Íslenskur morðingi neitar að hafa brotið á barni Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 08:01 Daníel Gunnarsson hlaut þungan fangelsisdóm á síðasta ári fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum. Skrifstofa saksóknaraembættisins í Kern sýslu. Íslendingurinn Daníel Gunnarsson, sem var á síðasta ári sakfelldur fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum, neitar sök í öðru máli þar sem hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs. Dómari í málinu ákvað í fyrirtöku málsins í fyrradag að tilefni væri til að ákæra Daníel formlega, þar sem honum þótti sönnunargögn málsins næg. Það þýðir að réttað verði yfir honum og að kviðdómur muni segja til um sekt eða sýknu hans. Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis, líkt og þau brot sem hann er nú grunaður um. Sex hundruð barnaníðsmyndir Samkvæmt vef lögreglunnar í Kern-sýslu í Kaliforníu eru ákæruliðirnir í nýja málinu fjórir talsins. Í fyrsta lagi er hann er grunaður um lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri, en í kærunni er talað um að slíkt hafi átt sér stað fjórum sinnum. Þá er honum gefið að sök að hafa þvingað barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis. Einnig er hann kærður fyrir vörslu barnaníðsefnis. Ekkert er gefið upp um sakarefni fjórða ákæruliðarins nema að það brot hafi átt sér stað einu sinni. Í fyrirtöku málsins í fyrradag breytti saksóknari orðalagi ákærunnar sem varðar vörslu barnaníðsefnis. Samkvæmt nýju ákærunni er Daníel gefið að sök að hafa haft sex hundruð ljósmyndir sem sýna barn í kynferðislegum athöfnum. Saksóknari hefur gefið út að meint brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og þau átt sér stað á nokkurra ára tímabili með hléum, frá árinu 2016 til ársins 2021, þegar hann fór í fangelsi vegna áðurnefnds morðmáls. Staðarmiðillinn KGET greinir frá því að brotaþoli málsins hafi gefið skýrslu og vilji meina að Daníel hafi neytt hana til kynferðisathafna í þónokkur skipti á umræddu tímabili. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísnál. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið. Mál Daníels Gunnarssonar Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50 Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25 Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs. Dómari í málinu ákvað í fyrirtöku málsins í fyrradag að tilefni væri til að ákæra Daníel formlega, þar sem honum þótti sönnunargögn málsins næg. Það þýðir að réttað verði yfir honum og að kviðdómur muni segja til um sekt eða sýknu hans. Daníel Gunnarsson er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis, líkt og þau brot sem hann er nú grunaður um. Sex hundruð barnaníðsmyndir Samkvæmt vef lögreglunnar í Kern-sýslu í Kaliforníu eru ákæruliðirnir í nýja málinu fjórir talsins. Í fyrsta lagi er hann er grunaður um lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri, en í kærunni er talað um að slíkt hafi átt sér stað fjórum sinnum. Þá er honum gefið að sök að hafa þvingað barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis. Einnig er hann kærður fyrir vörslu barnaníðsefnis. Ekkert er gefið upp um sakarefni fjórða ákæruliðarins nema að það brot hafi átt sér stað einu sinni. Í fyrirtöku málsins í fyrradag breytti saksóknari orðalagi ákærunnar sem varðar vörslu barnaníðsefnis. Samkvæmt nýju ákærunni er Daníel gefið að sök að hafa haft sex hundruð ljósmyndir sem sýna barn í kynferðislegum athöfnum. Saksóknari hefur gefið út að meint brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og þau átt sér stað á nokkurra ára tímabili með hléum, frá árinu 2016 til ársins 2021, þegar hann fór í fangelsi vegna áðurnefnds morðmáls. Staðarmiðillinn KGET greinir frá því að brotaþoli málsins hafi gefið skýrslu og vilji meina að Daníel hafi neytt hana til kynferðisathafna í þónokkur skipti á umræddu tímabili. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísnál. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið.
Mál Daníels Gunnarssonar Íslendingar erlendis Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50 Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25 Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27. október 2023 06:50
Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. 21. júlí 2021 10:25
Daníel neitar að hafa myrt bekkjarsystur sína Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar. 19. júlí 2022 12:12