Katrín Jakobsdóttir, tilvonandi forseti Íslands? Ólafur Sveinsson skrifar 8. apríl 2024 10:30 Katrín Jakobsdóttir hefur nú boðið sig fram til forseta sem kunnugt er og sýnist sitt hverjum sem von er. Það er ekki aðeins óheyrt að sitjandi ráðherra, hvað þá sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta og erfitt að sjá hvernig hún hyggst í því valdalausa embætti tryggja framgang góðra verka sem að henni hefur ekki lánast að ná fram sem forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum og á næstum tveimur kjörtímabilum. Það geta vart verið mannúðarmál því undir stjórn hennar var flogið með bjargarlausa flóttamenn, suma lamaða, til Grikklands þar sem gatan beið þeirra og öðrum bókstaflega vísað á Guð og gaddinn í Reykjavík í mun harkalegri aðgerðum en tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar og Venesúelabúum sem höfðu margir hverjir lagt mikið á sig við að aðlagast íslensku samfélagi og voru vel séðir starfsmenn í fjölmörgum fyrirtækjum og höfðu notið verndar, voru sendir nánast fyrirvaralaust heim í fátækt og kúgun. Samþykkt útlendingalaga, sem að eru á margan hátt mjög mannfjandsamleg og harðari en í nágrannalöndunum, sýna einnig að mannúðarmál eru Katrínu Jakobsdóttur ekki hugleikin þegar á reynir, þrátt fyrir fagurgala í hátíðarræðum. Neyð fjölmargra öryrkja hefur ekki verið reynt að leysa á nokkurn hátt í ríkisstjórn hennar. Neyð leigjenda er mikil, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, enda eru þeir nánast réttlausir og sennilega er hvergi jafn dýrt að vera fátækur og á Íslandi. Engin tilraun hefur verið gerð til bæta hag þeirra. Hún bar ekki hag smælingjanna fyrir brjósti í ríkisstjórn sinni, svo mikið er víst. Trúlega hafa flestir kjósendur Vinstri Grænna gert ráð fyrir að skurkur yrði gerður í því að ríkið, almenningur fengi stærri hluta af gríðarlegum hagnaði af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar í sinn hlut, en raunin hefur verið önnur. Ekkert hefur verið gert til að draga úr ágóða og völdum sjávargreifanna svokölluðu og engar lagabreytingar verið lagðar fram til að koma í veg fyrir að hagnaður erlendra auðhringa í orkufrekum iðnaði og laxeldi fari nánast skattlaus úr landi. Umhverfisvernd var eitt sinn helsta baráttu- og réttlætismál VG fyrir ríkisstjórnarsetu með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkunum. Eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar hrökklaðist úr embætti Umhverfisráðherra eftir lánlitla embættissetu, þrátt fyrir metnaðarfullt prógramm, var Guðlaugur Þór Þórðarson skipaður Orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra og hefur lagt megináherslu á nauðsyn nýrra virkjana, sem VG hefur að mestu þagað þunnu hljóði yfir. Á sama tíma hefur mjög svo umdeildu norsku laxeldi vaxið fiskur um hrygg í bókstaflegri merkingu undir forystu Svandísar Svavarsdóttur. Einnig í umhverfismálum hefur VG brugðist kjósendum sínum. Katrín Jakobsdóttir og ríkisstjórn hennar hafa ekki hreyft litla fingur til að stjórnarskrá, sem að samþykkt var í lýðræðislegum kosningum, sem voru dæmdar ólöglegar í einu stærsta réttarfarshneyksli íslenska lýðveldisins, verði samþykkt af Alþingi. Það þarf engan að furða miðað við þennan afrekalista að fyrirséð var að VG myndi að öllum líkindum þurrkast út af þingi eftir næstu kosningar og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla. Það má líkja VG undir forystu hennar sem skipi sem að hún hefur siglt í strand og það hefur löngum verið talin skilda skipstjórnarmanna að yfirgefa sökkvandi skip sitt síðastir til að tryggja að sem flestir og helst allir komist heilir frá borði. Í stað þess að reyna að bjarga þessu sökkvandi fleyji, flýr hún frá borði þegar allt er komið í óefni undir hennar stjórn og reynir að bjarga sjálfri sér með því að bjóða sig fram sem forseta og tryggir með því að þingflokkur VG mun örugglega þurrkast út eftir næstu kosningar. Og svo er því slegið upp í fyrirsögn yfir viðtali við hana í Heimildinni að: „Forseti á að berjast fyrir umhverfinu, lýðræði og mannréttindum.“ !!!!! Er konan ekki með öllum mjalla eða er hún svona ótrúlega óforskömmuð? Því er oft haldið á lofti að Katrín Jakobsdóttir sé mjög greind og það má til sanns vegar færa. Hún var nógu greind til að telja félögum sínum í Vinstri hreyfingunni grænt framboð trú um að hún væri hugsjónapólitíkus í „stórsóknarfórn“ eins og Megas söng um Gvend jaka, meðan hún er í reynd pólitískur tækifærissinni þegar horft er til þess hvernig hún hefur látið verkin tala sem forsætisráðherra. Hún er eiginhagsmunaseggur, svo mikið er víst og mér liggur við að segja samviskulaus í pólitísku samhengi. Hún virðist vera tilbúin að fórna nánast öllu sem að VG stóð fyrir, ef það tryggir henni einhverskonar tign, völd á varla við í því samhengi, því hin raunverulegu völd hefur hún sett í annara manna hendur - stjórnmálamanna og auðmanna sem eru hvorki í hennar eigin flokki né styðja hann. Kannski hefur sú staðreynd að hún er kona „með hina mildu móðurhönd“, komið í veg fyrir að stuðningmenn hennar hafi litið hana réttum augum, en ég er nokkuð viss um að hefði hún verið karl sem að hagaði sér svona, hefðu menn fyrir löngu séð í gegnum augljósa sérhagsmunagæsluna. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sveinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur nú boðið sig fram til forseta sem kunnugt er og sýnist sitt hverjum sem von er. Það er ekki aðeins óheyrt að sitjandi ráðherra, hvað þá sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta og erfitt að sjá hvernig hún hyggst í því valdalausa embætti tryggja framgang góðra verka sem að henni hefur ekki lánast að ná fram sem forsætisráðherra í tveimur ríkisstjórnum og á næstum tveimur kjörtímabilum. Það geta vart verið mannúðarmál því undir stjórn hennar var flogið með bjargarlausa flóttamenn, suma lamaða, til Grikklands þar sem gatan beið þeirra og öðrum bókstaflega vísað á Guð og gaddinn í Reykjavík í mun harkalegri aðgerðum en tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar og Venesúelabúum sem höfðu margir hverjir lagt mikið á sig við að aðlagast íslensku samfélagi og voru vel séðir starfsmenn í fjölmörgum fyrirtækjum og höfðu notið verndar, voru sendir nánast fyrirvaralaust heim í fátækt og kúgun. Samþykkt útlendingalaga, sem að eru á margan hátt mjög mannfjandsamleg og harðari en í nágrannalöndunum, sýna einnig að mannúðarmál eru Katrínu Jakobsdóttur ekki hugleikin þegar á reynir, þrátt fyrir fagurgala í hátíðarræðum. Neyð fjölmargra öryrkja hefur ekki verið reynt að leysa á nokkurn hátt í ríkisstjórn hennar. Neyð leigjenda er mikil, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, enda eru þeir nánast réttlausir og sennilega er hvergi jafn dýrt að vera fátækur og á Íslandi. Engin tilraun hefur verið gerð til bæta hag þeirra. Hún bar ekki hag smælingjanna fyrir brjósti í ríkisstjórn sinni, svo mikið er víst. Trúlega hafa flestir kjósendur Vinstri Grænna gert ráð fyrir að skurkur yrði gerður í því að ríkið, almenningur fengi stærri hluta af gríðarlegum hagnaði af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar í sinn hlut, en raunin hefur verið önnur. Ekkert hefur verið gert til að draga úr ágóða og völdum sjávargreifanna svokölluðu og engar lagabreytingar verið lagðar fram til að koma í veg fyrir að hagnaður erlendra auðhringa í orkufrekum iðnaði og laxeldi fari nánast skattlaus úr landi. Umhverfisvernd var eitt sinn helsta baráttu- og réttlætismál VG fyrir ríkisstjórnarsetu með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkunum. Eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar hrökklaðist úr embætti Umhverfisráðherra eftir lánlitla embættissetu, þrátt fyrir metnaðarfullt prógramm, var Guðlaugur Þór Þórðarson skipaður Orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra og hefur lagt megináherslu á nauðsyn nýrra virkjana, sem VG hefur að mestu þagað þunnu hljóði yfir. Á sama tíma hefur mjög svo umdeildu norsku laxeldi vaxið fiskur um hrygg í bókstaflegri merkingu undir forystu Svandísar Svavarsdóttur. Einnig í umhverfismálum hefur VG brugðist kjósendum sínum. Katrín Jakobsdóttir og ríkisstjórn hennar hafa ekki hreyft litla fingur til að stjórnarskrá, sem að samþykkt var í lýðræðislegum kosningum, sem voru dæmdar ólöglegar í einu stærsta réttarfarshneyksli íslenska lýðveldisins, verði samþykkt af Alþingi. Það þarf engan að furða miðað við þennan afrekalista að fyrirséð var að VG myndi að öllum líkindum þurrkast út af þingi eftir næstu kosningar og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla. Það má líkja VG undir forystu hennar sem skipi sem að hún hefur siglt í strand og það hefur löngum verið talin skilda skipstjórnarmanna að yfirgefa sökkvandi skip sitt síðastir til að tryggja að sem flestir og helst allir komist heilir frá borði. Í stað þess að reyna að bjarga þessu sökkvandi fleyji, flýr hún frá borði þegar allt er komið í óefni undir hennar stjórn og reynir að bjarga sjálfri sér með því að bjóða sig fram sem forseta og tryggir með því að þingflokkur VG mun örugglega þurrkast út eftir næstu kosningar. Og svo er því slegið upp í fyrirsögn yfir viðtali við hana í Heimildinni að: „Forseti á að berjast fyrir umhverfinu, lýðræði og mannréttindum.“ !!!!! Er konan ekki með öllum mjalla eða er hún svona ótrúlega óforskömmuð? Því er oft haldið á lofti að Katrín Jakobsdóttir sé mjög greind og það má til sanns vegar færa. Hún var nógu greind til að telja félögum sínum í Vinstri hreyfingunni grænt framboð trú um að hún væri hugsjónapólitíkus í „stórsóknarfórn“ eins og Megas söng um Gvend jaka, meðan hún er í reynd pólitískur tækifærissinni þegar horft er til þess hvernig hún hefur látið verkin tala sem forsætisráðherra. Hún er eiginhagsmunaseggur, svo mikið er víst og mér liggur við að segja samviskulaus í pólitísku samhengi. Hún virðist vera tilbúin að fórna nánast öllu sem að VG stóð fyrir, ef það tryggir henni einhverskonar tign, völd á varla við í því samhengi, því hin raunverulegu völd hefur hún sett í annara manna hendur - stjórnmálamanna og auðmanna sem eru hvorki í hennar eigin flokki né styðja hann. Kannski hefur sú staðreynd að hún er kona „með hina mildu móðurhönd“, komið í veg fyrir að stuðningmenn hennar hafi litið hana réttum augum, en ég er nokkuð viss um að hefði hún verið karl sem að hagaði sér svona, hefðu menn fyrir löngu séð í gegnum augljósa sérhagsmunagæsluna. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun