Fengu fullkomið veður við áratugalanga hefð í Hvalfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2024 19:31 Kristín Einarsdóttir er öllu vön við kræklingatínslu. Í skottinu á bílnum voru stólar og borð. Allt til alls. Vísir/Kolbeinn Tumi Sólin hefur skinið skært á suðvesturhorninu í dag og margir nýttu góða veðrið í útiveru. Þar á meðal ferðalangar í Hvalfirði sem tíndu krækling í fjörunni á meðan þeir fylltu á D-vítamín tankinn. Finna mátti fólk á öllum aldri en heyra mátti að eldra fólkið var öllu spenntari fyrir því að gæða sér á kræsingunum í kvöld. Sumar fjölskyldur mæta árlega í Hvalfjörðinn um páskana til að tína krækling. Kristín Einarsdóttir tilheyrir einni slíkri fjölskyldu. „Við erum að tína krækling og það höfum við gert hér undanfarin 42 ár,“ segir Kristín sem er ættuð frá Vestfjörðum. „Þegar við fluttum til Reykjavíkur komum við alltaf hingað á föstudaginn langa, tínum saman krækling og borðum nesti.“ Kristín segir hópinn telja um fimmtíu manns og sé alltaf að stækka. Yngri kynslóðin sé síður spennt en sú eldri. „En þau venja sig á þetta krakkarnir. Upp úr fermingu er þetta komið.“ Og það gekk vel að tína í dag nærri botni Hvalfjarðar, nokkra kílómetra suður af Glymi. „Við þurftum að fara aðeins út í flæðarmálið en þetta gekk vel.“ Þetta flotta fólk hefur mætt í Hvalfjörðinn undanfarin þrjátíu ár um páskana. Gott nesti er lykilatriði til að fá börnin með í verkefnið.Vísir/Kolbeinn Tumi Svo er kræklingurinn eldaður en þar leika nafnarnir hvítlaukur og hvítvín lykilhlutverk. „Þetta er skemmtileg hefð, páskahefð.“ Önnur fjölskylda sem varð á vegi blaðamanns hefur tínt krækling um páskana undanfarin þrjátíu ár. Sú almenna regla gildir varðandi kræklingatínslu í Hvalfirði að mælt er gegn henni í þeim mánuðum sem ekki innihalda bókstafinn R, þ.e. maí til ágúst. Frá september til apríl má tína kræklinga nema tilkynningar berist frá Matvælastofnun um annað. Hvalfjarðarsveit Páskar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Finna mátti fólk á öllum aldri en heyra mátti að eldra fólkið var öllu spenntari fyrir því að gæða sér á kræsingunum í kvöld. Sumar fjölskyldur mæta árlega í Hvalfjörðinn um páskana til að tína krækling. Kristín Einarsdóttir tilheyrir einni slíkri fjölskyldu. „Við erum að tína krækling og það höfum við gert hér undanfarin 42 ár,“ segir Kristín sem er ættuð frá Vestfjörðum. „Þegar við fluttum til Reykjavíkur komum við alltaf hingað á föstudaginn langa, tínum saman krækling og borðum nesti.“ Kristín segir hópinn telja um fimmtíu manns og sé alltaf að stækka. Yngri kynslóðin sé síður spennt en sú eldri. „En þau venja sig á þetta krakkarnir. Upp úr fermingu er þetta komið.“ Og það gekk vel að tína í dag nærri botni Hvalfjarðar, nokkra kílómetra suður af Glymi. „Við þurftum að fara aðeins út í flæðarmálið en þetta gekk vel.“ Þetta flotta fólk hefur mætt í Hvalfjörðinn undanfarin þrjátíu ár um páskana. Gott nesti er lykilatriði til að fá börnin með í verkefnið.Vísir/Kolbeinn Tumi Svo er kræklingurinn eldaður en þar leika nafnarnir hvítlaukur og hvítvín lykilhlutverk. „Þetta er skemmtileg hefð, páskahefð.“ Önnur fjölskylda sem varð á vegi blaðamanns hefur tínt krækling um páskana undanfarin þrjátíu ár. Sú almenna regla gildir varðandi kræklingatínslu í Hvalfirði að mælt er gegn henni í þeim mánuðum sem ekki innihalda bókstafinn R, þ.e. maí til ágúst. Frá september til apríl má tína kræklinga nema tilkynningar berist frá Matvælastofnun um annað.
Hvalfjarðarsveit Páskar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira