Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 18:59 María segir málin fleiri en eitt, og þau varði fleiri en einn einstakling. Vísir/Egill Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræddi nýlega mál spænskra stúlkna sem urðu fyrir því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Þá sagði hún líklegt að slíkt mál myndi koma upp á Íslandi innan tíðar, en sú spá reyndist rétt. María var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast neðar í fréttinni. „Íslendingar eru náttúrlega svo tæknivæddir að það var auðvitað borðleggjandi að þetta myndi gerast hér,“ segir María. Hún segir mál af þessu tagi vera komnar á borð lögreglunnar og inn í fleiri kerfi. Hún segir þá sem lenda í slíkum málum vera brotaþola, og þar af leiðandi þurfi að taka á slíkum málum, bæði einstaklinganna vegna og til þess að koma skýrum skilaboðum um að svona verknaður sé ekki í lagi á framfæri. En ná lögin yfir þetta? „Já, við erum með þessar breytingar sem urðu á íslenskum lögum árið 2021. Þau gera ráð fyrir að brot gegn kynferðislegri friðhelgi geti verið refsivert, jafnvel þótt efnið sé falsað,“ segir María. Hún segir að fleiri en eitt mál þar sem fölsun á nektarmyndum kemur við sögu hafa komið á borð lögreglunnar. Og að málin varði fleiri en einn einstakling. „Gervigreind er svo aðgengileg og svo auðveld. Meira að segja ég, sem á stundum erfitt með að kveikja á sjónvarpinu heima hjá mér, gat gert þetta. Ég gat búið til svona,“ segir María. Hún segir að þar af leiðandi yrðu krakkar sem eru aldir upp í svo tæknivæddum heimi enga stund að láta gervigreind búa til falsaðar nektarmyndir. „Þetta er jafn auðvelt fyrir þau og er fyrir okkur að selja hjól á Facebook.“ Hvaða ferli fer af stað þegar svona mál kemur upp? „Þá skiptir máli hve aðilarnir eru gamlir. Þegar við erum með mál þar sem um ræðir börn, undir fimmtán ára sérstaklega, þá verður þetta barnaverndarmál.“ María segir bæði lögreglu og almenning nú geta gripið til ákveðinnar tækni sem hjálpar til við að fjarlægja falsaðar nektarmyndir af netinu. „Ef brotaþolar eru yfir átján ára er vefsíða sem heitir Stopncii.org, þar sem er hægt að koma í veg fyrir að myndefni dreifist frekar. Og ef þetta er efni sem varðar undir átján ára, er það Takeitdown.ncmec.org.“ Á vefsíðunum er stafrænt fingrafar tekið af mynd eða myndskeiði sem inniheldur stafrænt kynferðisofbeldi. Fjöldi miðla, til dæmis Meta, Snapchat, Onlyfans og Pornhub, eru í samstarfi við síðurnar. Miðlarnir koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir, sem tilkynntar hafa verið á ofangreindar síður, á nýjan leik. „En við [Ríkislögreglustjóri] höfum auðvitað ennþá frekari tækifæri til þess að láta taka niður myndefni. Það gengur hraðast þegar um er að ræða börn,“ segir María. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Gervigreind Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræddi nýlega mál spænskra stúlkna sem urðu fyrir því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Þá sagði hún líklegt að slíkt mál myndi koma upp á Íslandi innan tíðar, en sú spá reyndist rétt. María var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast neðar í fréttinni. „Íslendingar eru náttúrlega svo tæknivæddir að það var auðvitað borðleggjandi að þetta myndi gerast hér,“ segir María. Hún segir mál af þessu tagi vera komnar á borð lögreglunnar og inn í fleiri kerfi. Hún segir þá sem lenda í slíkum málum vera brotaþola, og þar af leiðandi þurfi að taka á slíkum málum, bæði einstaklinganna vegna og til þess að koma skýrum skilaboðum um að svona verknaður sé ekki í lagi á framfæri. En ná lögin yfir þetta? „Já, við erum með þessar breytingar sem urðu á íslenskum lögum árið 2021. Þau gera ráð fyrir að brot gegn kynferðislegri friðhelgi geti verið refsivert, jafnvel þótt efnið sé falsað,“ segir María. Hún segir að fleiri en eitt mál þar sem fölsun á nektarmyndum kemur við sögu hafa komið á borð lögreglunnar. Og að málin varði fleiri en einn einstakling. „Gervigreind er svo aðgengileg og svo auðveld. Meira að segja ég, sem á stundum erfitt með að kveikja á sjónvarpinu heima hjá mér, gat gert þetta. Ég gat búið til svona,“ segir María. Hún segir að þar af leiðandi yrðu krakkar sem eru aldir upp í svo tæknivæddum heimi enga stund að láta gervigreind búa til falsaðar nektarmyndir. „Þetta er jafn auðvelt fyrir þau og er fyrir okkur að selja hjól á Facebook.“ Hvaða ferli fer af stað þegar svona mál kemur upp? „Þá skiptir máli hve aðilarnir eru gamlir. Þegar við erum með mál þar sem um ræðir börn, undir fimmtán ára sérstaklega, þá verður þetta barnaverndarmál.“ María segir bæði lögreglu og almenning nú geta gripið til ákveðinnar tækni sem hjálpar til við að fjarlægja falsaðar nektarmyndir af netinu. „Ef brotaþolar eru yfir átján ára er vefsíða sem heitir Stopncii.org, þar sem er hægt að koma í veg fyrir að myndefni dreifist frekar. Og ef þetta er efni sem varðar undir átján ára, er það Takeitdown.ncmec.org.“ Á vefsíðunum er stafrænt fingrafar tekið af mynd eða myndskeiði sem inniheldur stafrænt kynferðisofbeldi. Fjöldi miðla, til dæmis Meta, Snapchat, Onlyfans og Pornhub, eru í samstarfi við síðurnar. Miðlarnir koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir, sem tilkynntar hafa verið á ofangreindar síður, á nýjan leik. „En við [Ríkislögreglustjóri] höfum auðvitað ennþá frekari tækifæri til þess að láta taka niður myndefni. Það gengur hraðast þegar um er að ræða börn,“ segir María. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Gervigreind Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira