„Mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 20:33 Glódís Perla var til viðtals eftir 3-1 tap Íslands í Þýskalandi gegn heimakonum í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2025 Vísir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta upplifir blendnar tilfinningar í kjölfar 3-1 taps gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld. Liðin mættust á Tivoli leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands þar sem að Þjóðverjar komust strax yfir á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið vann sig til baka en varð svo fyrir áfalli er Sveindís Jane, sem hafði verið með bestu leikmönnum vallarins var tekin úr leik eftir harkalegt brot. „Blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Leikplanið í byrjun leiks var gott, mér fannst það vera að ganga upp. Auðvitað lendum við í smá mótlæti þegar að Sveindís meiðist og þarf að fara út af. Það riðlar planinu okkar. Fáum inn öðruvísi leikmann og náum ekki að ógna þeim eins mikið bakvið línu líkt og við vorum að gera í byrjun leiks. Þá voru mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld. Það er erfitt að halda hreinu á móti Þýskalandi en maður vill að þær þurfi að hafa meira fyrir því að skora mörkin heldur en mörkin sem þær skora í fyrri hálfleik. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt í þennan leik. Vinnuframlag frá öllum upp á tíu.“ Hvernig horfir brotið á Sveindísi við þér? „Ég hef ekki séð þetta aftur en bara frekar ljótt brot held ég. Það þarf alveg mikið átak til þess að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér finnst þetta bara ógeðslega ljótt brot." Austurríki, sem einnig er í riðli með Íslandi, vann sinn leik gegn Póllandi í kvöld og því eru Ísland og Austurríki jöfn að stigum eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar með þrjú stig. Liðin mætast tvívegis í næsta landsleikjaglugga. Tveir úrslitaleikir framundan sem munu segja mikið um möguleika Íslands á EM sæti. „Þetta verða hörkuleikir. Austurríki er með gott lið. Þær skoruðu tvö mörk á móti Þýskalandi og voru nálægt því að vinna leikinn. Áttu víst ekki að fá á sig þetta víti sem kláraði leikinn fyrir Þýskaland. Þetta verður hörku verkefni. Tveir úrslitaleikir. Við byrjum á útivelli og skiptir því miklu máli að ná í úrslit þar. Svo tökum við bara leik fyrir leik.“ Viðtalið við Glódísi Perlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Liðin mættust á Tivoli leikvanginum í Aachen í Vesturhluta-Þýskalands þar sem að Þjóðverjar komust strax yfir á upphafsmínútum leiksins. Íslenska liðið vann sig til baka en varð svo fyrir áfalli er Sveindís Jane, sem hafði verið með bestu leikmönnum vallarins var tekin úr leik eftir harkalegt brot. „Blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Leikplanið í byrjun leiks var gott, mér fannst það vera að ganga upp. Auðvitað lendum við í smá mótlæti þegar að Sveindís meiðist og þarf að fara út af. Það riðlar planinu okkar. Fáum inn öðruvísi leikmann og náum ekki að ógna þeim eins mikið bakvið línu líkt og við vorum að gera í byrjun leiks. Þá voru mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld. Það er erfitt að halda hreinu á móti Þýskalandi en maður vill að þær þurfi að hafa meira fyrir því að skora mörkin heldur en mörkin sem þær skora í fyrri hálfleik. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt í þennan leik. Vinnuframlag frá öllum upp á tíu.“ Hvernig horfir brotið á Sveindísi við þér? „Ég hef ekki séð þetta aftur en bara frekar ljótt brot held ég. Það þarf alveg mikið átak til þess að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér finnst þetta bara ógeðslega ljótt brot." Austurríki, sem einnig er í riðli með Íslandi, vann sinn leik gegn Póllandi í kvöld og því eru Ísland og Austurríki jöfn að stigum eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar með þrjú stig. Liðin mætast tvívegis í næsta landsleikjaglugga. Tveir úrslitaleikir framundan sem munu segja mikið um möguleika Íslands á EM sæti. „Þetta verða hörkuleikir. Austurríki er með gott lið. Þær skoruðu tvö mörk á móti Þýskalandi og voru nálægt því að vinna leikinn. Áttu víst ekki að fá á sig þetta víti sem kláraði leikinn fyrir Þýskaland. Þetta verður hörku verkefni. Tveir úrslitaleikir. Við byrjum á útivelli og skiptir því miklu máli að ná í úrslit þar. Svo tökum við bara leik fyrir leik.“ Viðtalið við Glódísi Perlu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira