Ginningarfíflin Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 8. apríl 2024 14:00 Við konur eru svo oft ginningarfífl markaðsaflanna þegar kemur að útliti. Ég er fjarri því að vera saklaus af því. Af hverju þurfum við lengri og stærri augnhár þannig að við getum varla opnað augun? Við erum með augnhár! Af hverju fáum við okkur hælaskó til þess eins að drepast í fótunum og geta ekki hugsað um annað en að komast heim til þess að komast úr skónum? Af hverju erum við að kaupa einhver hrukkukrem? Fólk með hrukkur er fallegt og viturt fólk sem hefur lifað og upplifað. Hlegið og grátið. Vinkona mín fór um daginn til læknis sem sagði henni að þar sem hún væri nú orðin svona gömul þá væri hún bara búin að tapa allri útgeislun og sé dæmd til þess að vera með þurra og föla húð það sem eftir er, svona eins og allar hinar rúmlega fertugu kellingarnar sem hafa æskuljóma sínum glatað. Af hverju þurfum við hreinsimjólk, hreinsivatn, serum, scrub og andlitsvatn og dagkrem og næturkrem og hrukkukrem og boddílósjon og olíu og svo meira serum? Eitthvað frekar en karlmenn? Eru þeir með eitthvað betri húð en við? Af hverju þurfum við svona dýrt sjampó? Þarf hárið á okkur betra sjampó? Er dýrt sjampó betra sjampó? Af hverju þurfum við gervineglur sem eru svo langar að við getum ekki pikkað á tölvu né hneppt að okkur gallabuxunum eða ýtt almennilega á snertiskjáinn á þvottavélinni? Af hverju eru fötin okkar oft hönnuð þrengri en karlaföt? Svona aðsniðin og þröng? Megum við ekki bara hafa það næs? Af hverju komum við heim og skiptum yfir í þægilegri föt? Af hverju erum við ekki bara í þægilegum fötum, alltaf? Ég hitti nokkrar svona rúmlega fertugar kellingar um daginn sem allar hafa tapað æskuljóma sínum og fara ekki nógu oft í ræktina því þær eiga svo mörg börn. Eru svona skvapkenndar einhvernveginn. Ekki stinnar, ekki allsstaðar allavega. Eru bara eitthvað ómálaðar og með bónussjampó í hárinu og bara með eigin augnhár og nagaðar, ólakkaðar neglur. Alls ekki ófríðar, bara svona einhvern veginn ekkert búnar að taka sig til. Ekki tussulegar, bara svona venjulegar. Heitustu kellingar sem ég hef hitt! Og vitiði afhverju? AF ÞVÍ AÐ ÞEIM ER DRULL!!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Ástin og lífið Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við konur eru svo oft ginningarfífl markaðsaflanna þegar kemur að útliti. Ég er fjarri því að vera saklaus af því. Af hverju þurfum við lengri og stærri augnhár þannig að við getum varla opnað augun? Við erum með augnhár! Af hverju fáum við okkur hælaskó til þess eins að drepast í fótunum og geta ekki hugsað um annað en að komast heim til þess að komast úr skónum? Af hverju erum við að kaupa einhver hrukkukrem? Fólk með hrukkur er fallegt og viturt fólk sem hefur lifað og upplifað. Hlegið og grátið. Vinkona mín fór um daginn til læknis sem sagði henni að þar sem hún væri nú orðin svona gömul þá væri hún bara búin að tapa allri útgeislun og sé dæmd til þess að vera með þurra og föla húð það sem eftir er, svona eins og allar hinar rúmlega fertugu kellingarnar sem hafa æskuljóma sínum glatað. Af hverju þurfum við hreinsimjólk, hreinsivatn, serum, scrub og andlitsvatn og dagkrem og næturkrem og hrukkukrem og boddílósjon og olíu og svo meira serum? Eitthvað frekar en karlmenn? Eru þeir með eitthvað betri húð en við? Af hverju þurfum við svona dýrt sjampó? Þarf hárið á okkur betra sjampó? Er dýrt sjampó betra sjampó? Af hverju þurfum við gervineglur sem eru svo langar að við getum ekki pikkað á tölvu né hneppt að okkur gallabuxunum eða ýtt almennilega á snertiskjáinn á þvottavélinni? Af hverju eru fötin okkar oft hönnuð þrengri en karlaföt? Svona aðsniðin og þröng? Megum við ekki bara hafa það næs? Af hverju komum við heim og skiptum yfir í þægilegri föt? Af hverju erum við ekki bara í þægilegum fötum, alltaf? Ég hitti nokkrar svona rúmlega fertugar kellingar um daginn sem allar hafa tapað æskuljóma sínum og fara ekki nógu oft í ræktina því þær eiga svo mörg börn. Eru svona skvapkenndar einhvernveginn. Ekki stinnar, ekki allsstaðar allavega. Eru bara eitthvað ómálaðar og með bónussjampó í hárinu og bara með eigin augnhár og nagaðar, ólakkaðar neglur. Alls ekki ófríðar, bara svona einhvern veginn ekkert búnar að taka sig til. Ekki tussulegar, bara svona venjulegar. Heitustu kellingar sem ég hef hitt! Og vitiði afhverju? AF ÞVÍ AÐ ÞEIM ER DRULL!!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun