Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2024 23:00 Kári Sigurðsson verkefnastjóri forvarna hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að fylgjast þurfi vel með hópamyndun unglinga. Vísir/Arnar Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. Fyrir um ári síðan fóru þeir sem starfa með og í kringum unglinga að verða varir við aukna hópamyndun við verslunarkjarna í borginni og víðar. „Þetta eru orðnir stærri hópar af krökkum að koma. Meira kannski hópar, ekki einhver einn hópur úr ákveðnu hverfi, heldur eru þau að koma stök eða fá úr mörgum hverfum og sveitarfélögum að hittast á einhverjum ákveðnum stað. Mörg bara forvitin en inni í þessum hóp er líka mikil áhættuhegðun. Þannig við höfum miklar áhyggjur af því hvað gerist í kringum þennan hóp þegar hann er eftirlitslaus.“ segir Kári Sigurðsson verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði. Hann segir að um fólk á allskonar aldri sé að ræða en aðalhópurinn séu börn frá 7. upp í 10. bekk grunnskóla. „Þeirra tengslanet er orðið miklu stærra heldur en það var bara í gegnum samfélagsmiðla. Þannig að þau sjá eitthvað á TikTok eða sjá eitthvað á Instagram sem er spennandi. Það er stór hópur að hittast í Skeifunni eða stór hópur að hittast í Kringlunni og þau langar bara til að vera hluti af því.“ Ofbeldismál og neysla Kári fer fyrir Flotanum sem er sameiginlegt vettvangsstarf frístundamiðstöðva í Reykjavík. Hann er jafnframt verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hann segir hópamyndun ekki alltaf neikvæða en að fylgjast þurfi vel með henni. „Þetta eru ekkert allt hópar af krökkum sem eru að koma í Kringluna og Skeifuna að gera eitthvað neikvætt en þarna þurfum við að standa svolítið þétt saman og fylgjast með að allt fari vel fram. Vegna þess að því miður dragast síðan að eldri einstaklingar sem að reyna að ná til þeirra með allskonar annarlegar ástæður fyrir því.“ Þá sé eitt af því sem fylgi hópamynduninni drykkja unglinga. „Við erum allt í einu farin að sjá landa aftur og landabrúsa og krakka komna með landa. Neikvæðu hliðarnar af þessu eru ofbeldismál og neysla og ekkert endilega bara áfengi heldur líka annað. Þannig að inni í þessum hópi eru krakkar í mjög viðkvæmri stöðu sem eru bara ekki á góðum stað,“ segir hann. Ýmis alvarleg mál hafi komið upp í kringum hópana sem hafa myndast. „Alvarlegustu atvikin eru bara mjög þung neyslumál þar sem krakkarnir eru bara meðvitundarlausir og við höfum átt í erfiðleikum með að finna út hvaðan þeir koma. Síðan gróf ofbeldismál þar sem þau eru kannski að útkljá mál sín á milli.“ Ýmsir hlutir sem þarf að skerpa á eftir Covid Þá hafa sum foreldrafélag grunnskólanna endurvakið foreldrarölt í hverfunum og segir Kári það mikilvægan þátt í að sporna gegn því ástandi sem myndast hefur. „Öryggistilfinningin í hverfinu verður svo mikil. Fullorðnir aðilar sem eru í einhverjum annarlegum tilgangi að koma inn í hverfin, þetta hefur fælingarmát gagnvart þeim að þeir sjái og viti að það er virkt foreldrarölt.“ Foreldrar þurfi að átta sig á að hópamyndunin eigi sér ekki bara stað á kvöldin heldur einnig fyrr á daginn. Þá sé mikilvægt að foreldrar séu vakandi. „Við þurfum líka bara sem foreldri, ég sjálfur foreldri, að átta mig á því þekki ég vinahóp stráksins míns. Þekki ég þau sem eru í kringum hann. Þekki ég foreldrana. Þetta eru kannski hlutir sem eru svolítið búnir að gleymast sem var held ég sterkari fyrir Covid.“ Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Áfengi og tóbak Lögreglumál Tengdar fréttir Missti stjórn á skapi sínu og dró upp hníf Maður á þrítugsaldri var handtekinn í versluninni Hagkaup í Skeifunni í gærkvöldi eftir að hafa ógnað fólki með hnífi. Maðurinn missti stjórn á skapi sínu. 23. mars 2024 10:08 Með tvo hnífa á lofti í Hagkaup Maður var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði inn í verslun í Reykjavík. 23. mars 2024 09:03 Sérsveitin kölluð til og maður handtekinn í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Að sögn vitna var mikill fjöldi ungra pilta á svæðinu en ekki liggur fyrir hvort þeir tengjast málinu. 23. mars 2024 01:07 Mikið unglingafyllerí á Menningarnótt Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri. 20. ágúst 2023 08:34 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Fyrir um ári síðan fóru þeir sem starfa með og í kringum unglinga að verða varir við aukna hópamyndun við verslunarkjarna í borginni og víðar. „Þetta eru orðnir stærri hópar af krökkum að koma. Meira kannski hópar, ekki einhver einn hópur úr ákveðnu hverfi, heldur eru þau að koma stök eða fá úr mörgum hverfum og sveitarfélögum að hittast á einhverjum ákveðnum stað. Mörg bara forvitin en inni í þessum hóp er líka mikil áhættuhegðun. Þannig við höfum miklar áhyggjur af því hvað gerist í kringum þennan hóp þegar hann er eftirlitslaus.“ segir Kári Sigurðsson verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði. Hann segir að um fólk á allskonar aldri sé að ræða en aðalhópurinn séu börn frá 7. upp í 10. bekk grunnskóla. „Þeirra tengslanet er orðið miklu stærra heldur en það var bara í gegnum samfélagsmiðla. Þannig að þau sjá eitthvað á TikTok eða sjá eitthvað á Instagram sem er spennandi. Það er stór hópur að hittast í Skeifunni eða stór hópur að hittast í Kringlunni og þau langar bara til að vera hluti af því.“ Ofbeldismál og neysla Kári fer fyrir Flotanum sem er sameiginlegt vettvangsstarf frístundamiðstöðva í Reykjavík. Hann er jafnframt verkefnastjóri forvarna hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hann segir hópamyndun ekki alltaf neikvæða en að fylgjast þurfi vel með henni. „Þetta eru ekkert allt hópar af krökkum sem eru að koma í Kringluna og Skeifuna að gera eitthvað neikvætt en þarna þurfum við að standa svolítið þétt saman og fylgjast með að allt fari vel fram. Vegna þess að því miður dragast síðan að eldri einstaklingar sem að reyna að ná til þeirra með allskonar annarlegar ástæður fyrir því.“ Þá sé eitt af því sem fylgi hópamynduninni drykkja unglinga. „Við erum allt í einu farin að sjá landa aftur og landabrúsa og krakka komna með landa. Neikvæðu hliðarnar af þessu eru ofbeldismál og neysla og ekkert endilega bara áfengi heldur líka annað. Þannig að inni í þessum hópi eru krakkar í mjög viðkvæmri stöðu sem eru bara ekki á góðum stað,“ segir hann. Ýmis alvarleg mál hafi komið upp í kringum hópana sem hafa myndast. „Alvarlegustu atvikin eru bara mjög þung neyslumál þar sem krakkarnir eru bara meðvitundarlausir og við höfum átt í erfiðleikum með að finna út hvaðan þeir koma. Síðan gróf ofbeldismál þar sem þau eru kannski að útkljá mál sín á milli.“ Ýmsir hlutir sem þarf að skerpa á eftir Covid Þá hafa sum foreldrafélag grunnskólanna endurvakið foreldrarölt í hverfunum og segir Kári það mikilvægan þátt í að sporna gegn því ástandi sem myndast hefur. „Öryggistilfinningin í hverfinu verður svo mikil. Fullorðnir aðilar sem eru í einhverjum annarlegum tilgangi að koma inn í hverfin, þetta hefur fælingarmát gagnvart þeim að þeir sjái og viti að það er virkt foreldrarölt.“ Foreldrar þurfi að átta sig á að hópamyndunin eigi sér ekki bara stað á kvöldin heldur einnig fyrr á daginn. Þá sé mikilvægt að foreldrar séu vakandi. „Við þurfum líka bara sem foreldri, ég sjálfur foreldri, að átta mig á því þekki ég vinahóp stráksins míns. Þekki ég þau sem eru í kringum hann. Þekki ég foreldrana. Þetta eru kannski hlutir sem eru svolítið búnir að gleymast sem var held ég sterkari fyrir Covid.“
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Áfengi og tóbak Lögreglumál Tengdar fréttir Missti stjórn á skapi sínu og dró upp hníf Maður á þrítugsaldri var handtekinn í versluninni Hagkaup í Skeifunni í gærkvöldi eftir að hafa ógnað fólki með hnífi. Maðurinn missti stjórn á skapi sínu. 23. mars 2024 10:08 Með tvo hnífa á lofti í Hagkaup Maður var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði inn í verslun í Reykjavík. 23. mars 2024 09:03 Sérsveitin kölluð til og maður handtekinn í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Að sögn vitna var mikill fjöldi ungra pilta á svæðinu en ekki liggur fyrir hvort þeir tengjast málinu. 23. mars 2024 01:07 Mikið unglingafyllerí á Menningarnótt Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri. 20. ágúst 2023 08:34 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Missti stjórn á skapi sínu og dró upp hníf Maður á þrítugsaldri var handtekinn í versluninni Hagkaup í Skeifunni í gærkvöldi eftir að hafa ógnað fólki með hnífi. Maðurinn missti stjórn á skapi sínu. 23. mars 2024 10:08
Með tvo hnífa á lofti í Hagkaup Maður var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði inn í verslun í Reykjavík. 23. mars 2024 09:03
Sérsveitin kölluð til og maður handtekinn í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Að sögn vitna var mikill fjöldi ungra pilta á svæðinu en ekki liggur fyrir hvort þeir tengjast málinu. 23. mars 2024 01:07
Mikið unglingafyllerí á Menningarnótt Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri. 20. ágúst 2023 08:34