Segir Play með 45 prósent íslenskra farþega í Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2024 21:21 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play. Einar Árnason Nýr forstjóri Play segir flugfélagið komið með 45 prósent íslenskra farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Hann segir vísbendingar um að ferðamannafjöldi til Íslands í ár verði svipaður og í fyrra, jafnvel meiri. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í tilefni hlutafjárútboðs. Félagið beinir núna fimmhundruð milljóna króna útboði að almenningi og smærri hluthöfum en var áður búið að sækja sér aukið hlutafé til fagfjárfesta. „Við erum fyrir nokkru búin að tilkynna að við erum búin að safna 4.500 milljónum í þeirri hlutafjárhækkun. Og þetta er svona lokahnykkurinn,“ segir Einar. Play er núna með tíu Airbus-þotur í flotanum.Vilhelm Gunnarsson Á nærri þriggja ára rekstrartíma hefur Play ekki enn náð að skila hagnaði. Forstjórinn segir ekki óeðlilegt að slíkt taki þrjú til fjögur ár. „Þetta tekur alltaf svolítinn tíma. En við erum að gera ráð fyrir að við förum í kringum núllið á þessu ári og síðan í plús á því næsta. Og það er ekkert úr takti við það sem við sjáum hjá erlendum félögum.“ Félagið er komið með tíu þotur og yfir fimmhundruð starfsmenn. Einar Örn áætlar að veltan í ár verði um fjörutíu milljarðar króna og að um ein og hálf milljóna farþega fljúgi með Play á árinu. Þannig fari núna fimmti hver farþegi um Leifsstöð með Play og hlutfall Íslendinga sé orðið enn hærra. „Það eru auðvitað tugir flugfélaga þarna og eitt sem gnæfir yfir. Svo erum við næststærstir en með tuttugu prósent í Keflavík. En erum með, að okkar mati, um það bil 45 prósent af öllum Íslendingum. Og það sýnir, að okkar mati, að þegar við höfum náð að kynna okkur fyrir markaðnum þá er okkur mjög vel tekið,“ segir forstjórinn. Um 20 prósent farþega um Leifsstöð fljúga með Play, en 45 prósent Íslendinga, að sögn forstjóra félagsins.Vilhelm Gunnarsson Misvísandi upplýsingar hafa borist að undanförnu um hvernig horfir í ferðaþjónustu. En hvernig meta þau hjá Play stöðuna? „Merkin sem við erum að fá eru að árið 2024 verði í ferðamannafjölda til Íslands eitthvað svipað og í fyrra. Ég myndi halda frekar örlítil aukning heldur en örlítill samdráttur. En sem sagt, frekar svipað.“ Athygli vakti í síðasta mánuði að Birgir Jónsson vék úr starfi forstjóra fyrir Einari Erni sem verið hafði stjórnarformaður Play í þrjú ár en hann er stærsti eigandinn. „Ég er að setja drjúgan hluta af mínum peningum í þetta og langar bara svolítið að fylgja þeirri fjárfestingu minni eftir með þessum hætti,“ segir Einar Örn Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Airbus Tengdar fréttir Forstjóraskipti hjá Play Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY. 17. mars 2024 16:27 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18 Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í tilefni hlutafjárútboðs. Félagið beinir núna fimmhundruð milljóna króna útboði að almenningi og smærri hluthöfum en var áður búið að sækja sér aukið hlutafé til fagfjárfesta. „Við erum fyrir nokkru búin að tilkynna að við erum búin að safna 4.500 milljónum í þeirri hlutafjárhækkun. Og þetta er svona lokahnykkurinn,“ segir Einar. Play er núna með tíu Airbus-þotur í flotanum.Vilhelm Gunnarsson Á nærri þriggja ára rekstrartíma hefur Play ekki enn náð að skila hagnaði. Forstjórinn segir ekki óeðlilegt að slíkt taki þrjú til fjögur ár. „Þetta tekur alltaf svolítinn tíma. En við erum að gera ráð fyrir að við förum í kringum núllið á þessu ári og síðan í plús á því næsta. Og það er ekkert úr takti við það sem við sjáum hjá erlendum félögum.“ Félagið er komið með tíu þotur og yfir fimmhundruð starfsmenn. Einar Örn áætlar að veltan í ár verði um fjörutíu milljarðar króna og að um ein og hálf milljóna farþega fljúgi með Play á árinu. Þannig fari núna fimmti hver farþegi um Leifsstöð með Play og hlutfall Íslendinga sé orðið enn hærra. „Það eru auðvitað tugir flugfélaga þarna og eitt sem gnæfir yfir. Svo erum við næststærstir en með tuttugu prósent í Keflavík. En erum með, að okkar mati, um það bil 45 prósent af öllum Íslendingum. Og það sýnir, að okkar mati, að þegar við höfum náð að kynna okkur fyrir markaðnum þá er okkur mjög vel tekið,“ segir forstjórinn. Um 20 prósent farþega um Leifsstöð fljúga með Play, en 45 prósent Íslendinga, að sögn forstjóra félagsins.Vilhelm Gunnarsson Misvísandi upplýsingar hafa borist að undanförnu um hvernig horfir í ferðaþjónustu. En hvernig meta þau hjá Play stöðuna? „Merkin sem við erum að fá eru að árið 2024 verði í ferðamannafjölda til Íslands eitthvað svipað og í fyrra. Ég myndi halda frekar örlítil aukning heldur en örlítill samdráttur. En sem sagt, frekar svipað.“ Athygli vakti í síðasta mánuði að Birgir Jónsson vék úr starfi forstjóra fyrir Einari Erni sem verið hafði stjórnarformaður Play í þrjú ár en hann er stærsti eigandinn. „Ég er að setja drjúgan hluta af mínum peningum í þetta og langar bara svolítið að fylgja þeirri fjárfestingu minni eftir með þessum hætti,“ segir Einar Örn Ólafsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Airbus Tengdar fréttir Forstjóraskipti hjá Play Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY. 17. mars 2024 16:27 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18 Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Forstjóraskipti hjá Play Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY. 17. mars 2024 16:27
Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11
Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18
Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03