Guðrún - Okkar biskup Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Sr. Sigurður Grétar Helgason og Kristín Kristjánsdóttir skrifa 8. apríl 2024 08:31 Í komandi biskupskjöri er miklvægt að til embættisins veljist manneskja sem er góður leiðtogi, hefur mikla yfirsýn yfir málefni kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar, og hafi hæfileika til að miðla erindi kirkjunnar út í samfélagið á jákvæðan og framsækinn hátt. Við þrjú erum samstarfsfólk sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Grafarvogssöfnuði og treystum engum betur til þessa starfa heldur en henni. Við höfum starfað með henni um árabil og sjáum í henni öflugan leiðtoga. Hún heldur vel utan um starfsfólk kirkjunnar, hefur lag á að láta öllum í kringum sig líða vel, lyftir upp hæfileikum fólks og hjálpar því að blómstra og tekur á vandamálum sem upp koma af mildi en festu. Hún hefur einnig notið mikils trausts guðfræðinema sem sækjast eftir því að komast til hennar í starfsþjálfun og hún hefur verið vígsluvottur fjölda nývígðra presta. Hún er vís og ráðagóð, vinsæll sálgætir og kollegar leita mikið til hennar með stuðning og ráðgjöf þegar eitthvað bjátar á. Sr. Guðrún hefur setið á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil, átt sæti í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um árabil, setið í stjórn Prestafélags Íslands og sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Þannig hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og innviðum kirkjunnar og hefur átt farsælt samstarf við það fólk sem þar hefur starfað með henni, hún nýtur trausts og virðingar þeirra sem þar koma að málum. Sr. Guðrún hefur einstakt lag á að koma erindi kirkjunnar á framfæri á nýstárlegan og framsækinn hátt. Hún nýtir samfélagsmiðla og hefur verið með heimasíðuna gudrunkarlshelgudottir.is í mörg ár. Hún hefur lengi prédikað blaðlaust og birt upptökur af prédikunum á heimasíðunni sinni, auk þess sem hún hefur skrifað bókina ,,Í augnhæð" og fjölda pistla. Hún hefur beitt sér á öflugan hátt í málefnum jaðarsamfélaga eins og LBGTQ samfélagsins og staðið með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Kirkjan þarf biskup sem er framsækinn og fær um að birta bjarta og jákvæða ásýnd kirkjunnar úti í samfélaginu. Biskup sem hlúir að öllu starfsfólki hennar, bæði launuðu og ólaunuðu, biskup sem hefur hæfileika á að ávarpa fólk á mannamáli á stórum stundum lífsins, bæði í gleði og sorg og taka þátt í tilvistarglímu samfélags sem er í stöðugum hröðum breytingum. Þetta allt getur sr. Guðrún Karls Helgudóttir betur en nokkur annar vígður þjónn sem við þekkjum innan kirkjunnar. Við styðjum hana því eindregið til þess að gegna embætti biskups Íslands og hvetjum öll sem kosningarétt hafa til að gefa henni atkvæði sitt. Höfundar eru vígðir þjónar í Grafarvogssöfnuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi biskupskjöri er miklvægt að til embættisins veljist manneskja sem er góður leiðtogi, hefur mikla yfirsýn yfir málefni kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar, og hafi hæfileika til að miðla erindi kirkjunnar út í samfélagið á jákvæðan og framsækinn hátt. Við þrjú erum samstarfsfólk sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Grafarvogssöfnuði og treystum engum betur til þessa starfa heldur en henni. Við höfum starfað með henni um árabil og sjáum í henni öflugan leiðtoga. Hún heldur vel utan um starfsfólk kirkjunnar, hefur lag á að láta öllum í kringum sig líða vel, lyftir upp hæfileikum fólks og hjálpar því að blómstra og tekur á vandamálum sem upp koma af mildi en festu. Hún hefur einnig notið mikils trausts guðfræðinema sem sækjast eftir því að komast til hennar í starfsþjálfun og hún hefur verið vígsluvottur fjölda nývígðra presta. Hún er vís og ráðagóð, vinsæll sálgætir og kollegar leita mikið til hennar með stuðning og ráðgjöf þegar eitthvað bjátar á. Sr. Guðrún hefur setið á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil, átt sæti í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um árabil, setið í stjórn Prestafélags Íslands og sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Þannig hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og innviðum kirkjunnar og hefur átt farsælt samstarf við það fólk sem þar hefur starfað með henni, hún nýtur trausts og virðingar þeirra sem þar koma að málum. Sr. Guðrún hefur einstakt lag á að koma erindi kirkjunnar á framfæri á nýstárlegan og framsækinn hátt. Hún nýtir samfélagsmiðla og hefur verið með heimasíðuna gudrunkarlshelgudottir.is í mörg ár. Hún hefur lengi prédikað blaðlaust og birt upptökur af prédikunum á heimasíðunni sinni, auk þess sem hún hefur skrifað bókina ,,Í augnhæð" og fjölda pistla. Hún hefur beitt sér á öflugan hátt í málefnum jaðarsamfélaga eins og LBGTQ samfélagsins og staðið með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Kirkjan þarf biskup sem er framsækinn og fær um að birta bjarta og jákvæða ásýnd kirkjunnar úti í samfélaginu. Biskup sem hlúir að öllu starfsfólki hennar, bæði launuðu og ólaunuðu, biskup sem hefur hæfileika á að ávarpa fólk á mannamáli á stórum stundum lífsins, bæði í gleði og sorg og taka þátt í tilvistarglímu samfélags sem er í stöðugum hröðum breytingum. Þetta allt getur sr. Guðrún Karls Helgudóttir betur en nokkur annar vígður þjónn sem við þekkjum innan kirkjunnar. Við styðjum hana því eindregið til þess að gegna embætti biskups Íslands og hvetjum öll sem kosningarétt hafa til að gefa henni atkvæði sitt. Höfundar eru vígðir þjónar í Grafarvogssöfnuði.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun