Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen
Til þess að fá svör við því ræddi Vísir við landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur, varnartröllið Guðrún Arnardóttur og miðjumanninn klára Hildi Antonsdóttur. Vildum við fá álit þeirra á nýju treyjunni sem og hvort það skipti yfir höfuð að leika í treyju sem manni finnst flott. Svör landsliðskvennanna samantekin má sjá hér fyrir neðan.
Íslenska landsliðið leikur í kvöld gegn því þýska á Tivoli leikvanginum í Aachen. Það verður þrautinni þyngri að ná úrslitum gegn ógnarsterku liði Þjóðverja en stelpurnar okkar eru hvergi bangnar og ætla sér að leggja allt í sölurnar til að ná settu marki.
Ljóst er að sigurvegarinn í leik liðanna í kvöld mun fara inn í næsta landsleikjahlé á toppi fjórða riðils í A-deild undankeppninnar. Þá nægir Íslandi jafntefli til þess að halda í toppsætið sem það situr nú í.
Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.