„Leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2024 19:37 Þorsteinn Halldórson, landsliðsþjálfari, ætlar að njóta sigursins. vísir / hulda margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, var hreykinn og sáttur eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. „Þetta var hörkuleikur í byrjun og þær fengu tvö mjög góð færi, en mér fannst við heilt yfir spila vel. Náðum að loka betur á þetta og þær sköpuðu ekkert þannig eftir að líða fór á leikinn. Heilt yfir bara sáttur, sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skorum þrjú góð mörk“ sagði Þorsteinn fljótlega eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið fengu færi til að taka forystuna. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði íslenska liðið svo tvö mörk með stuttu millibili. „Það setti þær svolítið niður. Þær voru ennþá að rembast og inni í leiknum en eftir annað markið sá maður smá vonleysi hjá þeim. Í seinni hálfleik var ekki sami kraftur og sama pressa, við vorum rólegar á boltanum og nutum þess að vera þarna“ Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir fékk sæti í byrjunarliði Íslands. Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún spilar þegar Telma Ívarsdóttir er ekki meidd. „Ég taldi hana góðan kost í dag. Hún sýndi það og stóð undir því. Auðvitað alltaf svekkelsi [fyrir Telmu] að vera tekin út eftir að hafa spilað marga leiki undanfarið. Þetta er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig er það bara, auðvitað er hún sár og svekkt en það koma önnur tækifæri. Hún þarf bara að nýta sumarið og framhaldið í að sýna hversu góð hún getur verið.“ Karólína Lea kveinkaði sér aðeins í leiknum og þurfti tvívegis að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún var svo tekin af velli á 71. mínútu. „Nei alls ekki, þetta var ekkert alvarlegt. Hún var bara tekin útaf vegna [leiksins gegn Þýskalandi á] þriðjudag. Hefði alveg getað haldið áfram og klárað leikinn.“ Sveindís Jane var valin maður leiksins af Íþróttadeild Vísis. Verðskuldað, enda frábær í leiknum, lagði upp og skoraði glæsilegt mark. „Hún var náttúrulega mjög góð, ógnaði endalaust. Skapaðist mikið pláss bakvið þær og bakvörðurinn ekki með sama hraða og hún, þannig að hún skoraði glæsimark og lagði upp. Hefði þess vegna getað skorað fleiri. Virkilega flott í dag.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. Þýska liðið þykir öllu sterkara en það pólska. „Já auðvitað gerir maður ráð fyrir því að Þýskaland sé erfiðara lið. Við þurfum bara að fara huguð og spila leikinn af krafti, hafa trú á því sem við erum að gera og einbeita okkur að því að vera við sjálf og þora öllu sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta verður erfiðari og öðruvísi leikur en við þurfum bara að mæta með íslenska geðveiki og spila með hjartanu.“ Þorsteinn sagðist ekki ætla að velta sér upp úr því sem hefði mátt betur fara í leiknum heldur leyfa stelpunum að njóta sigursins. „Auðvitað förum við yfir leiki og förum yfir hluti en maður er sáttur við margt og leikurinn var bara góður. Maður má ekki gleyma því að leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel. Fara milliveginn í öllu þessu“ sagði hann að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur í byrjun og þær fengu tvö mjög góð færi, en mér fannst við heilt yfir spila vel. Náðum að loka betur á þetta og þær sköpuðu ekkert þannig eftir að líða fór á leikinn. Heilt yfir bara sáttur, sáttur við hvað við vorum ógnandi allan leikinn, sköpuðum mikið og skorum þrjú góð mörk“ sagði Þorsteinn fljótlega eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið fengu færi til að taka forystuna. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði íslenska liðið svo tvö mörk með stuttu millibili. „Það setti þær svolítið niður. Þær voru ennþá að rembast og inni í leiknum en eftir annað markið sá maður smá vonleysi hjá þeim. Í seinni hálfleik var ekki sami kraftur og sama pressa, við vorum rólegar á boltanum og nutum þess að vera þarna“ Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir fékk sæti í byrjunarliði Íslands. Þetta var aðeins annar landsleikur hennar og í fyrsta sinn sem hún spilar þegar Telma Ívarsdóttir er ekki meidd. „Ég taldi hana góðan kost í dag. Hún sýndi það og stóð undir því. Auðvitað alltaf svekkelsi [fyrir Telmu] að vera tekin út eftir að hafa spilað marga leiki undanfarið. Þetta er partur af því að vera þjálfari að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig er það bara, auðvitað er hún sár og svekkt en það koma önnur tækifæri. Hún þarf bara að nýta sumarið og framhaldið í að sýna hversu góð hún getur verið.“ Karólína Lea kveinkaði sér aðeins í leiknum og þurfti tvívegis að fá aðhlynningu sjúkraþjálfara. Hún var svo tekin af velli á 71. mínútu. „Nei alls ekki, þetta var ekkert alvarlegt. Hún var bara tekin útaf vegna [leiksins gegn Þýskalandi á] þriðjudag. Hefði alveg getað haldið áfram og klárað leikinn.“ Sveindís Jane var valin maður leiksins af Íþróttadeild Vísis. Verðskuldað, enda frábær í leiknum, lagði upp og skoraði glæsilegt mark. „Hún var náttúrulega mjög góð, ógnaði endalaust. Skapaðist mikið pláss bakvið þær og bakvörðurinn ekki með sama hraða og hún, þannig að hún skoraði glæsimark og lagði upp. Hefði þess vegna getað skorað fleiri. Virkilega flott í dag.“ Næsti leikur liðsins er gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur. Þýska liðið þykir öllu sterkara en það pólska. „Já auðvitað gerir maður ráð fyrir því að Þýskaland sé erfiðara lið. Við þurfum bara að fara huguð og spila leikinn af krafti, hafa trú á því sem við erum að gera og einbeita okkur að því að vera við sjálf og þora öllu sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta verður erfiðari og öðruvísi leikur en við þurfum bara að mæta með íslenska geðveiki og spila með hjartanu.“ Þorsteinn sagðist ekki ætla að velta sér upp úr því sem hefði mátt betur fara í leiknum heldur leyfa stelpunum að njóta sigursins. „Auðvitað förum við yfir leiki og förum yfir hluti en maður er sáttur við margt og leikurinn var bara góður. Maður má ekki gleyma því að leikmenn þurfa að njóta þess að hafa unnið og spilað vel. Fara milliveginn í öllu þessu“ sagði hann að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira