Hótar að senda 20 þúsund fíla til Þýskalands Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2024 07:41 Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir forseti landsins þennan mikla fjölda valda miklum vandræðum. EPA Forseti Botsvana hefur hótað því að senda 20 þúsund fíla til Þýskalands. Þetta er svar hans við áætlunum þýskra stjórnvalda um að herða reglur varðandi innflutning á veiddum dýrum. Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, segir í samtali við Bild að Þjóðverjar ættu að prófa að lifa með dýrunum líkt og þeir segi sjálfir íbúa Botsvana eiga að gera. „Þetta er ekkert grín.“ Masisi gagnrýnir harðlega breytingar sem þýska umhverfisráðuneytið gerði fyrr á árinu sem opnar á strangari reglur um innflutning á uppstoppuðum dýrum sem menn hafa veitt. Bendir forsetinn á að fílastofninn í Botsvana hafi margfaldast á síðustu árum og að veiðar séu mikilvægt tól til að halda stofninum í skefjum. Forsetinn segir að þýskt innflutningsbann myndi stuðla að aukinni fátækt Botsvanamanna, en vestrænir veiðimenn greiða margir háar fjárhæðir til að öðlast veiðileyfi í landinu og taka svo með sér uppstoppuð dýrin eða skinn með sér heim og nýta sem stofustáss. Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir Masisi að fílarnir eyðileggi eignir, éti froska í stórum stíl og eigi það til að verða mönnum að bana. Stjórnvöld í Botsvana hafa nú þegar boðið Angólamönnum að fá átta þúsund fíla og Mósambík fimm hundruð. „Við myndum vilja bjóða Þjóðverjum slíka gjöf,“ segir Masisi og bætir við að hann myndi ekki samþykkja afþökkun af hálfu Þjóðverja. Verðlaunaveiðar voru bannaðar í Botsvana árið 2014 en banninu aflétt fimm árum síðar eftir mótmæli íbúa. Er nú gefnir út sérstakir veiðikvótar til að stýra veiðunum sem best. Botsvana Þýskaland Dýr Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, segir í samtali við Bild að Þjóðverjar ættu að prófa að lifa með dýrunum líkt og þeir segi sjálfir íbúa Botsvana eiga að gera. „Þetta er ekkert grín.“ Masisi gagnrýnir harðlega breytingar sem þýska umhverfisráðuneytið gerði fyrr á árinu sem opnar á strangari reglur um innflutning á uppstoppuðum dýrum sem menn hafa veitt. Bendir forsetinn á að fílastofninn í Botsvana hafi margfaldast á síðustu árum og að veiðar séu mikilvægt tól til að halda stofninum í skefjum. Forsetinn segir að þýskt innflutningsbann myndi stuðla að aukinni fátækt Botsvanamanna, en vestrænir veiðimenn greiða margir háar fjárhæðir til að öðlast veiðileyfi í landinu og taka svo með sér uppstoppuð dýrin eða skinn með sér heim og nýta sem stofustáss. Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir Masisi að fílarnir eyðileggi eignir, éti froska í stórum stíl og eigi það til að verða mönnum að bana. Stjórnvöld í Botsvana hafa nú þegar boðið Angólamönnum að fá átta þúsund fíla og Mósambík fimm hundruð. „Við myndum vilja bjóða Þjóðverjum slíka gjöf,“ segir Masisi og bætir við að hann myndi ekki samþykkja afþökkun af hálfu Þjóðverja. Verðlaunaveiðar voru bannaðar í Botsvana árið 2014 en banninu aflétt fimm árum síðar eftir mótmæli íbúa. Er nú gefnir út sérstakir veiðikvótar til að stýra veiðunum sem best.
Botsvana Þýskaland Dýr Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira