Foreldrar undra sig á skerðingu opnunartíma sundlauga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 17:01 Búið er að stytta opnunartíma sundlauga í Reykjavík um klukkustund um helgar og misvel hefur verið tekið í það. Vísir/Samsett Frá og með deginum í gær loka sundlaugar Reykjavíkurborgar klukkan 21 um helgar. Opnunartíminn hefur þannig verið styttur um klukkustund með það að yfirlýstu markmiði að spara fé. Foreldrar ungmenna undra sig á þessari ákvörðun þar sem sund er gríðarlega vinsæl kvöldafþreying unglinga og jafnframt eitt af fáum skjá- og vímulausum umhverfum sem þeim stendur til boða. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi er foreldri unglinga og ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir hún að sundlaugar borgarinnar séu bæði vinsæll og heilsusamlegur afþreyingarkostur fyrir unglinga. „Á kvöldin um helgar má hreinlega finna það á lyktinni í Laugardalslauginni að meðalaldur gesta er um 17 ára. Hér er á ferðinni fólk sem trúir á að deila ríkulega af sínum vellyktandi ilmum með náunganum. Þetta er fólk sem ferðast um í hópum svo aldrei er fjölmennara í lauginni en akkúrat þessi kvöld, og aldrei meira stuð!“ segir hún í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook þar sem hún gagnrýnir stöðuna. Hún bendir þar á að ekki séu mörg ár síðan opið var til ellefu um helgar og að gert hafi verið tilraun til miðnæturopnunar einu sinni í viku en að hún hafi verið slegin af vegna þess að hún var „of vinsæl!“ Verandi sjálf foreldri unglinga og ungmenna segir hún að tilvalið sé að hafa opið sem lengst og sérstaklega um helgar. Ekki nóg með það að sundlaugar landsins bjóði upp á skjálausa og vímuefnalausa samveru heldur verði sundferðir brátt vottaður hluti menningararfi Íslendinga hjá UNESCO. „Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi?“ spyr Bryndís sig. „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“ spyr hún sig enn. Skerðingin nemi 11 krónum á ferð Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er á sama máli og Bryndís og tekur sér til stuðnings dæmi Vesturbæjarlaugar sem hann segir vera troðfulla af unglingahópum flest kvöld vikunnar en alveg sérstaklega helgarkvöld sem nú er búið að skerða. Unglinga vanti staði til að vera á og það bjóðist ekki betri kostir en sundlaugar. „Enginn skjár bara tengsl, vatn og útivera.“ Hann bendir á að tuttugu milljón krónur sparist á ári við þessa skerðingu og miðað við sundgestafjölda síðasta árs nemi skerðingin ekki nema ellefu krónum í hverri sundferð. Reykjavíkurborg var að skerða kvöldopnunartíma sundlauga bókstaflega í gær. Opið til 21 í stað 22 um helgar. Sem dæmi er Vesturbæjarlaug full af unglingahópum flest kvöld vikunnar og alveg sérstaklega á kvöldin um helgar sem nú er búið að skerða. 1/2 pic.twitter.com/8zvKhy4VZG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2024 „Svo við skulum gefa okkur að hækka þurfi verð per sunderð um 20 krónur. Myndu ekki allir frekar velja þann kost?“ spyr Guðmundur sig. Hann segir það skjóta sérstaklega skökku við að sunnudagskvöld hafi orðið fyrir barðinu á skerðingunum en ekki föstudagskvöld. Hann segist halda að aðsókn í sundlaugar borgarinnar sé mikil á sunnudagskvöldum miðað við önnur kvöld vikunnar. „Helgartaxti starfsmanna er í gildi á föstudagskvöldum svo kostnaður er sami, tekjur minni.“ Reykjavík Sundlaugar Börn og uppeldi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi er foreldri unglinga og ein þeirra sem gagnrýnt hafa þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar og segir hún að sundlaugar borgarinnar séu bæði vinsæll og heilsusamlegur afþreyingarkostur fyrir unglinga. „Á kvöldin um helgar má hreinlega finna það á lyktinni í Laugardalslauginni að meðalaldur gesta er um 17 ára. Hér er á ferðinni fólk sem trúir á að deila ríkulega af sínum vellyktandi ilmum með náunganum. Þetta er fólk sem ferðast um í hópum svo aldrei er fjölmennara í lauginni en akkúrat þessi kvöld, og aldrei meira stuð!“ segir hún í færslu sem hún birti á síðu sína á Facebook þar sem hún gagnrýnir stöðuna. Hún bendir þar á að ekki séu mörg ár síðan opið var til ellefu um helgar og að gert hafi verið tilraun til miðnæturopnunar einu sinni í viku en að hún hafi verið slegin af vegna þess að hún var „of vinsæl!“ Verandi sjálf foreldri unglinga og ungmenna segir hún að tilvalið sé að hafa opið sem lengst og sérstaklega um helgar. Ekki nóg með það að sundlaugar landsins bjóði upp á skjálausa og vímuefnalausa samveru heldur verði sundferðir brátt vottaður hluti menningararfi Íslendinga hjá UNESCO. „Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi?“ spyr Bryndís sig. „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“ spyr hún sig enn. Skerðingin nemi 11 krónum á ferð Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er á sama máli og Bryndís og tekur sér til stuðnings dæmi Vesturbæjarlaugar sem hann segir vera troðfulla af unglingahópum flest kvöld vikunnar en alveg sérstaklega helgarkvöld sem nú er búið að skerða. Unglinga vanti staði til að vera á og það bjóðist ekki betri kostir en sundlaugar. „Enginn skjár bara tengsl, vatn og útivera.“ Hann bendir á að tuttugu milljón krónur sparist á ári við þessa skerðingu og miðað við sundgestafjölda síðasta árs nemi skerðingin ekki nema ellefu krónum í hverri sundferð. Reykjavíkurborg var að skerða kvöldopnunartíma sundlauga bókstaflega í gær. Opið til 21 í stað 22 um helgar. Sem dæmi er Vesturbæjarlaug full af unglingahópum flest kvöld vikunnar og alveg sérstaklega á kvöldin um helgar sem nú er búið að skerða. 1/2 pic.twitter.com/8zvKhy4VZG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2024 „Svo við skulum gefa okkur að hækka þurfi verð per sunderð um 20 krónur. Myndu ekki allir frekar velja þann kost?“ spyr Guðmundur sig. Hann segir það skjóta sérstaklega skökku við að sunnudagskvöld hafi orðið fyrir barðinu á skerðingunum en ekki föstudagskvöld. Hann segist halda að aðsókn í sundlaugar borgarinnar sé mikil á sunnudagskvöldum miðað við önnur kvöld vikunnar. „Helgartaxti starfsmanna er í gildi á föstudagskvöldum svo kostnaður er sami, tekjur minni.“
Reykjavík Sundlaugar Börn og uppeldi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira