„Held ég muni aldrei gleyma þessum leik“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 10:00 Glódís Perla í leik með Íslandi Vísir/Getty Einn leikur gegn Þýskalandi, frá árinu 2017, lifir fersku minni í huga íslenska landsliðsfyrirliðans í fótbolta Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sögulegur leikur í stóra samhenginu. Í kvöld mun íslenska landsliðið í fótbolta reyna sækja úrslit á útivelli gegn sterku liði Þýskalands. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM kvenna 2025. Liðin eru bæði ósigruð í riðlakeppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld. Þýskaland með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Íslands í leikjum gegn Þýskalandi í sögulegu samhengi ekki upp á marga fiska. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Ef vefsíða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að innbyrðis viðureignir Íslands og Þýskalands í kvennaboltanum eru átján talsins. Markatalan í þeim leikjum er 66-6 Þýskalandi í vil og sigurleikur Íslands aðeins einn af þessu átján. Sá leikur fór fram á BRITA-leikvanginum í Þýskalandi þann 20.október 2017 í undankeppni fyrir HM 2019. Lið Íslands var þá þjálfað af Frey Alexanderssyni og eru aðeins þrír af þáverandi leikmönnum liðsins í núverandi landsliðshópi. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem mun leiða lið Íslands inn á völlinn á Tivoli leikvanginum í kvöld þegar að Ísland og Þýskaland mætast í nítjánda sinn. Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma „Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Glódís í samtali við Vísi aðspurð hvort hún muni eftir umræddum leik árið 2017 gegn Þýskalandi. „Þetta var ótrúlega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðarlega vel undirbúnar, með hrikalega gott leikplan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fótbolta, vera mikið með boltann og allt það. „Við vinnum þennan umrædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng innköst og beita skyndisóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðarlega góðan hátt og náðum að sigra. Við nýttum færin okkar ótrúlega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóðverjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“ Liðið þarf að vera tilbúið til þess að þjást til þess að ná í góð úrslit? „Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pólverjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikilvægt núna á móti Þjóðverjunum, ef ekki mikilvægara, að vinna einvígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfirtölu í varnarleiknum líka.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Í kvöld mun íslenska landsliðið í fótbolta reyna sækja úrslit á útivelli gegn sterku liði Þýskalands. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM kvenna 2025. Liðin eru bæði ósigruð í riðlakeppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld. Þýskaland með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Íslands í leikjum gegn Þýskalandi í sögulegu samhengi ekki upp á marga fiska. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Ef vefsíða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að innbyrðis viðureignir Íslands og Þýskalands í kvennaboltanum eru átján talsins. Markatalan í þeim leikjum er 66-6 Þýskalandi í vil og sigurleikur Íslands aðeins einn af þessu átján. Sá leikur fór fram á BRITA-leikvanginum í Þýskalandi þann 20.október 2017 í undankeppni fyrir HM 2019. Lið Íslands var þá þjálfað af Frey Alexanderssyni og eru aðeins þrír af þáverandi leikmönnum liðsins í núverandi landsliðshópi. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem mun leiða lið Íslands inn á völlinn á Tivoli leikvanginum í kvöld þegar að Ísland og Þýskaland mætast í nítjánda sinn. Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma „Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Glódís í samtali við Vísi aðspurð hvort hún muni eftir umræddum leik árið 2017 gegn Þýskalandi. „Þetta var ótrúlega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðarlega vel undirbúnar, með hrikalega gott leikplan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fótbolta, vera mikið með boltann og allt það. „Við vinnum þennan umrædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng innköst og beita skyndisóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðarlega góðan hátt og náðum að sigra. Við nýttum færin okkar ótrúlega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóðverjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“ Liðið þarf að vera tilbúið til þess að þjást til þess að ná í góð úrslit? „Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pólverjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikilvægt núna á móti Þjóðverjunum, ef ekki mikilvægara, að vinna einvígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfirtölu í varnarleiknum líka.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira