Einn besti framherji heims í Kópavogi í dag: „Þeirra langbesti leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 10:30 Ewa Pajor er algjör markamaskína eins og hún hefur sýnt í búningi Póllands og Wolfsburg. EPA-EFE/Marcin Gadomski Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar nýja undankeppni fyrir EM á Kópavogsvelli í dag, með leik við Pólland. Í pólska liðinu er markadrottningin Ewa Pajor langþekktasta nafnið. Pajor hefur raðað inn mörkum fyrir Wolfsburg og pólska landsliðið undanfarin ár og varð til að mynda markahæst í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Hún hefur undanfarið verið orðuð við metsölu til Manchester United. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þekkir Pajor vel og hrósaði henni í hástert á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir hins vegar ekki ástæðu til að einblína á Pajor. „Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag,“ segir Glódís og bætir við: „Hún er fljót, hún er klár, hún er gríðarlega vinnusöm og gerir mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa auga á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þorsteinn skaut á blaðamenn þegar nafn Pajor bar á góma á blaðamannafundinum í gær. „ÞIÐ eruð reyndar að tala mikið um Ewu Pajor,“ sagði Þorsteinn þegar nefnt var að Pajor hefði verið mikið í umræðunni í aðdraganda leiksins. „Ég held að ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Við erum ekkert að horfa á eitthvað „ding, ding, hún er þetta“. Við erum að horfa í það frekar að hún geti náð því, og þá þurfum við að horfa á hina leikmennina og hvað þær eru að gera. Við vitum að ef við stoppum ekki hina leikmennina, í að spila í rétt „moment“ fyrir hana, þá erum við í vandræðum.“ Ewa Pajor skoraði gegn Íslandi í 3-1 sigri Íslands, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í aðdraganda EM sumarið 2022. Hér er Guðrún Arnardóttir til varnar gegn henni.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pajor skoraði eina mark Póllands og kom liðinu yfir, í 3-1 tapi gegn Íslandi í vináttulandsleik sumarið 2022. Leikurinn við Pólland í dag, sem hefst klukkan 16:45, er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem spiluð verður á næstu þremur mánuðum. Ísland er í riðli með Póllandi, Þýskalandi og Austurríki, og komast tvö þessara liða beint á EM en hin tvö fara í umspil, því Ísland spilar í A-deild keppninnar sem er sú sterkasta. „Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin tryggja sæti beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni, og við teljum okkur eiga möguleika á því. En hver leikur er jafnmikilvægur og annar, og við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30 Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Pajor hefur raðað inn mörkum fyrir Wolfsburg og pólska landsliðið undanfarin ár og varð til að mynda markahæst í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Hún hefur undanfarið verið orðuð við metsölu til Manchester United. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir þekkir Pajor vel og hrósaði henni í hástert á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir hins vegar ekki ástæðu til að einblína á Pajor. „Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag,“ segir Glódís og bætir við: „Hún er fljót, hún er klár, hún er gríðarlega vinnusöm og gerir mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa auga á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum þannig að þetta verður skemmtilegt verkefni.“ Þorsteinn skaut á blaðamenn þegar nafn Pajor bar á góma á blaðamannafundinum í gær. „ÞIÐ eruð reyndar að tala mikið um Ewu Pajor,“ sagði Þorsteinn þegar nefnt var að Pajor hefði verið mikið í umræðunni í aðdraganda leiksins. „Ég held að ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni,“ sagði Þorsteinn og bætti við: „Við erum ekkert að horfa á eitthvað „ding, ding, hún er þetta“. Við erum að horfa í það frekar að hún geti náð því, og þá þurfum við að horfa á hina leikmennina og hvað þær eru að gera. Við vitum að ef við stoppum ekki hina leikmennina, í að spila í rétt „moment“ fyrir hana, þá erum við í vandræðum.“ Ewa Pajor skoraði gegn Íslandi í 3-1 sigri Íslands, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í aðdraganda EM sumarið 2022. Hér er Guðrún Arnardóttir til varnar gegn henni.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Pajor skoraði eina mark Póllands og kom liðinu yfir, í 3-1 tapi gegn Íslandi í vináttulandsleik sumarið 2022. Leikurinn við Pólland í dag, sem hefst klukkan 16:45, er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM sem spiluð verður á næstu þremur mánuðum. Ísland er í riðli með Póllandi, Þýskalandi og Austurríki, og komast tvö þessara liða beint á EM en hin tvö fara í umspil, því Ísland spilar í A-deild keppninnar sem er sú sterkasta. „Þetta eru sex leikir og efstu tvö liðin tryggja sæti beint á EM. Það er markmiðið sem við setjum okkur fyrir þessa riðlakeppni, og við teljum okkur eiga möguleika á því. En hver leikur er jafnmikilvægur og annar, og við þurfum að gefa allt í þetta og sjá hverju það skilar fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30 Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Æfðu víti með hátalara á vellinum og Glódís beðin um að taka það síðasta Glódís Perla Viggósdóttir er sannur leiðtogi og fyrirliði bæði Bayern München og íslenska landsliðsins, sem á morgun mætir Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM í fótbolta. 4. apríl 2024 15:30
Sædís óvænt með á morgun: „Kom í ljós að það er ekkert að henni“ Sædís Rún Heiðarsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leikinn við Pólland á morgun, viku eftir tilkynningu KSÍ um að hún væri úr leik vegna meiðsla. 4. apríl 2024 14:00