Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2024 08:22 Microsoft segir Kínverja munu freista þess að hafa afskipti af ýmsum kosningum á þessu ári. Getty/Anadolu/Selcuk Acar Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. Þar kemur fram að tilraunir í þessa átt hafi þegar verið gerðar, þegar gengið var til forsetakosninga í Taívan í janúar síðastliðnum, og að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni einnig koma að málum. Microsoft segir Kína munu „hið minnsta“ framleiða og dreifa gervigreindarunnu efni sem muni styrkja hagmuni þeirra í umræddum kosningum. Fyrirtækið segir aðgerðirnar munu hafa aðeins lítilsháttar áhrif. Enn sem komið er hafi efni sem búið er til með gervigreind eða átt er við með gervigreind lítil áhrif á kjósendur en það gæti hins vegar breyst eftir því sem tækninni fleygir fram og Kínverjar verða betri í því að breyta myndskeiðum og hljóðupptökum. Samkvæmt umfjöllun Guardian beitti hópur, sem kallar sig ýmist Storm 1376, Spamouflage eða Dragonbridge og nýtur stuðnings stjórnvalda í Kína, sér í forsetakosningunum í Taívan. Birti hann meðal annars falsaða hljóðupptöku af frambjóðandanum Terry Gou á YouTube. Þá birti hópurinn einnig fjölda „míma“ þar sem hann gerði því skóna að William Lai, sem sigraði á endanum, hefði dregið sér fé úr sjóðum ríkisins og myndskeiðum þar sem gervigreindarskapaðir fréttaþulir lásu miður fallegar fréttir um einkalíf Lai. Microsoft segir fréttaþulina hafa verið búna til með CapCut-tólinu, sem var þróað af kínverska fyrirtækinu ByteDance. ByteDance er eigandi TikTok. Kína Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Gervigreind Tölvuárásir Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Þar kemur fram að tilraunir í þessa átt hafi þegar verið gerðar, þegar gengið var til forsetakosninga í Taívan í janúar síðastliðnum, og að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni einnig koma að málum. Microsoft segir Kína munu „hið minnsta“ framleiða og dreifa gervigreindarunnu efni sem muni styrkja hagmuni þeirra í umræddum kosningum. Fyrirtækið segir aðgerðirnar munu hafa aðeins lítilsháttar áhrif. Enn sem komið er hafi efni sem búið er til með gervigreind eða átt er við með gervigreind lítil áhrif á kjósendur en það gæti hins vegar breyst eftir því sem tækninni fleygir fram og Kínverjar verða betri í því að breyta myndskeiðum og hljóðupptökum. Samkvæmt umfjöllun Guardian beitti hópur, sem kallar sig ýmist Storm 1376, Spamouflage eða Dragonbridge og nýtur stuðnings stjórnvalda í Kína, sér í forsetakosningunum í Taívan. Birti hann meðal annars falsaða hljóðupptöku af frambjóðandanum Terry Gou á YouTube. Þá birti hópurinn einnig fjölda „míma“ þar sem hann gerði því skóna að William Lai, sem sigraði á endanum, hefði dregið sér fé úr sjóðum ríkisins og myndskeiðum þar sem gervigreindarskapaðir fréttaþulir lásu miður fallegar fréttir um einkalíf Lai. Microsoft segir fréttaþulina hafa verið búna til með CapCut-tólinu, sem var þróað af kínverska fyrirtækinu ByteDance. ByteDance er eigandi TikTok.
Kína Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Gervigreind Tölvuárásir Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira