Heimsborgarinn með landsbyggðarhjartað í biskupsstól Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar 4. apríl 2024 14:00 Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins? Svarið er eitt og einróma, samstillt og samhljóma; við þurfum kirkju sem slær í takt við hjörtu landsmanna og einkennist af friði og fagmennsku. Kirkjan stendur frammi fyrir því einstaka tækifæri að fá í biskupsstól konu sem hefur búið erlendis við nám í fjölda ára, sem hefur þjónað í Grundarfirði, Borgarfirði og í dómkirkjunni. Hún þekkir þarfir borgarinnar og landsbyggðarinnar auk þess sem hún hefur í farteskinu djúpa visku og menntun sem mun nýtast henni afar vel í embætti. Hún nam heimspeki, guðfræði og sálgæslu og hefur þjónað þannig að um hana munar og eftir henni er munað. Auðnist þjóðkirkjunni að fá Elínborgu sem leiðtoga getum við vænst þess að hún sætti fylkingar innan kirkjunnar, hlúi vel að söfnuðum landsins og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar. Hún mun skerpa á vandaðri stjórnsýslu innan kirkjunnar og styrkja stöðu safnaðanna. Jafnframt mun hún óhrædd koma erindi kirkjunnar á framfæri við almenning og bæta ímynd kirkjunnar auk þess sem hún hefur sýnt að hún tengir listilega milli málefna líðandi stundar og grunngilda kristninnar. Eitt er víst: landsmenn geta treyst því að fá glæstan fulltrúa kirkjunnar sem hefur víðsýni til að tala af næmi og visku til þjóðarinnar á gleði og ögurstundum. Allt þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa fylgt Elínborgu Sturludóttur eftir Jakobsvegi svo þúsundum kílómetrum skiptir. Hún hefur leitt hópa með mér eftir stígnum ár eftir ár þar sem við göngum yfir 25 kílómetra á dag, dag eftir dag í hita og sól. Þar er hún sú sem hlustar, lagar sig að hraða pílagríma, sinnir kærleiksþjónustu og boðar fagnaðarerindið á sinn hljóðláta og hógværa máta þannig að oftar en einu sinni, oftar en tvisvar hafa göngufélagar okkar haft á orði að það sem kom þeim mest á óvart á Jakobsvegi var að finna aftur sína einlægu trú, fjársjóð og haldreipi. Mig langar að hvetja alla þá sem njóta kjörgengis í biskupskjörinu að nýta kosningarétt sinn og láta muna um sig. Það skiptir máli að taka afstöðu og hafa mótandi áhrif á þjóðkirkjuna okkar til framtíðar. Valið um sameinaða kirkju stendur til boða, núna. Höfundur er pílagrímur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Framundan er biskupskjör, framundan er tækifæri til breytinga. Sóknarnefndir landsins, kirkjunnar þjónar og aðrir sem hafa kjörgengi velta því nú fyrir sér hver hinna þriggja frambjóðenda geri kirkjunni mest gagn á þeim stað sem hún er nú. Hverjar eru þarfir kirkjunnar? Hverjar eru þarfir safnaða landsins? Svarið er eitt og einróma, samstillt og samhljóma; við þurfum kirkju sem slær í takt við hjörtu landsmanna og einkennist af friði og fagmennsku. Kirkjan stendur frammi fyrir því einstaka tækifæri að fá í biskupsstól konu sem hefur búið erlendis við nám í fjölda ára, sem hefur þjónað í Grundarfirði, Borgarfirði og í dómkirkjunni. Hún þekkir þarfir borgarinnar og landsbyggðarinnar auk þess sem hún hefur í farteskinu djúpa visku og menntun sem mun nýtast henni afar vel í embætti. Hún nam heimspeki, guðfræði og sálgæslu og hefur þjónað þannig að um hana munar og eftir henni er munað. Auðnist þjóðkirkjunni að fá Elínborgu sem leiðtoga getum við vænst þess að hún sætti fylkingar innan kirkjunnar, hlúi vel að söfnuðum landsins og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar. Hún mun skerpa á vandaðri stjórnsýslu innan kirkjunnar og styrkja stöðu safnaðanna. Jafnframt mun hún óhrædd koma erindi kirkjunnar á framfæri við almenning og bæta ímynd kirkjunnar auk þess sem hún hefur sýnt að hún tengir listilega milli málefna líðandi stundar og grunngilda kristninnar. Eitt er víst: landsmenn geta treyst því að fá glæstan fulltrúa kirkjunnar sem hefur víðsýni til að tala af næmi og visku til þjóðarinnar á gleði og ögurstundum. Allt þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa fylgt Elínborgu Sturludóttur eftir Jakobsvegi svo þúsundum kílómetrum skiptir. Hún hefur leitt hópa með mér eftir stígnum ár eftir ár þar sem við göngum yfir 25 kílómetra á dag, dag eftir dag í hita og sól. Þar er hún sú sem hlustar, lagar sig að hraða pílagríma, sinnir kærleiksþjónustu og boðar fagnaðarerindið á sinn hljóðláta og hógværa máta þannig að oftar en einu sinni, oftar en tvisvar hafa göngufélagar okkar haft á orði að það sem kom þeim mest á óvart á Jakobsvegi var að finna aftur sína einlægu trú, fjársjóð og haldreipi. Mig langar að hvetja alla þá sem njóta kjörgengis í biskupskjörinu að nýta kosningarétt sinn og láta muna um sig. Það skiptir máli að taka afstöðu og hafa mótandi áhrif á þjóðkirkjuna okkar til framtíðar. Valið um sameinaða kirkju stendur til boða, núna. Höfundur er pílagrímur.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun