Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. apríl 2024 22:33 Stefnt er að því að kynna Bjarna Benediktsson sem nýjan forsætisráðherra á morgun. Vísir/Vilhelm Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór yfir málefnaáherslur og ráðherraskipan flokkanna á fundi í kvöld. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funda í fyrramálið. Stefnt er að því að endurnýjað stjórnarsamstarf og áherslur þess verði kynnt á fréttamannafundi eftir hádegi á morgun. Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar taki síðan formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seinni partinn á morgun. „Þetta virðist vera að ganga saman, en þetta er erfið fæðing. Það er gríðarleg óánægja innan Sjálfstæðisflokksins með það að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að forystufólk innan Framsóknarflokksins og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins hafi rætt við forystufólk í Viðreisn og jafnvel Flokki fólksins að koma til samstarfs í stað Vinstri grænna,“ sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2 . Þessir flokkar hefðu sett fram skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki getað gengið sameiginlega að. Breytingar verða á skipan ráðherra meðal annars vegna brotthvarfs Bjarna úr utanríkisráðuneytinu. Heimir Már sagði að lengst af hefði verið talað um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, myndi fá forsætisráðuneytið. Nú væri Bjarni hins vegar líklegastur. Bjarni hefur verið utanríkisráðherra undanfarna mánuði, en stefnir nú á forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Vinstri grænir munu að öllum líkindum fá nýjan ráðherra við brottför Katrínar Jakobsdóttur, sem sagði af sér embætti ráðherra á sunnudag og þingmennsku í dag vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Erfitt væri að segja til um hvernig ráðherrakapallinn færi. „Þau eru í raun og veru að reyna að setja saman nýjan forgangslista yfir mál sem eigi að beina kröftunum að næstu átján mánuðina. Þar eru orkumálin erfiðust, kannski vegna andstöðu Vinstri grænna um að virkja, og vilja Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna til þess að virkja meira. Síðan eru það útlendingamálin. Þótt stjórnin hafi nýlega kynnt framtíðarsýn í þeim efnum þá er bara mjög mikil óánægja með þau mál hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12 Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór yfir málefnaáherslur og ráðherraskipan flokkanna á fundi í kvöld. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funda í fyrramálið. Stefnt er að því að endurnýjað stjórnarsamstarf og áherslur þess verði kynnt á fréttamannafundi eftir hádegi á morgun. Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar taki síðan formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seinni partinn á morgun. „Þetta virðist vera að ganga saman, en þetta er erfið fæðing. Það er gríðarleg óánægja innan Sjálfstæðisflokksins með það að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að forystufólk innan Framsóknarflokksins og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins hafi rætt við forystufólk í Viðreisn og jafnvel Flokki fólksins að koma til samstarfs í stað Vinstri grænna,“ sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2 . Þessir flokkar hefðu sett fram skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki getað gengið sameiginlega að. Breytingar verða á skipan ráðherra meðal annars vegna brotthvarfs Bjarna úr utanríkisráðuneytinu. Heimir Már sagði að lengst af hefði verið talað um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, myndi fá forsætisráðuneytið. Nú væri Bjarni hins vegar líklegastur. Bjarni hefur verið utanríkisráðherra undanfarna mánuði, en stefnir nú á forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Vinstri grænir munu að öllum líkindum fá nýjan ráðherra við brottför Katrínar Jakobsdóttur, sem sagði af sér embætti ráðherra á sunnudag og þingmennsku í dag vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Erfitt væri að segja til um hvernig ráðherrakapallinn færi. „Þau eru í raun og veru að reyna að setja saman nýjan forgangslista yfir mál sem eigi að beina kröftunum að næstu átján mánuðina. Þar eru orkumálin erfiðust, kannski vegna andstöðu Vinstri grænna um að virkja, og vilja Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna til þess að virkja meira. Síðan eru það útlendingamálin. Þótt stjórnin hafi nýlega kynnt framtíðarsýn í þeim efnum þá er bara mjög mikil óánægja með þau mál hjá Sjálfstæðisflokknum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12 Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12
Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent