Þurfa hugrekki og þor: „Fórna öllu fyrir þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 14:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsiðsins í fótbolta, segir sitt lið þurfa að þora að spila á sínum gildum í kvöld gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025. Sýna hugrekki. Þýska liðið sé mjög gott en það sé íslenska liðið líka. Hann segir íslenska liðið ætla að fórna öllu í leik kvöldsins og sjá hverju það skilar. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á Tivoli-leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðar í dag. Vísir ræddi við Þorstein fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Tivoli-leikvanginum í gær. Hann var ánægður með umgjörðina sjálfa á leikvanginum sjálfum en hafði sínar skoðanir á vellinum sjálfum sem blaðamaður tekur undir. Ljóst er að völlurinn er ekki upp á sitt besta, virkaði loðinn og tættur. Klippa: Þurfa að sýna hugrekki og þor: Fórna öllu í þetta „Grasið virkar ekkert voðalega gott en bara allt í lagi. Umgjörðin er hins vegar flott og allt í standi held ég.“ Íslenska landsliðið mætir til leiks í kvöld á toppi fjórða riðils í A-deild eftir 3-0 sigur á Póllandi í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir eru í 2.sæti riðilsins með sama stigafjölda en verri markatölu eftir 3-2 sigur á Austurríki. „Leikurinn á móti Þjóðverjum verður allt öðru vísi en á móti Pólverjunum. Þýska liðið mun pressa okkur hátt á vellinum, þær munu vera mjög agressívar. Við þurfum að þora að vera við sjálf. Þora að vera með boltann og vera góð í návígjum. Bæði með og án bolta. Þora að vera við sjálf og sýna hugrekki á vellinum. Það er það sem við þurfum að fara með inn í leikinn. Hugrökk alla leið og þora að framkvæma þá hluti sem við getum. Við vitum að þetta þýska lið er gott. En að sama skapi teljum við okkur líka vera með gott lið. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt en við ætlum okkur hluti í þessum leik. Ætlum okkur að spila góðan leik og gefa allt í þetta. Ef við getum gengið sátt frá því sem við lögðum í leikinn þá getum við uppskorið góða hluti. Markmiðið er bara að leggja allt í sölurnar. Fórna öllu fyrir þetta. Svo sjáum við hverju það skilar okkur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikur Þýskalands og Íslands fer fram á Tivoli-leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðar í dag. Vísir ræddi við Þorstein fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Tivoli-leikvanginum í gær. Hann var ánægður með umgjörðina sjálfa á leikvanginum sjálfum en hafði sínar skoðanir á vellinum sjálfum sem blaðamaður tekur undir. Ljóst er að völlurinn er ekki upp á sitt besta, virkaði loðinn og tættur. Klippa: Þurfa að sýna hugrekki og þor: Fórna öllu í þetta „Grasið virkar ekkert voðalega gott en bara allt í lagi. Umgjörðin er hins vegar flott og allt í standi held ég.“ Íslenska landsliðið mætir til leiks í kvöld á toppi fjórða riðils í A-deild eftir 3-0 sigur á Póllandi í fyrstu umferð. Þjóðverjarnir eru í 2.sæti riðilsins með sama stigafjölda en verri markatölu eftir 3-2 sigur á Austurríki. „Leikurinn á móti Þjóðverjum verður allt öðru vísi en á móti Pólverjunum. Þýska liðið mun pressa okkur hátt á vellinum, þær munu vera mjög agressívar. Við þurfum að þora að vera við sjálf. Þora að vera með boltann og vera góð í návígjum. Bæði með og án bolta. Þora að vera við sjálf og sýna hugrekki á vellinum. Það er það sem við þurfum að fara með inn í leikinn. Hugrökk alla leið og þora að framkvæma þá hluti sem við getum. Við vitum að þetta þýska lið er gott. En að sama skapi teljum við okkur líka vera með gott lið. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt en við ætlum okkur hluti í þessum leik. Ætlum okkur að spila góðan leik og gefa allt í þetta. Ef við getum gengið sátt frá því sem við lögðum í leikinn þá getum við uppskorið góða hluti. Markmiðið er bara að leggja allt í sölurnar. Fórna öllu fyrir þetta. Svo sjáum við hverju það skilar okkur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira