Sumarið þar sem þjálfararáðningar munu toppa leikmannakaup Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2024 07:00 Þessir tveir Þjóðverjar verða atvinnulausir í sumar. Robin Jones/Getty Images Þrjú af stærstu knattspyrnufélögum Evrópu og jafnvel heimsins verða í þjálfaraleit í sumar. Munu ráðningar Liverpool, Barcelona og Bayern München á nýjum þjálfara eflaust toppa nær öll leikmannaskipti sumarsins nema þá ef til vill ef Kylian Mbappé fer loks til Real Madríd. Jürgen Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool að leiktíðinni lokinni. Xavi hefur sömuleiðis gefið út að hann hafi fengið nóg hjá Barcelona og muni stíga til hliðar í sumar. Þá virðist Thomas Tuchel hafa komist að því að ævintýri sitt hjá Bayern fær engan ævintýraendi og ætlar hann að róa á ný mið þegar tímabilinu lýkur. Þjálfaraleit þessara þriggja félaga hefur verið mikið til umfjöllunar og verður allt þangað til þau hafa loks fundið arftaka þessara þriggja þjálfara. Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, hefur verið orðaður við bæði félög en hann er við það að stöðva einokun Bæjara í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa spilað með Real Madríd þá hefur Xabi einnig verið orðaður við Barcelona. Alonso er hins vegar ekki að flýta sér og verður áfram hjá Leverkusen út næsta tímabil hið minnsta. Annar maður sem hefur verið orðaður við öll þrjú félögin hefur vakið meiri athygli fyrir leikstíl liðs síns heldur en úrslit. Það er Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion á Englandi. Hinn 44 ára gamli Ítali hefur komið víða við á þjálfaraferli sem spannar heilan áratug. Hann hefur stýrt Brighton frá 2022 en þar áður var hann hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu og á Ítalíu með þónokkur lið. Big clubs, big managers and one who could start a domino effect - how the summer looks, with @LaurensJulien @JamesOlley @RobDawsonESPN and @rwohan https://t.co/ixAb46YI9X— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 28, 2024 Þá vekur ESPN athygli á því að Börsungar séu að íhuga Tuchel sem næsta þjálfara sinn. Vekur það athygli eftir brotthvarf hans frá Chelsea og hörmungartímabil Bayern. Hvað Liverpool varðar þá hefur félagið gefið út að ráðning nýs þjálfara verði byggð á tölfræðilegum gögnum. Hvað sem það þýðir þá er vitað að Rúben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, sé á lista hjá liðinu í Bítlaborginni. Óvænt nafn ofarlega á blaði er svo Sebastian Hoeneß, hinn 41 árs gamli þjálfari Stuttgart í Þýskalandi. Ruben Amorim's high intensity Julian Nagelsmann's pragmatism Sebastian Hoeness' clinical pressing Arne Slot's success on a budgetWith Xabi Alonso set to stay in Leverkusen, what does the data reveal about Liverpool's Plan B options? @MarkCarey93 @adjones_journo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 29, 2024 Það er í mörg horn að líta fyrir liðin þrjú en ásamt því að þurfa nýjan þjálfara þurfa eflaust öll þrjú að fríska upp á leikmannahópa sína. Lykilmenn Liverpool eru komnir á aldur, Bayern er líklegt til að fara í allsherjar breytingar fari svo að liðið vinni ekki þýska meistaratitilinn og þá þarf Barcelona að finna leið til að standast fjárhagskröfur spænsku úrvalsdeildarinnar. Það er þó ljóst að nýr þjálfari er efsta mál á dagskrá hjá öllum þessum liðum. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Jürgen Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool að leiktíðinni lokinni. Xavi hefur sömuleiðis gefið út að hann hafi fengið nóg hjá Barcelona og muni stíga til hliðar í sumar. Þá virðist Thomas Tuchel hafa komist að því að ævintýri sitt hjá Bayern fær engan ævintýraendi og ætlar hann að róa á ný mið þegar tímabilinu lýkur. Þjálfaraleit þessara þriggja félaga hefur verið mikið til umfjöllunar og verður allt þangað til þau hafa loks fundið arftaka þessara þriggja þjálfara. Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, hefur verið orðaður við bæði félög en hann er við það að stöðva einokun Bæjara í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa spilað með Real Madríd þá hefur Xabi einnig verið orðaður við Barcelona. Alonso er hins vegar ekki að flýta sér og verður áfram hjá Leverkusen út næsta tímabil hið minnsta. Annar maður sem hefur verið orðaður við öll þrjú félögin hefur vakið meiri athygli fyrir leikstíl liðs síns heldur en úrslit. Það er Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion á Englandi. Hinn 44 ára gamli Ítali hefur komið víða við á þjálfaraferli sem spannar heilan áratug. Hann hefur stýrt Brighton frá 2022 en þar áður var hann hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu og á Ítalíu með þónokkur lið. Big clubs, big managers and one who could start a domino effect - how the summer looks, with @LaurensJulien @JamesOlley @RobDawsonESPN and @rwohan https://t.co/ixAb46YI9X— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 28, 2024 Þá vekur ESPN athygli á því að Börsungar séu að íhuga Tuchel sem næsta þjálfara sinn. Vekur það athygli eftir brotthvarf hans frá Chelsea og hörmungartímabil Bayern. Hvað Liverpool varðar þá hefur félagið gefið út að ráðning nýs þjálfara verði byggð á tölfræðilegum gögnum. Hvað sem það þýðir þá er vitað að Rúben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, sé á lista hjá liðinu í Bítlaborginni. Óvænt nafn ofarlega á blaði er svo Sebastian Hoeneß, hinn 41 árs gamli þjálfari Stuttgart í Þýskalandi. Ruben Amorim's high intensity Julian Nagelsmann's pragmatism Sebastian Hoeness' clinical pressing Arne Slot's success on a budgetWith Xabi Alonso set to stay in Leverkusen, what does the data reveal about Liverpool's Plan B options? @MarkCarey93 @adjones_journo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 29, 2024 Það er í mörg horn að líta fyrir liðin þrjú en ásamt því að þurfa nýjan þjálfara þurfa eflaust öll þrjú að fríska upp á leikmannahópa sína. Lykilmenn Liverpool eru komnir á aldur, Bayern er líklegt til að fara í allsherjar breytingar fari svo að liðið vinni ekki þýska meistaratitilinn og þá þarf Barcelona að finna leið til að standast fjárhagskröfur spænsku úrvalsdeildarinnar. Það er þó ljóst að nýr þjálfari er efsta mál á dagskrá hjá öllum þessum liðum.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira