Aukinnar umræðu þörf áður en dánaraðstoð verður að lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 06:25 Dánaraðstoð var til umræðu í Pallborðinu í síðustu viku. Vísir „Þetta er sá verknaður að hjálpa einstakling að binda enda á líf sitt á grundvelli upplýsts samþykkis; af ásetningi og að beiðni sjúklingsins, eða einstaklingsins.“ Þannig útskýrir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, hugtakið „dánaraðstoð“ en málið var til umfjöllunar í Pallborðinu í síðustu viku. Frumvarp um dánaraðstoð liggur fyrir þinginu en gestir Pallborðsins virtust sammála um að málið þarfnaðist töluvert meiri umfjöllunar áður en það yrði samþykkt. „Þetta er sem sagt ekki líknarmeðferð, ekki lífslokameðferð, ekki meðvitað athafnaleysi læknis. Ekki heldur þegar sjúklingur fær aukna verkjalyfjameðferð í þeim tilgangi, hugsanlega, að flýta dauðastundinni. Og dánaraðstoð er heldur ekki þegar læknir styttir líf sjúklings án vilja hans, eins og við höfum séð dæmi hér á landi, meðal annars á Suðurnesjum. Þannig að það skiptir mjög miklu máli; þegar við erum að tala um dánaraðstoð, hvað erum við að tala um?“ sagði Ingrid í Pallborðinu. Lífsvirðing hefur barist fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar frá stofnun árið 2017 og Ingrid segir heilmikla umræðu hafa farið fram. Hún hafi hins vegar ef til vill frekar átt sér stað í minni hópum og þörf sé á að taka hana á stærri vettvangi. Að sögn Ingridar liðu 30 ár á milli þess að fyrsta dómsmálið var höfðað vegna dánaraðstoðar og þar til hún var leidd í lög. „Nú er ég ekki að segja að þetta muni taka 30 ár hér á Íslandi en þetta er samt þannig mál að við þurfum að taka umræðuna, það er mjög mikilvægt, og ég bind vonir við að þetta frumvarp verði til þess.“ Rök bæði með og á móti Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, greindi frá því í Pallborðinu að félagið væri mótfallið frumvarpinu. Hún sagði ekki mikla umræðu innan félagsins um dánaraðstoð og þá hefði stjórn félagsins ekki fundið fyrir þrýstingi frá læknum vegna málsins. Mörg rök hafa verið nefnd sem eru sögð mæla gegn lögleiðingu dánaraðstoðar, meðal annars að um sé að ræða hálan ís, að það gæti dregið úr virðingu fólks fyrir mannslífinu, að þróunin gæti orðið sú að það þætti ásættanlegt að binda enda á líf útfrá til að mynda fjárhagslegum sjónarmiðum og svo framvegis. Þá hafa andstæðingar einnig sagt að þrýstingur gæti myndast á fólk frá nánustu eða jafnvel kerfinu að binda enda á líf sitt til að spara fyrirhöfn og/eða fjármuni. „Það er alls konar afstaða innan siðfræði til dánaraðstoðar,“ sagði Henry Alexander Henrysson siðfræðingur. Rök með séu meðal annars að þarna sé jú verið að lina þjáningar og þá hafi menn einnig horft til jafnræðis; það sé óþolandi að efnaðir geti ferðast þangað sem dánaraðstoð er lögleg en aðrir ekki. „Svona almennt held ég nú að það hafi flestir verið með varnagla gagnvart þessu í gegnum tíðina. En ég held að umræðan hafi almennt verið góð hér á Íslandi undanfarin ár. Það er rétt sem Ingrid segir að hún er búin að vera kannski ekki út um allt; hún er í ákveðnum lokuðum hópum og við erum ekki komin alveg þangað, eins og Steinunn segir.“ Henry segir frumvarpið sem nú liggur fyrir bera þess merki að stjórnmálamenn þurfi einnig að komast betur inn í málið en þrátt fyrir að vera mjög fylgjandi dánaraðstoð hefur stjórn Lífsvirðingar til að mynda gert fjölda athugasemdi við frumvarpið. „Þetta er siðferðilegt álitamál; það eru rök með, það eru rök á móti... Mér finnst þetta ekkert viðkvæmt mál, mér finnst umræðan bara frekar góð eins og hún er að þróast,“ segir Henry. „Ég sé ekki fyrir mér að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi á næstu árum, ég held að þetta frumvarp fari ekki í gegn. En ég get alveg ímyndað mér að eftir tíu ár verði kannski öðruvísi umræða og við gætum verið komin aðeins lengra.“ Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Þannig útskýrir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, hugtakið „dánaraðstoð“ en málið var til umfjöllunar í Pallborðinu í síðustu viku. Frumvarp um dánaraðstoð liggur fyrir þinginu en gestir Pallborðsins virtust sammála um að málið þarfnaðist töluvert meiri umfjöllunar áður en það yrði samþykkt. „Þetta er sem sagt ekki líknarmeðferð, ekki lífslokameðferð, ekki meðvitað athafnaleysi læknis. Ekki heldur þegar sjúklingur fær aukna verkjalyfjameðferð í þeim tilgangi, hugsanlega, að flýta dauðastundinni. Og dánaraðstoð er heldur ekki þegar læknir styttir líf sjúklings án vilja hans, eins og við höfum séð dæmi hér á landi, meðal annars á Suðurnesjum. Þannig að það skiptir mjög miklu máli; þegar við erum að tala um dánaraðstoð, hvað erum við að tala um?“ sagði Ingrid í Pallborðinu. Lífsvirðing hefur barist fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar frá stofnun árið 2017 og Ingrid segir heilmikla umræðu hafa farið fram. Hún hafi hins vegar ef til vill frekar átt sér stað í minni hópum og þörf sé á að taka hana á stærri vettvangi. Að sögn Ingridar liðu 30 ár á milli þess að fyrsta dómsmálið var höfðað vegna dánaraðstoðar og þar til hún var leidd í lög. „Nú er ég ekki að segja að þetta muni taka 30 ár hér á Íslandi en þetta er samt þannig mál að við þurfum að taka umræðuna, það er mjög mikilvægt, og ég bind vonir við að þetta frumvarp verði til þess.“ Rök bæði með og á móti Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, greindi frá því í Pallborðinu að félagið væri mótfallið frumvarpinu. Hún sagði ekki mikla umræðu innan félagsins um dánaraðstoð og þá hefði stjórn félagsins ekki fundið fyrir þrýstingi frá læknum vegna málsins. Mörg rök hafa verið nefnd sem eru sögð mæla gegn lögleiðingu dánaraðstoðar, meðal annars að um sé að ræða hálan ís, að það gæti dregið úr virðingu fólks fyrir mannslífinu, að þróunin gæti orðið sú að það þætti ásættanlegt að binda enda á líf útfrá til að mynda fjárhagslegum sjónarmiðum og svo framvegis. Þá hafa andstæðingar einnig sagt að þrýstingur gæti myndast á fólk frá nánustu eða jafnvel kerfinu að binda enda á líf sitt til að spara fyrirhöfn og/eða fjármuni. „Það er alls konar afstaða innan siðfræði til dánaraðstoðar,“ sagði Henry Alexander Henrysson siðfræðingur. Rök með séu meðal annars að þarna sé jú verið að lina þjáningar og þá hafi menn einnig horft til jafnræðis; það sé óþolandi að efnaðir geti ferðast þangað sem dánaraðstoð er lögleg en aðrir ekki. „Svona almennt held ég nú að það hafi flestir verið með varnagla gagnvart þessu í gegnum tíðina. En ég held að umræðan hafi almennt verið góð hér á Íslandi undanfarin ár. Það er rétt sem Ingrid segir að hún er búin að vera kannski ekki út um allt; hún er í ákveðnum lokuðum hópum og við erum ekki komin alveg þangað, eins og Steinunn segir.“ Henry segir frumvarpið sem nú liggur fyrir bera þess merki að stjórnmálamenn þurfi einnig að komast betur inn í málið en þrátt fyrir að vera mjög fylgjandi dánaraðstoð hefur stjórn Lífsvirðingar til að mynda gert fjölda athugasemdi við frumvarpið. „Þetta er siðferðilegt álitamál; það eru rök með, það eru rök á móti... Mér finnst þetta ekkert viðkvæmt mál, mér finnst umræðan bara frekar góð eins og hún er að þróast,“ segir Henry. „Ég sé ekki fyrir mér að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi á næstu árum, ég held að þetta frumvarp fari ekki í gegn. En ég get alveg ímyndað mér að eftir tíu ár verði kannski öðruvísi umræða og við gætum verið komin aðeins lengra.“
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira