Landsliðið til Lúxemborgar en þrjár urðu eftir á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 11:45 Steinunn Björnsdóttir er ein þriggja sem eftir urðu á Íslandi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kvennalandslið Íslands í handbolta hélt í morgun af stað til Lúxemborgar þar sem liðið mætir heimakonum á miðvikudag, í næstsíðasta leiknum í undankeppni EM. Sextán leikmenn verða í hópnum á miðvikudag og Arnar Pétursson landsliðsþjálfari varð því að skilja þrjá leikmenn eftir úr æfingahópnum sem valinn var, fyrir leikina við Lúxemborg á miðvikudag og Færeyjar næsta sunnudag. Þær Steinunn Björnsdóttir úr Fram, Sara Sif Helgadóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu urðu eftir á Íslandi. Þær gætu þó mögulega komið inn í hópinn sem mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn. Ísland á góða möguleika á að komast á sitt annað stórmót í röð en það ræðst þó ekki endanlega fyrr en í leiknum við Færeyjar á sunnudag sem verður úrslitaleikur um 2. sæti riðils Íslands. Tapliðið í þeim leik gæti þó mögulega komist á EM sem eitt af fjórum bestu liðunum í 3. sæti, í undanriðlunum átta. Ísland er með fjögur stig eftir sigra gegn Lúxemborg og Færeyjum í október, og tvö töp gegn Svíum fyrir mánuði síðan. Svíar eru með átta stig, Færeyjar og Ísland fjögur stig, en Lúxemborg án stiga. Stelpurnar okkar flugu af stað til Brussel í morgun og þaðan er rútuferð til Lúxemborgar fyrir æfingu síðdegis í dag. Leikurinn við Lúxemborg hefst klukkan 16:45 á miðvikudagskvöld. Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Þess má geta að Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér í æfingahópinn að þessu sinni. EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00 Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sjá meira
Sextán leikmenn verða í hópnum á miðvikudag og Arnar Pétursson landsliðsþjálfari varð því að skilja þrjá leikmenn eftir úr æfingahópnum sem valinn var, fyrir leikina við Lúxemborg á miðvikudag og Færeyjar næsta sunnudag. Þær Steinunn Björnsdóttir úr Fram, Sara Sif Helgadóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu urðu eftir á Íslandi. Þær gætu þó mögulega komið inn í hópinn sem mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn. Ísland á góða möguleika á að komast á sitt annað stórmót í röð en það ræðst þó ekki endanlega fyrr en í leiknum við Færeyjar á sunnudag sem verður úrslitaleikur um 2. sæti riðils Íslands. Tapliðið í þeim leik gæti þó mögulega komist á EM sem eitt af fjórum bestu liðunum í 3. sæti, í undanriðlunum átta. Ísland er með fjögur stig eftir sigra gegn Lúxemborg og Færeyjum í október, og tvö töp gegn Svíum fyrir mánuði síðan. Svíar eru með átta stig, Færeyjar og Ísland fjögur stig, en Lúxemborg án stiga. Stelpurnar okkar flugu af stað til Brussel í morgun og þaðan er rútuferð til Lúxemborgar fyrir æfingu síðdegis í dag. Leikurinn við Lúxemborg hefst klukkan 16:45 á miðvikudagskvöld. Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Þess má geta að Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér í æfingahópinn að þessu sinni.
EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00 Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sjá meira
„Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00
Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða