Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 15:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München. vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. Glódís sýndi leiðtogaeiginleika sína á sunnudaginn, á páskadag, þegar hún var beðin um að taka mögulegt úrslitavíti fyrir Bayern í leik við Frankfurt, eftir 1-1 jafntefli liðanna í undanúrslitum þýska bikarsins. Mikið var í húfi fyrir Bayern sem þrátt fyrir að vera Þýskalandsmeistari hefur lengi beðið eftir því að spila til úrslita í þýska bikarnum. Glódís var hins vegar ekki í vafa um að samþykkja það að taka fimmtu spyrnu Bayern, sem hún þurfti þó á endanum ekki að taka því Bayern hafði þegar tryggt sér sigur áður en að henni kom. „Það eru sex ár síðan að Bayern fór síðast í bikarúrslit svo þetta var risastórt fyrir klúbbinn og eitt af markmiðum okkar í ár. Ég átti að taka fimmta vítið, þannig að ég var gríðarlega ánægð að við kláruðum þetta fyrir það,“ sagði Glódís hlæjandi á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Pólland á Kópavogsvelli á morgun. Glódís segir að leikmenn hafi verið vel undir það búnir að þurfa mögulega að fara í vítaspyrnukeppni gegn Frankfurt, og vítin voru æfð undir upptöku af látum í stuðningsmönnum. „Við vorum ótrúlega vel undirbúnar fyrir þetta. Það tóku allar víti fyrir leik og við vorum með hátalara úti á velli með látum. Þeir [þjálfararnir] voru því búnir að sjá okkur allar taka víti og þegar kom að þessu þá gengu þeir um og spurðu. Þeir spurðu hvort ég vildi taka fimmta vítið og ég sagði bara: „já, já, ekkert mál“,“ segir Glódís sem mætir kunnuglegum andstæðingi, Wolfsburg, í bikarúrslitaleiknum. Klippa: Glódís samþykkti að taka lokavíti Bayern Uppselt og hörkustríð gegn Sveindísi í uppsiglingu „Þetta verður gríðarlega skemmtilegur úrslitaleikur. Uppselt, 50.000 manns að fara að mæta, og þetta verður hörkustríð á milli okkar og Wolfsburg, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Glódís og samherjar hennar eru í dauðafæri á að vinna tvöfalt í Þýskalandi í ár, eftir 4-0 stórsigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðasta deildarleik. Bayern er sjö stigum fyrir ofan Wolfsburg þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku deildinni. „Við erum búnar að vera að spila mikið af mjög mikilvægum leikjum undanfarið og náðum í gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Wolfsburg sem kom okkur í góða stöðu í deildinni. Það er samt nóg eftir ennþá og við erum ekkert búnar að missa haus eða komnar fram úr okkur. Við þurfum að passa okkur.“ Leikur Íslands og Póllands er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Sjá meira
Glódís sýndi leiðtogaeiginleika sína á sunnudaginn, á páskadag, þegar hún var beðin um að taka mögulegt úrslitavíti fyrir Bayern í leik við Frankfurt, eftir 1-1 jafntefli liðanna í undanúrslitum þýska bikarsins. Mikið var í húfi fyrir Bayern sem þrátt fyrir að vera Þýskalandsmeistari hefur lengi beðið eftir því að spila til úrslita í þýska bikarnum. Glódís var hins vegar ekki í vafa um að samþykkja það að taka fimmtu spyrnu Bayern, sem hún þurfti þó á endanum ekki að taka því Bayern hafði þegar tryggt sér sigur áður en að henni kom. „Það eru sex ár síðan að Bayern fór síðast í bikarúrslit svo þetta var risastórt fyrir klúbbinn og eitt af markmiðum okkar í ár. Ég átti að taka fimmta vítið, þannig að ég var gríðarlega ánægð að við kláruðum þetta fyrir það,“ sagði Glódís hlæjandi á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Pólland á Kópavogsvelli á morgun. Glódís segir að leikmenn hafi verið vel undir það búnir að þurfa mögulega að fara í vítaspyrnukeppni gegn Frankfurt, og vítin voru æfð undir upptöku af látum í stuðningsmönnum. „Við vorum ótrúlega vel undirbúnar fyrir þetta. Það tóku allar víti fyrir leik og við vorum með hátalara úti á velli með látum. Þeir [þjálfararnir] voru því búnir að sjá okkur allar taka víti og þegar kom að þessu þá gengu þeir um og spurðu. Þeir spurðu hvort ég vildi taka fimmta vítið og ég sagði bara: „já, já, ekkert mál“,“ segir Glódís sem mætir kunnuglegum andstæðingi, Wolfsburg, í bikarúrslitaleiknum. Klippa: Glódís samþykkti að taka lokavíti Bayern Uppselt og hörkustríð gegn Sveindísi í uppsiglingu „Þetta verður gríðarlega skemmtilegur úrslitaleikur. Uppselt, 50.000 manns að fara að mæta, og þetta verður hörkustríð á milli okkar og Wolfsburg, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Glódís og samherjar hennar eru í dauðafæri á að vinna tvöfalt í Þýskalandi í ár, eftir 4-0 stórsigur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðasta deildarleik. Bayern er sjö stigum fyrir ofan Wolfsburg þegar fimm umferðir eru eftir af þýsku deildinni. „Við erum búnar að vera að spila mikið af mjög mikilvægum leikjum undanfarið og náðum í gríðarlega mikilvægan sigur á útivelli gegn Wolfsburg sem kom okkur í góða stöðu í deildinni. Það er samt nóg eftir ennþá og við erum ekkert búnar að missa haus eða komnar fram úr okkur. Við þurfum að passa okkur.“ Leikur Íslands og Póllands er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 16:45. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Sjá meira
Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00