista hjá ömmu sinni og afa í þorpinu Haut-Vernet, þar sem 25 manns búa, í júlí í fyrra þegar hann hvarf á fyrsta degi sumarfrís. Nágrannar sáu hann ganga einan um þorpið seinni part dags þann 8. júlí og hefur ekkert sést til hans síðan. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var Emile, sem er tæpir níutíu sentímetrar á hæð, í gönguskóm, bol og stuttbuxum. Enginn veit hvert hann var að fara eða hvað varð um hann. Fjölmargir lögregluþjónar og hermenn leituðu Emile og var notast við bæði þyrlur og leitarhunda en án árangurs. Leitinni var hætt eftir nokkra daga en rannsakendur grunar að Emile hafi verið rænt. Slys er þó talið koma til greina. Leitað var eftir aðstoð almennings og bárust um níu hundruð ábendingar. Engin þeirra leiddi rannsakendur þó áfram í málinu og það gerði ítarleg yfirferð yfir símagögn úr þorpinu ekki heldur. AFP segir rannsakendur hafa kallað sautján manns til þorpsins. Þar á meðal eru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og vilja þeir reyna að endurskapa hvað gerðist þann 8. júlí í fyrra. Nágrannar eru sagðir hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvað þau sáu og vonast rannsakendur til að geta greitt úr þeim hnút. Eins og áður segir var þorpinu lokað i gærmorgun og verður það lokað þar til í fyrramálið. Um tuttugu lögregluþjónar hafa stýrt endursköpuninni og hafa drónar verið notaðir til að taka upp það sem gerist á jörðu niðri. AFP hefur eftir lögmanni afa Emile að fjölskyldan voni að drengurinn sé enn á lífi en sú von minnki dag frá degi.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira