Fengu fullkomið veður við áratugalanga hefð í Hvalfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2024 19:31 Kristín Einarsdóttir er öllu vön við kræklingatínslu. Í skottinu á bílnum voru stólar og borð. Allt til alls. Vísir/Kolbeinn Tumi Sólin hefur skinið skært á suðvesturhorninu í dag og margir nýttu góða veðrið í útiveru. Þar á meðal ferðalangar í Hvalfirði sem tíndu krækling í fjörunni á meðan þeir fylltu á D-vítamín tankinn. Finna mátti fólk á öllum aldri en heyra mátti að eldra fólkið var öllu spenntari fyrir því að gæða sér á kræsingunum í kvöld. Sumar fjölskyldur mæta árlega í Hvalfjörðinn um páskana til að tína krækling. Kristín Einarsdóttir tilheyrir einni slíkri fjölskyldu. „Við erum að tína krækling og það höfum við gert hér undanfarin 42 ár,“ segir Kristín sem er ættuð frá Vestfjörðum. „Þegar við fluttum til Reykjavíkur komum við alltaf hingað á föstudaginn langa, tínum saman krækling og borðum nesti.“ Kristín segir hópinn telja um fimmtíu manns og sé alltaf að stækka. Yngri kynslóðin sé síður spennt en sú eldri. „En þau venja sig á þetta krakkarnir. Upp úr fermingu er þetta komið.“ Og það gekk vel að tína í dag nærri botni Hvalfjarðar, nokkra kílómetra suður af Glymi. „Við þurftum að fara aðeins út í flæðarmálið en þetta gekk vel.“ Þetta flotta fólk hefur mætt í Hvalfjörðinn undanfarin þrjátíu ár um páskana. Gott nesti er lykilatriði til að fá börnin með í verkefnið.Vísir/Kolbeinn Tumi Svo er kræklingurinn eldaður en þar leika nafnarnir hvítlaukur og hvítvín lykilhlutverk. „Þetta er skemmtileg hefð, páskahefð.“ Önnur fjölskylda sem varð á vegi blaðamanns hefur tínt krækling um páskana undanfarin þrjátíu ár. Sú almenna regla gildir varðandi kræklingatínslu í Hvalfirði að mælt er gegn henni í þeim mánuðum sem ekki innihalda bókstafinn R, þ.e. maí til ágúst. Frá september til apríl má tína kræklinga nema tilkynningar berist frá Matvælastofnun um annað. Hvalfjarðarsveit Páskar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Finna mátti fólk á öllum aldri en heyra mátti að eldra fólkið var öllu spenntari fyrir því að gæða sér á kræsingunum í kvöld. Sumar fjölskyldur mæta árlega í Hvalfjörðinn um páskana til að tína krækling. Kristín Einarsdóttir tilheyrir einni slíkri fjölskyldu. „Við erum að tína krækling og það höfum við gert hér undanfarin 42 ár,“ segir Kristín sem er ættuð frá Vestfjörðum. „Þegar við fluttum til Reykjavíkur komum við alltaf hingað á föstudaginn langa, tínum saman krækling og borðum nesti.“ Kristín segir hópinn telja um fimmtíu manns og sé alltaf að stækka. Yngri kynslóðin sé síður spennt en sú eldri. „En þau venja sig á þetta krakkarnir. Upp úr fermingu er þetta komið.“ Og það gekk vel að tína í dag nærri botni Hvalfjarðar, nokkra kílómetra suður af Glymi. „Við þurftum að fara aðeins út í flæðarmálið en þetta gekk vel.“ Þetta flotta fólk hefur mætt í Hvalfjörðinn undanfarin þrjátíu ár um páskana. Gott nesti er lykilatriði til að fá börnin með í verkefnið.Vísir/Kolbeinn Tumi Svo er kræklingurinn eldaður en þar leika nafnarnir hvítlaukur og hvítvín lykilhlutverk. „Þetta er skemmtileg hefð, páskahefð.“ Önnur fjölskylda sem varð á vegi blaðamanns hefur tínt krækling um páskana undanfarin þrjátíu ár. Sú almenna regla gildir varðandi kræklingatínslu í Hvalfirði að mælt er gegn henni í þeim mánuðum sem ekki innihalda bókstafinn R, þ.e. maí til ágúst. Frá september til apríl má tína kræklinga nema tilkynningar berist frá Matvælastofnun um annað.
Hvalfjarðarsveit Páskar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira