Samkvæmt heimildum fréttastofu er útlit fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Bjarni hefur ekki viljað staðfesta þetta. Þá bendir allt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við fjármálaráðuneytinu og Svandís Svavarsdóttir færi sig í innviðaráðuneytið. Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu á Vísi:
Netverjar hafa ekki legið á viðbrögðum. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, segir þessa ríkisstjórn ekkert annað en athyglissjúka.
athyglissjúkasta ríkisstjórn sem hefur setið hingað til
— Lenya Rún (@Lenyarun) April 9, 2024
Matti varpar fram ágætri spurningu.
Getum við ekki bara sparað pening og haft bæði kosningar um forsetaembættið og til alþings á sama tíma. Skera þessa þjóð úr þessari blessuðu snöru sem núverandi/verðandibreytta ríkisstjórn er búin að herða um hálsa borgara landsins.
— Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) April 9, 2024
Pétur Örn sparar ekki stóru orðin.
Bjarni Ben næsti forsætisráðherra?
— Pétur Örn (@peturgisla) April 9, 2024
Í hvaða trúða lýðræði lifum við í alvörunni? pic.twitter.com/wLZO9wc6Sf
Haukur Heiðar segir Bjarna alls ekki besta kandídat Sjálfstæðismanna í embætti forsætisráðherra.
listinn er endalaus!
— Haukur Heiðar (@haukurh) April 9, 2024
Ofan á það að það hefðu verið betri kandidatar xD í þetta djobb (t.d. Þórdís) að þá hefur þjóðin verið svikin um kosningar einfaldlega til að halda lífi í rotnandi líki sem er þessi ríkisstjórn.
Stólaskiptin hafa tekið tímann sinn.
Stærsta verkefni þessarar ríkisstjórnar hefur verið ríkisstjórnin sjálf. Hún hefur eytt meiri tíma í að raða, endurraða og skipta um stóla en í alvöru mál.
— Gunni (@GunniBer) April 9, 2024
Þetta er ömurleg ríkisstjórn.
Já, það er spurning hvernig VG-liðar líta á þetta.
Vinstri græn hljóta að vera ánægð með það hvernig nýja ríkisstjórnin lítur út á mynd ... pic.twitter.com/voDn1RpNwq
— svansson (@svansson) April 9, 2024
Sigmundur Davíð hefur mikilvægari hluti til að hugsa um en einhvern ráðherrakapal.
Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.
— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024
Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7
Innlit hjá stjórnarandstöðunni?
Stjórnarandstaðan right now. pic.twitter.com/AJkluAFL7x
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 9, 2024