Nestið hennar Katrínar Sigurjón Þórðarson skrifar 9. apríl 2024 11:31 Fráfarandi ríkisstjórn er nú í andslitrunum, að leysast upp og ráðherrarnir með örfáum undantekningum hafa lagst á flótta frá verkefnum sínum, sem þeir hafa meira og minna gefist upp á. Ekki þarf að fjölyrða um undanhald Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsetisráðherra, sem hyggst setjast að á Bessastöðum. Bjani Benediktsson hefur hrakist úr fjármálaráðuneytinu vegna klúðurs og óstjórnar í efnahagsmálum en á landinu geisa okurvextir, halli er á ríkissjóði og verðbólga þrálát. Hann virðist ætla að staldra stutt við í utanríkisráðuneytinu þar sem einhver þarf að manna forsætisráðuneytið. Eitt af verkefnum forsætisráðherra er að vera yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu og gæta að siðareglum ráðherra. Flestir landsmenn og jafnvel innvígðir sjálfstæðismenn sjá annmarka á því að Bjarni sé rétti maðurinn í stólinn, þar sem hann hefur verið staðinn af því að segja ósatt um skattakjólsfélagið Falson, fela skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, hefur verið yfirheyrður fyrir dómi vegna misferla í hruninu og nýjasta nýtt er „salan“ á Íslandsbanka. Eflaust er enginn í ríkisstjórninni fegnari en þreyttur Sigurður Ingi, fráfarandi innviðaráðherra, að komast frá ráðuneytinu sínu, en hann hefur verið algerlega verklaus, þrátt fyrir háleit markmið í stjórnarsáttmála að taka „fast utan um húsnæðismálin“ og „bæta réttarstöðu leigjenda“. Vissulega hefur innviðaráðherra sett upp íburðarmiklar glærusýningar, jafnvel fyrir næstu tvo, þrjá áratugina, en það sem liggur fyrir á kjörtímabilinu stenst ekki þessar langtímaáætlanir og er heldur langt frá því að uppfylla þá þörf sem blasir við þjóðinni. Svandís Svavarsdóttir er á harðahlaupum ekki aðeins undan áliti Umboðsmanns Alþingis heldur einnig stefnuskrá VG, en hún hefur t.d. miklu frekar lagt stein í götu strandveiða en hitt og gerst auðmjúkur þjónn í öllum verkum sínum við sægreifana. Það er einna helst að Guðrún Hafsteinsdóttir sinni embættisverkum, en hún hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem miðar að því að afnema íslenskar sérreglur sem lækka þröskuldana fyrir veitingu alþjóðlegrar verndar, nokkuð sem lengi hefur staðið til að gera, en Vinstri Grænir hafa hingað til náð að tefja. Það segir kannski sitt um skoðun Katrínar Jakobsdóttur á samferðamönnum sínum, að hennar síðasta verk var að nesta nýja ríkisstjórn og gefa út handbók um siðareglur ráðherra. Það er augljóst að eigin hagur ráðamanna ræður för við að framlengja líf ríkisstjórnarinnar, sem óttast skiljanlega dóm kjósenda. Augljóslega ræður ekki hagur almennings sem glímir við okurvexti og háan húsnæðiskostnað. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn er nú í andslitrunum, að leysast upp og ráðherrarnir með örfáum undantekningum hafa lagst á flótta frá verkefnum sínum, sem þeir hafa meira og minna gefist upp á. Ekki þarf að fjölyrða um undanhald Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsetisráðherra, sem hyggst setjast að á Bessastöðum. Bjani Benediktsson hefur hrakist úr fjármálaráðuneytinu vegna klúðurs og óstjórnar í efnahagsmálum en á landinu geisa okurvextir, halli er á ríkissjóði og verðbólga þrálát. Hann virðist ætla að staldra stutt við í utanríkisráðuneytinu þar sem einhver þarf að manna forsætisráðuneytið. Eitt af verkefnum forsætisráðherra er að vera yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu og gæta að siðareglum ráðherra. Flestir landsmenn og jafnvel innvígðir sjálfstæðismenn sjá annmarka á því að Bjarni sé rétti maðurinn í stólinn, þar sem hann hefur verið staðinn af því að segja ósatt um skattakjólsfélagið Falson, fela skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, hefur verið yfirheyrður fyrir dómi vegna misferla í hruninu og nýjasta nýtt er „salan“ á Íslandsbanka. Eflaust er enginn í ríkisstjórninni fegnari en þreyttur Sigurður Ingi, fráfarandi innviðaráðherra, að komast frá ráðuneytinu sínu, en hann hefur verið algerlega verklaus, þrátt fyrir háleit markmið í stjórnarsáttmála að taka „fast utan um húsnæðismálin“ og „bæta réttarstöðu leigjenda“. Vissulega hefur innviðaráðherra sett upp íburðarmiklar glærusýningar, jafnvel fyrir næstu tvo, þrjá áratugina, en það sem liggur fyrir á kjörtímabilinu stenst ekki þessar langtímaáætlanir og er heldur langt frá því að uppfylla þá þörf sem blasir við þjóðinni. Svandís Svavarsdóttir er á harðahlaupum ekki aðeins undan áliti Umboðsmanns Alþingis heldur einnig stefnuskrá VG, en hún hefur t.d. miklu frekar lagt stein í götu strandveiða en hitt og gerst auðmjúkur þjónn í öllum verkum sínum við sægreifana. Það er einna helst að Guðrún Hafsteinsdóttir sinni embættisverkum, en hún hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem miðar að því að afnema íslenskar sérreglur sem lækka þröskuldana fyrir veitingu alþjóðlegrar verndar, nokkuð sem lengi hefur staðið til að gera, en Vinstri Grænir hafa hingað til náð að tefja. Það segir kannski sitt um skoðun Katrínar Jakobsdóttur á samferðamönnum sínum, að hennar síðasta verk var að nesta nýja ríkisstjórn og gefa út handbók um siðareglur ráðherra. Það er augljóst að eigin hagur ráðamanna ræður för við að framlengja líf ríkisstjórnarinnar, sem óttast skiljanlega dóm kjósenda. Augljóslega ræður ekki hagur almennings sem glímir við okurvexti og háan húsnæðiskostnað. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar