Þröng á þingi í Bayern: „Auðvitað hugsar maður um þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 17:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á hóteli landsliðsins fyrir leik við Pólland. vísir/Sigurjón Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður væntanlega í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu í komandi leikjum við Pólland á föstudag og Þýskaland næsta þriðjudag, í undankeppni EM í fótbolta. Karólína hefur átt mjög gott tímabil með Leverkusen í Þýskalandi í vetur, sem lánsmaður frá ríkjandi meisturum Bayern. Hún segist enn eiga eftir að gera upp við sig hvað hún geri eftir tímabilið í vor. „Mér líður rosalega vel, fæ að spila nánast allar mínútur og þess vegna er maður í fótbolta. Ég er í mjög stóru hlutverki, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Karólína sem er sókndjarfur miðjumaður og frábær spyrnumaður: „Við spilum mikinn sóknarbolta. Ég er í rauninni „hægri tía“, og fíla mig mjög vel þar. Ég fæ að spila mjög mikinn sóknarleik og það er mikið leitað til mín, sem er skemmtilegt og ég fæ að njóta mín. Ég var búin að vera í Bayern í nokkur ár og ekki búin að spila mikið, svo maður var gríðarlega hungraður í að fá loksins að spila,“ segir Karólína. Klippa: Karólína íhugar sína kosti En hvað með næsta tímabil? Hvar spilar Karólína þá? „Maður vill ekki láta þetta taka fókusinn en auðvitað hugsar maður um þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt, er með einhverjar pælingar en eins og staðan er núna er ég leikmaður Leverkusen og ætla að klára tímabilið þar.“ Samkeppnin mikil hjá Bayern En vill hún þá ekki snúa aftur til Bayern og spila þar? „Jú, en það er bara mjög „crowded“ þarna í minni stöðu,“ segir Karólína og á við að Bayern hafi á að skipa mjög góðum leikmönnum sem keppt gætu við hana um stöðu. „Við sjáum bara hvað mér býðst og tökum góða ákvörðun.“ Lykilatriði að loka á Ewu Pajor Ísland mætir Póllandi síðdegis á föstudaginn, í fyrsta leik í undankeppni EM, og svo Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. Fyrir fram er Pólland álitið lakasta liðið í riðlinum en ljóst er að engir leikir eru auðveldir í núgildandi fyrirkomulagi, þar sem Ísland leikur í A-deild. „Þetta verður hörkuleikur. Pólland er mjög gott lið, spilar 4-3-3 og er með marga sterka leikmenn. Marga úr bundesligunni. Með frábæran framherja sem þær spila mikið upp á, og það er lykilatriði að loka á hana. Hún getur skapað eitthvað úr engu,“ segir Karólína og á við markahrókinn Ewu Pajor sem leikur með Wolfsburg. „Hún er með ruglaða tölfræði í bundesligunni og það er klárlega okkar markmið að loka á hana.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Karólína hefur átt mjög gott tímabil með Leverkusen í Þýskalandi í vetur, sem lánsmaður frá ríkjandi meisturum Bayern. Hún segist enn eiga eftir að gera upp við sig hvað hún geri eftir tímabilið í vor. „Mér líður rosalega vel, fæ að spila nánast allar mínútur og þess vegna er maður í fótbolta. Ég er í mjög stóru hlutverki, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Karólína sem er sókndjarfur miðjumaður og frábær spyrnumaður: „Við spilum mikinn sóknarbolta. Ég er í rauninni „hægri tía“, og fíla mig mjög vel þar. Ég fæ að spila mjög mikinn sóknarleik og það er mikið leitað til mín, sem er skemmtilegt og ég fæ að njóta mín. Ég var búin að vera í Bayern í nokkur ár og ekki búin að spila mikið, svo maður var gríðarlega hungraður í að fá loksins að spila,“ segir Karólína. Klippa: Karólína íhugar sína kosti En hvað með næsta tímabil? Hvar spilar Karólína þá? „Maður vill ekki láta þetta taka fókusinn en auðvitað hugsar maður um þetta. Ég er ekki búin að ákveða neitt, er með einhverjar pælingar en eins og staðan er núna er ég leikmaður Leverkusen og ætla að klára tímabilið þar.“ Samkeppnin mikil hjá Bayern En vill hún þá ekki snúa aftur til Bayern og spila þar? „Jú, en það er bara mjög „crowded“ þarna í minni stöðu,“ segir Karólína og á við að Bayern hafi á að skipa mjög góðum leikmönnum sem keppt gætu við hana um stöðu. „Við sjáum bara hvað mér býðst og tökum góða ákvörðun.“ Lykilatriði að loka á Ewu Pajor Ísland mætir Póllandi síðdegis á föstudaginn, í fyrsta leik í undankeppni EM, og svo Þýskalandi ytra á þriðjudaginn. Fyrir fram er Pólland álitið lakasta liðið í riðlinum en ljóst er að engir leikir eru auðveldir í núgildandi fyrirkomulagi, þar sem Ísland leikur í A-deild. „Þetta verður hörkuleikur. Pólland er mjög gott lið, spilar 4-3-3 og er með marga sterka leikmenn. Marga úr bundesligunni. Með frábæran framherja sem þær spila mikið upp á, og það er lykilatriði að loka á hana. Hún getur skapað eitthvað úr engu,“ segir Karólína og á við markahrókinn Ewu Pajor sem leikur með Wolfsburg. „Hún er með ruglaða tölfræði í bundesligunni og það er klárlega okkar markmið að loka á hana.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. 3. apríl 2024 15:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti