Guðrún myndi gera allt fyrir Ísland: „Hentu mér í senterinn, ég er til“ Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 13:00 Guðrún Arnardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, er bjartsýn á góð úrslit gegn sterku liði Þjóðverja í undankeppni EM 2025 í Aachen á morgun Vísir Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins er bjartsýn á gott gengi liðsins í stórleik gegn Þjóðverjum í undankeppni EM á Tivoli leikvanginum í Aachen á morgun. Guðrún hefur þurft að aðlaga sig að nýju hlutverki innan íslenska liðsins en segist myndi spila hvaða stöðu sem er fyrir Ísland. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Íslenska landsliðið æfði í morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen og lagði þar með lokahönd á undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Um uppgjör toppliða riðilsins er að ræða á þessum tímapunkti undankeppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð, Ísland gegn Póllandi og Þýskaland með herkjum gegn nágrönnum sínum frá Austurríki. „Við förum með góða tilfinningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Póllandi á dögunum,“ segir Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýskalandi, í Þjóðadeildinni á síðasta ári heima á Íslandi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða möguleika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“ Klippa: Guðrún: Ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik Það er náttúrulega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið? „Jú algjörlega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta andlit í leiknum við þær hérna úti í Þýskalandi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heimaleikur okkar við þær var töluvert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg möguleikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik.“ Gengi íslenska liðsins hefur verið gott upp á síðkastið og frammistaðan gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppninnar, sem skóp 3-0 sigur Íslands, gefur ekki ástæðu til annars en bjartsýni fyrir komandi leik gegn Þjóðverjum. Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta? „Jú algjörlega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammistöðu á móti Póllandi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfstraust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitthvað út úr þessum leik.“ Guðrún hefur þurft að aðlagast nýju hlutverki í íslenska landsliðinu. Hún, sem miðvörður að upplagi, hefur verið að sinna hægri bakvarðar stöðunni upp á síðkastið. Það krefst kannski örlítið meiri undirbúnings. „Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leikgreinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnarlega er þetta kannski frekar auðvelt fyrir mig en sóknarlega hef ég þurft að undirbúa mig aðeins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir íslenska landsliðið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“ Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir íslenska landsliðið? „Já já. Hentu mér bara í framlínuna ég er til.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Íslenska landsliðið æfði í morgun á Tivoli leikvanginum í Aachen og lagði þar með lokahönd á undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Um uppgjör toppliða riðilsins er að ræða á þessum tímapunkti undankeppninnar en bæði lið unnu sigur í fyrstu umferð, Ísland gegn Póllandi og Þýskaland með herkjum gegn nágrönnum sínum frá Austurríki. „Við förum með góða tilfinningu inn í þennan leik eftir sigurinn gegn Póllandi á dögunum,“ segir Guðrún í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. „Þá var síðasti leikur okkar gegn Þýskalandi, í Þjóðadeildinni á síðasta ári heima á Íslandi, fínn leikur af okkar hálfu. Við áttum góða möguleika þar og við komum því inn í þennan leik bara peppaðar og klárar í þetta.“ Klippa: Guðrún: Ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik Það er náttúrulega, eins og þú nefnir, ekkert langt síðan að þið lékuð við þetta þýska lið. Þrátt fyrir tvö töp í þeim leikjum teljið þið ykkur ekki bara eiga fullt erindi í þetta þýska lið? „Jú algjörlega. Mér fannst við ekki sýna okkar rétta andlit í leiknum við þær hérna úti í Þýskalandi síðast. Við vorum ekki sjálfum okkur líkar, bara ekki góður leikur af okkar hálfu en heilt yfir. Heimaleikur okkar við þær var töluvert betri og þar vorum við lengi vel inn í leiknum. Það eru alveg möguleikar í stöðunni fyrir okkur. Við ætlum okkur að taka eitthvað úr þessum leik.“ Gengi íslenska liðsins hefur verið gott upp á síðkastið og frammistaðan gegn Póllandi í fyrstu umferð undankeppninnar, sem skóp 3-0 sigur Íslands, gefur ekki ástæðu til annars en bjartsýni fyrir komandi leik gegn Þjóðverjum. Mætið þið ekki bara með kassann út í þeim leik og látið vaða á þetta? „Jú algjörlega. Það er gott að koma inn í þennan leik eftir góða frammistöðu á móti Póllandi. Þá erum við með kassann út og meira sjálfstraust. Við vitum að við þurfum að leggja okkur vel fram, vitum að við þurfum að eiga góðan leik. En ef við gerum það þá getum við fengið eitthvað út úr þessum leik.“ Guðrún hefur þurft að aðlagast nýju hlutverki í íslenska landsliðinu. Hún, sem miðvörður að upplagi, hefur verið að sinna hægri bakvarðar stöðunni upp á síðkastið. Það krefst kannski örlítið meiri undirbúnings. „Ég reyni að kíkja yfir smá klippur fyrir leiki með Tom, leikgreinandanum okkar. Koma mér betur inn í þessa stöðu. Varnarlega er þetta kannski frekar auðvelt fyrir mig en sóknarlega hef ég þurft að undirbúa mig aðeins betur. Það er bara gaman og fyrst og fremst bara gaman að fá að vera inn á vellinum að spila fyrir íslenska landsliðið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni bara að gera það eins vel og ég get.“ Þú myndir spila hvaða stöðu sem er fyrir íslenska landsliðið? „Já já. Hentu mér bara í framlínuna ég er til.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti