Skýrsla eftir tap í Aachen: Svei þér Hendrich! Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 21:32 Diljá Ýr Zomers í baráttunni fyrir íslenska liðið í leik kvöldsins Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sætta sig við 3-1 tap gegn Þýskalandi á útivelli í undankeppni EM 2025 í kvöld. Aðstæðurnar í Aachen í kvöld voru á þann veg að maður taldi góðar líkur á góðum úrslitum fyrir Ísland. Veðurfarslega voru aðstæður frábærar og inn á leikvanginum var stemningin meðal þýskra áhorfenda á þá leið að hún getur ekki hafa valdið sviðsskrekk hjá okkar konum. Samt sem áður, þrátt fyrir allt þetta, byrjað leikurinn á versta veg fyrir okkar konur. Lea Schuller, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen var ein á auðum sjó innan vítateigs Íslands og var boðið upp á frítt færi til þess að koma Þýskalandi yfir. Hún þakkaði pent fyrir það færi og gerði akkúrat það. Atburðarás þvert á það sem maður hafði heyrt frá íslensku leikmönnunum í aðdraganda leiksins um það sem ætti að gerast. Var allt að fara stefna á versta veg? Í staðinn fyrir að láta þessar miður góðu vendingar slá sig út af laginu, spyrntu stelpurnar okkar sér frá botninum. Ógnin sem felst í löngu innköstum Sveindísar Jane. Sú ógn er raunveruleg dömur mínar og herrar. Það í bland við styrk Glódísar Perlu innan teigs til þess að fleyta boltanum áfram lengra inn á hættusvæði. Eitthvað var að lokum undan að láta. Íslenska liðið fékk tvö dauðafæri til þess að jafna leikinn. Fyrst Ingibjörg Sigurðar svo Hildur Antons en inn vildi boltinn ekki. Er þetta einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp? Nei sagði Hlín Eiríksdóttir sem var eina breytingin á liði Íslands milli leikja hjá Þorsteini landsliðsþjálfara. Hlín hafði verið ógnandi eftir mark Þýskalands og áræðni hennar skilaði sér í jöfnunarmarki Íslands. Loksins! Skömmu eftir íslenska markið urðum við þó fyrir áfalli. Kathrin Hendrich, liðsfélagi Sveindísar Jane, fór í glórulausa tæklingu. Viljandi tæklingu því Sveindís var á leið í afar ákjósanlega stöðu einn á einn! Sveindís féll við og útlitið var strax slæmt. Hún hélt um öxl sína, gerði tilraun til þess að halda leik áfram en sársaukinn var það mikill að hún þurfti að víkja af velli og fór beinustu leið upp á sjúkrahús í myndatöku. Svei þér Hendrich. Maður myndi vilja vera fluga á vegg þegar hún snýr aftur til síns félagsliðs. Forráðamenn Wolfsburg væntanlega ekki ánægðir með framgöngu Hendrich og mætti líkja þessu við að kýla sjálfan sig af fullum þunga í andlitið. Þjóðverjarnir gengu á lagið eftir brotthvarf Sveindísar því skiljanlega hafði það sín áhrif á leikskipulag og sóknarupplegg Íslands. Þýska liðið kom sér aftur yfir. Aftur var það Lea Schuller sem skoraði. Sóknarþungi Þjóðverja var gífurlegur og á versta mögulega tímanum, nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks, bætti Lena Oberdorf við þriðja marki liðsins. Úr því sem komið var náði íslenska liðið að halda sjó í seinni hálfleik án þess að skaðinn yrði meiri. Lokatölur 3-1 sigur Þjóðverja sem tylla sér á topp riðilsins. Fyrsti landsleikjaglugginn í undankeppninni endar með einum sigri og einu tapi fyrir Ísland og er liðið með jafnmörg stig og Austurríki í öðru og þriðja sæti. Framundan, í næsta verkefni, eru tveir leikir gegn Austurríki. Leikir sem óhætt er að kalla úrslitaleiki því fjögur til sex stig úr þeim leikjum gætu gert gæfumuninn og jafnvel tryggt EM sæti. Heilt yfir má finna marga jákvæða punkta í leik Íslands í nýafstöðnu verkefni. Nú er að þjappa sér saman og koma af krafti inn í næstu leiki. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Samt sem áður, þrátt fyrir allt þetta, byrjað leikurinn á versta veg fyrir okkar konur. Lea Schuller, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen var ein á auðum sjó innan vítateigs Íslands og var boðið upp á frítt færi til þess að koma Þýskalandi yfir. Hún þakkaði pent fyrir það færi og gerði akkúrat það. Atburðarás þvert á það sem maður hafði heyrt frá íslensku leikmönnunum í aðdraganda leiksins um það sem ætti að gerast. Var allt að fara stefna á versta veg? Í staðinn fyrir að láta þessar miður góðu vendingar slá sig út af laginu, spyrntu stelpurnar okkar sér frá botninum. Ógnin sem felst í löngu innköstum Sveindísar Jane. Sú ógn er raunveruleg dömur mínar og herrar. Það í bland við styrk Glódísar Perlu innan teigs til þess að fleyta boltanum áfram lengra inn á hættusvæði. Eitthvað var að lokum undan að láta. Íslenska liðið fékk tvö dauðafæri til þess að jafna leikinn. Fyrst Ingibjörg Sigurðar svo Hildur Antons en inn vildi boltinn ekki. Er þetta einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp? Nei sagði Hlín Eiríksdóttir sem var eina breytingin á liði Íslands milli leikja hjá Þorsteini landsliðsþjálfara. Hlín hafði verið ógnandi eftir mark Þýskalands og áræðni hennar skilaði sér í jöfnunarmarki Íslands. Loksins! Skömmu eftir íslenska markið urðum við þó fyrir áfalli. Kathrin Hendrich, liðsfélagi Sveindísar Jane, fór í glórulausa tæklingu. Viljandi tæklingu því Sveindís var á leið í afar ákjósanlega stöðu einn á einn! Sveindís féll við og útlitið var strax slæmt. Hún hélt um öxl sína, gerði tilraun til þess að halda leik áfram en sársaukinn var það mikill að hún þurfti að víkja af velli og fór beinustu leið upp á sjúkrahús í myndatöku. Svei þér Hendrich. Maður myndi vilja vera fluga á vegg þegar hún snýr aftur til síns félagsliðs. Forráðamenn Wolfsburg væntanlega ekki ánægðir með framgöngu Hendrich og mætti líkja þessu við að kýla sjálfan sig af fullum þunga í andlitið. Þjóðverjarnir gengu á lagið eftir brotthvarf Sveindísar því skiljanlega hafði það sín áhrif á leikskipulag og sóknarupplegg Íslands. Þýska liðið kom sér aftur yfir. Aftur var það Lea Schuller sem skoraði. Sóknarþungi Þjóðverja var gífurlegur og á versta mögulega tímanum, nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks, bætti Lena Oberdorf við þriðja marki liðsins. Úr því sem komið var náði íslenska liðið að halda sjó í seinni hálfleik án þess að skaðinn yrði meiri. Lokatölur 3-1 sigur Þjóðverja sem tylla sér á topp riðilsins. Fyrsti landsleikjaglugginn í undankeppninni endar með einum sigri og einu tapi fyrir Ísland og er liðið með jafnmörg stig og Austurríki í öðru og þriðja sæti. Framundan, í næsta verkefni, eru tveir leikir gegn Austurríki. Leikir sem óhætt er að kalla úrslitaleiki því fjögur til sex stig úr þeim leikjum gætu gert gæfumuninn og jafnvel tryggt EM sæti. Heilt yfir má finna marga jákvæða punkta í leik Íslands í nýafstöðnu verkefni. Nú er að þjappa sér saman og koma af krafti inn í næstu leiki.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira