„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2024 19:37 Þorsteinn Halldórson, landsliðsþjálfari, ætlar að njóta sigursins. vísir / hulda margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. „Þetta var hörkuleikur í byrjun og þær fengu tvö mjög góð færi, en mér fannst við heilt yfir spila vel. Náðum að loka betur á þetta og þær sköpuðu ekkert þannig eftir að líða fór á leikinn. Heilt yfir bara sáttur, sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skorum þrjú góð mörk“ sagði Þorsteinn fljótlega eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið fengu færi til að taka forystuna. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði íslenska liðið svo tvö mörk með stuttu millibili. „Það setti þær svolítið niður. Þær voru ennþá að rembast og inni í leiknum en eftir annað markið sá maður smá vonleysi hjá þeim. Í seinni hálfleik var ekki sami kraftur og sama pressa, við vorum rólegar á boltanum og nutum þess að vera þarna“ Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir fékk sæti í byrjunarliði Íslands. Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún spilar þegar Telma Ívarsdóttir er ekki meidd. „Ég taldi hana góðan kost í dag. Hún sýndi það og stóð undir því. Auðvitað alltaf svekkelsi [fyrir Telmu] að vera tekin út eftir að hafa spilað marga leiki undanfarið. Þetta er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig er það bara, auðvitað er hún sár og svekkt en það koma önnur tækifæri. Hún þarf bara að nýta sumarið og framhaldið í að sýna hversu góð hún getur verið.“ Karólína Lea kveinkaði sér aðeins í leiknum og þurfti tvívegis að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún var svo tekin af velli á 71. mínútu. „Nei alls ekki, þetta var ekkert alvarlegt. Hún var bara tekin útaf vegna [leiksins gegn Þýskalandi á] þriðjudag. Hefði alveg getað haldið áfram og klárað leikinn.“ Sveindís Jane var valin maður leiksins af Íþróttadeild Vísis. Verðskuldað, enda frábær í leiknum, lagði upp og skoraði glæsilegt mark. „Hún var náttúrulega mjög góð, ógnaði endalaust. Skapaðist mikið pláss bakvið þær og bakvörðurinn ekki með sama hraða og hún, þannig að hún skoraði glæsimark og lagði upp. Hefði þess vegna getað skorað fleiri. Virkilega flott í dag.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. Þýska liðið þykir öllu sterkara en það pólska. „Já auðvitað gerir maður ráð fyrir því að Þýskaland sé erfiðara lið. Við þurfum bara að fara huguð og spila leikinn af krafti, hafa trú á því sem við erum að gera og einbeita okkur að því að vera við sjálf og þora öllu sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta verður erfiðari og öðruvísi leikur en við þurfum bara að mæta með íslenska geðveiki og spila með hjartanu.“ Þorsteinn sagðist ekki ætla að velta sér upp úr því sem hefði mátt betur fara í leiknum heldur leyfa stelpunum að njóta sigursins. „Auðvitað förum við yfir leiki og förum yfir hluti en maður er sáttur við margt og leikurinn var bara góður. Maður má ekki gleyma því að leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel. Fara milliveginn í öllu þessu“ sagði hann að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur í byrjun og þær fengu tvö mjög góð færi, en mér fannst við heilt yfir spila vel. Náðum að loka betur á þetta og þær sköpuðu ekkert þannig eftir að líða fór á leikinn. Heilt yfir bara sáttur, sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skorum þrjú góð mörk“ sagði Þorsteinn fljótlega eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið fengu færi til að taka forystuna. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði íslenska liðið svo tvö mörk með stuttu millibili. „Það setti þær svolítið niður. Þær voru ennþá að rembast og inni í leiknum en eftir annað markið sá maður smá vonleysi hjá þeim. Í seinni hálfleik var ekki sami kraftur og sama pressa, við vorum rólegar á boltanum og nutum þess að vera þarna“ Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir fékk sæti í byrjunarliði Íslands. Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún spilar þegar Telma Ívarsdóttir er ekki meidd. „Ég taldi hana góðan kost í dag. Hún sýndi það og stóð undir því. Auðvitað alltaf svekkelsi [fyrir Telmu] að vera tekin út eftir að hafa spilað marga leiki undanfarið. Þetta er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig er það bara, auðvitað er hún sár og svekkt en það koma önnur tækifæri. Hún þarf bara að nýta sumarið og framhaldið í að sýna hversu góð hún getur verið.“ Karólína Lea kveinkaði sér aðeins í leiknum og þurfti tvívegis að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún var svo tekin af velli á 71. mínútu. „Nei alls ekki, þetta var ekkert alvarlegt. Hún var bara tekin útaf vegna [leiksins gegn Þýskalandi á] þriðjudag. Hefði alveg getað haldið áfram og klárað leikinn.“ Sveindís Jane var valin maður leiksins af Íþróttadeild Vísis. Verðskuldað, enda frábær í leiknum, lagði upp og skoraði glæsilegt mark. „Hún var náttúrulega mjög góð, ógnaði endalaust. Skapaðist mikið pláss bakvið þær og bakvörðurinn ekki með sama hraða og hún, þannig að hún skoraði glæsimark og lagði upp. Hefði þess vegna getað skorað fleiri. Virkilega flott í dag.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. Þýska liðið þykir öllu sterkara en það pólska. „Já auðvitað gerir maður ráð fyrir því að Þýskaland sé erfiðara lið. Við þurfum bara að fara huguð og spila leikinn af krafti, hafa trú á því sem við erum að gera og einbeita okkur að því að vera við sjálf og þora öllu sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta verður erfiðari og öðruvísi leikur en við þurfum bara að mæta með íslenska geðveiki og spila með hjartanu.“ Þorsteinn sagðist ekki ætla að velta sér upp úr því sem hefði mátt betur fara í leiknum heldur leyfa stelpunum að njóta sigursins. „Auðvitað förum við yfir leiki og förum yfir hluti en maður er sáttur við margt og leikurinn var bara góður. Maður má ekki gleyma því að leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel. Fara milliveginn í öllu þessu“ sagði hann að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti