Gripageymsla ríkis og Reykjavíkur Friðjón R. Friðjónsson skrifar 5. apríl 2024 08:01 Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í fyrradag breytingu á deiliskipulagi fyrir Laufásveg 19, 21 og 23, sem við þekkjum betur sem gamla bandaríska sendiráðið. Þar er verið að skipuleggja húsnæði sem hæfir ekki fólki og allra síst fólki í viðkvæmri stöðu. Húsunum er skipt í þrjá hluta, hús sem áður voru íbúð sendiherra, sendiráðsskrifstofunnar og bílskúrar. Samtals 38 herbergi sem eiga að hýsa 80 manns. Samanlagðir fermetrar svefnherbergja samkvæmt þeim teikningum sem sýndar hafa verið eru 615,6. Það eru tæplega 7,7 fermetrar á hverja manneskju. Það er lítið eitt meira en við ætlum göltum í reglugerð um velferð svína, en þeir fá 6 fermetra í gólfrými. Þá kemur fram í umsögnum verkfræðistofunnar Örugg og Framkvæmdasýslu ríkisins að hægt væri að hýsa 97 manns í þessum húsum. Það er gert meðal annars með því að láta þrjár manneskjur búa í þremur herbergjum sem eru hvert um 12-13 fermetrar. Áður áttu „bara“ tveir að vera í hverju herbergi. Þetta er gert með þessum hætti því ekki mega vera fleiri en 10 vera í hverju brunahólfi, þess vegna eru minnstu herbergin í bílskúrnum ætluð fyrir fleira fólk. Eins og sjá má af mynd hér að neðan. Einnig er stungið upp á því að helminga 54 fermetra samverurými og koma fyrir 10 manns í öðrum helmingnum. Það eru þá rétt um 2,7 fermetrar á mann. Gyltur og unggyltur fá þó 3 fermetra á hvern einstakling í sínum stíum samkvæmt reglugerð. Í heild má áætla að ef fjölgun íbúa upp í 97 verði samþykkt með þeim lausnum sem stungið er upp á verði um 6.6 fermetrar á hvern einstakling í sérrými. Það er ekki boðlegt sem úrræði til að búa við. Það má vera að í bakpokagistingu í nokkra daga sætti einhverjir ungir ferðalangar sig við þannig þrengsli, en við ætlum fólki að búa þarna. Fólk sem þarf að elda sér mat, þvo fötin sín, þerra þau og almennt lifa daglegu lífi. Ekki fer það í vinnu eða skóla þannig að ætla má að manneskjurnar sem á að hola þarna niður muni verja bæði vöku- og svefnstundum þrjú í tæplega 12 fermetra herbergi. Ofan á þrengslin í svefnaðstöðu er salernis-, bað-, og eldunaraðstaða engan vegin ásættanleg. Eins og sést á myndinni sem fylgir eiga 17 manneskjur að vera um 1 salerni og eina sturtu. Skipting alls hússins er svo eftirfarandi: Hús 1, skrifstofubygging sendiráðsins 1. hæð 12 manns Sex svefnherbergi Tvö salerni Engin baðaðstaða Ekkert samverurými 15 fm. eldhús, sameiginlegt með 17 manns í bílskúr 2. Hæð 16 manns 8 svefnherbergi Tvö salerni með sameiginlegum vaski Eitt salerni með sturtu Ekkert eldhús Ekkert samverurými 3. Hæð 17 manns 7 herbergi Eitt salerni Sex sturtuklefar Ekkert samverurými Ekkert eldhús Hús 2, sendiherraíbúð 1. hæð 4 manns eitt 15,8 fm. svefnherbergi Tvö salerni með sturtu Ekkert samverurými 32 fm. eldhús, 17,6 fm. mat”salur” 2. Hæð 20 manns 4 svefnherbergi Eitt salerni með sturtu Samverurými í glerskála 46 fm. Tvö samtengd eldhús 5,9 fm. og ca 24 fm. 3. Hæð 10 manns 5 herbergi þrjú salerni tvö þeirra með baðkari Eitt baðherbergi án salernis Samverurými 23,7 fm. Ekkert eldhús Hús 3, bílskúrar 1. hæð 17 manns Sex svefnherbergi Eitt salerni með sturtu Samverurými hornsófi á gangi Ekkert eldhús Það er fullur skilningur á því að það er erfitt að koma fólki fyrir, hingað leita nokkur þúsund manns á hverju ári, sumir að flýja stríð og hörmungar, aðrir í leit að betra lífi. Það er heldur ekki hægt að álasa þá opinberu starfsmenn sem standa frammi fyrir ómögulegu verkefni, að koma öllu þessu fólki undir þak í ónýtum húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins. Öll vinna Seðlabankans hefur gengið út á að kæla húsnæðismarkaðinn á sama tíma og hingað streyma fólk löglega og ólöglega - og allt þetta fólk þarf þak yfir höfuðið. Verktakar byggja ekki því aðgerðir Seðlabankans virka, kostnaður við fjármagn er hamlandi. Ég lái þeim ekki sem setja alla sína athygli í að leysa verkefnið sem er á borðinu. En pólitísk forysta, í félagsmálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg ber ábyrgð á því að ekki sé gengið of langt. Þar liggur hin endanlega ábyrgð. Við þurfum auðvitað að stemma stigu við þessum straumi en við gerum það ekki með því að koma fram við fólk eins og húsdýr. Þeir sem verða hér áfram eru síður líklegir til að gefa meira af sér til samfélagsins og við ætlum ekki að keppa við önnur lönd í illri meðferð fólks. Það væri ekkert stolt í því að vera verst miðað við höfðatölu. Borgin þarf að vinda ofan af stórkarlalegum áætlunum um leyfisveitingar til að troða tæplega hundrað manns í húsnæði sem rúmar ekki slíkan fjölda sem íbúðarkost og þeir sem fara fyrir ríkinu þurfa að taka skref tilbaka og hugsa hvort þeim þætti þessi aðbúnaður ásættanlegur fyrir sig og sína svo mánuðum skiptir. Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í fyrradag breytingu á deiliskipulagi fyrir Laufásveg 19, 21 og 23, sem við þekkjum betur sem gamla bandaríska sendiráðið. Þar er verið að skipuleggja húsnæði sem hæfir ekki fólki og allra síst fólki í viðkvæmri stöðu. Húsunum er skipt í þrjá hluta, hús sem áður voru íbúð sendiherra, sendiráðsskrifstofunnar og bílskúrar. Samtals 38 herbergi sem eiga að hýsa 80 manns. Samanlagðir fermetrar svefnherbergja samkvæmt þeim teikningum sem sýndar hafa verið eru 615,6. Það eru tæplega 7,7 fermetrar á hverja manneskju. Það er lítið eitt meira en við ætlum göltum í reglugerð um velferð svína, en þeir fá 6 fermetra í gólfrými. Þá kemur fram í umsögnum verkfræðistofunnar Örugg og Framkvæmdasýslu ríkisins að hægt væri að hýsa 97 manns í þessum húsum. Það er gert meðal annars með því að láta þrjár manneskjur búa í þremur herbergjum sem eru hvert um 12-13 fermetrar. Áður áttu „bara“ tveir að vera í hverju herbergi. Þetta er gert með þessum hætti því ekki mega vera fleiri en 10 vera í hverju brunahólfi, þess vegna eru minnstu herbergin í bílskúrnum ætluð fyrir fleira fólk. Eins og sjá má af mynd hér að neðan. Einnig er stungið upp á því að helminga 54 fermetra samverurými og koma fyrir 10 manns í öðrum helmingnum. Það eru þá rétt um 2,7 fermetrar á mann. Gyltur og unggyltur fá þó 3 fermetra á hvern einstakling í sínum stíum samkvæmt reglugerð. Í heild má áætla að ef fjölgun íbúa upp í 97 verði samþykkt með þeim lausnum sem stungið er upp á verði um 6.6 fermetrar á hvern einstakling í sérrými. Það er ekki boðlegt sem úrræði til að búa við. Það má vera að í bakpokagistingu í nokkra daga sætti einhverjir ungir ferðalangar sig við þannig þrengsli, en við ætlum fólki að búa þarna. Fólk sem þarf að elda sér mat, þvo fötin sín, þerra þau og almennt lifa daglegu lífi. Ekki fer það í vinnu eða skóla þannig að ætla má að manneskjurnar sem á að hola þarna niður muni verja bæði vöku- og svefnstundum þrjú í tæplega 12 fermetra herbergi. Ofan á þrengslin í svefnaðstöðu er salernis-, bað-, og eldunaraðstaða engan vegin ásættanleg. Eins og sést á myndinni sem fylgir eiga 17 manneskjur að vera um 1 salerni og eina sturtu. Skipting alls hússins er svo eftirfarandi: Hús 1, skrifstofubygging sendiráðsins 1. hæð 12 manns Sex svefnherbergi Tvö salerni Engin baðaðstaða Ekkert samverurými 15 fm. eldhús, sameiginlegt með 17 manns í bílskúr 2. Hæð 16 manns 8 svefnherbergi Tvö salerni með sameiginlegum vaski Eitt salerni með sturtu Ekkert eldhús Ekkert samverurými 3. Hæð 17 manns 7 herbergi Eitt salerni Sex sturtuklefar Ekkert samverurými Ekkert eldhús Hús 2, sendiherraíbúð 1. hæð 4 manns eitt 15,8 fm. svefnherbergi Tvö salerni með sturtu Ekkert samverurými 32 fm. eldhús, 17,6 fm. mat”salur” 2. Hæð 20 manns 4 svefnherbergi Eitt salerni með sturtu Samverurými í glerskála 46 fm. Tvö samtengd eldhús 5,9 fm. og ca 24 fm. 3. Hæð 10 manns 5 herbergi þrjú salerni tvö þeirra með baðkari Eitt baðherbergi án salernis Samverurými 23,7 fm. Ekkert eldhús Hús 3, bílskúrar 1. hæð 17 manns Sex svefnherbergi Eitt salerni með sturtu Samverurými hornsófi á gangi Ekkert eldhús Það er fullur skilningur á því að það er erfitt að koma fólki fyrir, hingað leita nokkur þúsund manns á hverju ári, sumir að flýja stríð og hörmungar, aðrir í leit að betra lífi. Það er heldur ekki hægt að álasa þá opinberu starfsmenn sem standa frammi fyrir ómögulegu verkefni, að koma öllu þessu fólki undir þak í ónýtum húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins. Öll vinna Seðlabankans hefur gengið út á að kæla húsnæðismarkaðinn á sama tíma og hingað streyma fólk löglega og ólöglega - og allt þetta fólk þarf þak yfir höfuðið. Verktakar byggja ekki því aðgerðir Seðlabankans virka, kostnaður við fjármagn er hamlandi. Ég lái þeim ekki sem setja alla sína athygli í að leysa verkefnið sem er á borðinu. En pólitísk forysta, í félagsmálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg ber ábyrgð á því að ekki sé gengið of langt. Þar liggur hin endanlega ábyrgð. Við þurfum auðvitað að stemma stigu við þessum straumi en við gerum það ekki með því að koma fram við fólk eins og húsdýr. Þeir sem verða hér áfram eru síður líklegir til að gefa meira af sér til samfélagsins og við ætlum ekki að keppa við önnur lönd í illri meðferð fólks. Það væri ekkert stolt í því að vera verst miðað við höfðatölu. Borgin þarf að vinda ofan af stórkarlalegum áætlunum um leyfisveitingar til að troða tæplega hundrað manns í húsnæði sem rúmar ekki slíkan fjölda sem íbúðarkost og þeir sem fara fyrir ríkinu þurfa að taka skref tilbaka og hugsa hvort þeim þætti þessi aðbúnaður ásættanlegur fyrir sig og sína svo mánuðum skiptir. Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar