Leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík Eva Sóley Guðbjörnsdóttir skrifar 10. apríl 2024 08:30 Í næstu viku koma saman í Reykjavík margir helstu leiðtogar og sérfræðingar á sviði gagnaversiðnaðar alls staðar að úr heiminum til að ræða leiðir til sjálfbærrar uppbyggingar innviða í þessum geira. Þetta fólk hittist á ráðstefnunni Datacloud ESG Summit 2024 í Hörpu dagana 17. og 18. apríl og er hún líklega stærsti viðburður innan þessa geira sem haldinn hefur verið á Íslandi. Þessi leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík er nú haldin í annað sinn, en fyrsti fundurinn fór fram í Ósló á síðasta ári, þar sem saman komu 350 þátttakendur frá yfir 100 fyrirtækjum. Fyrir Ísland er heiður að verða fyrir valinu fyrir þessa ráðstefnu og endurspeglar um leið árangur við uppbyggingu tækniinnviða hér og það mikilvæga hlutverk sem norðurslóðir leika við rekstur gagnavera. Hér á Íslandi og víðar á norðurslóðum eru aðstæður þannig að þær leggjast sérstaklega á árar með umhverfinu við rekstur gagnavera, bæði vegna svalara loftslags og aðgangs að endurnýjanlegri orku. Þetta eru hlutir sem skipta máli á heimsvísu vegna möguleika fyrirtækja til að draga úr orkunotkun og útblæstri með því að vista gögn og beina útreikningum í gagnaver sem sjálf eru rekin á sjálfbæran máta. Hér heima skapar starfsemin svo störf og til verður verðmæt þekking í umhverfi sem stöðugt reiðir sig meira á fjarvistun gagna og útreikninga sem útheimta ofurtölvureiknigetu, svo sem vegna gervigreindar og þróunar henni tengdri. Þá aflar þessi starfsemi þjóðarbúinu líka tekna með beinum hætti með kaupum á raforku sem til verður hér innanlands. Fyrir tilstilli innviðauppbyggingar hér á landi og aðgangs að endurnýjanlegri orku geta fyrirtæki um allan heim unnið umhverfinu gagn og tekið skref til að uppfylla ákvæði um sjálfbærni í rekstri með vistun gagna hér. Þetta er meðal þess sem til umræðu verður á ráðstefnunni og þar verða líka kynnt gögn sem tæknifyrirtækið Crusoe Energy hefur tekið saman í samstarfi við gagnaversiðnaðinn og sýna fram á þann umhverfisávinning sem hafa má með rekstri gagnavera á norðurslóðum. Þó að umhverfisávinningurinn blasi við, þá þarf líka að vera hægt að sýna fram á hann og sanna. Aðstandendur ráðstefnunnar eru meðvitaðir um sérstöðu Íslands og benda á að þó að ekki sé hægt að byggja öll gagnaver í svölu loftslagi þá sé hér á landi að finna forskrift af margs konar leiðum sem séu til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í þessum geira. Hér á landi sé umhverfisvitund almenn og áhersla á sjálfbærni slík að hún geti verið öðrum innblástur við uppbyggingu stafrænna innviða og gagnavera um heim allan. Með því að halda ráðstefnuna hér, þar sem leiðir eru greiðar til allra helstu stórborga beggja vegna Atlantsála, má ætla að þátttaka verði góð og efla megi samstöðu í þessum geira um mikilvægi sjálfbærni í rekstri gagnavera og við uppbyggingu innviða þeim tengdum. Við hlökkum til að leggja okkar lóð á þá vogarskál. Höfundur er fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri atNorth. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku koma saman í Reykjavík margir helstu leiðtogar og sérfræðingar á sviði gagnaversiðnaðar alls staðar að úr heiminum til að ræða leiðir til sjálfbærrar uppbyggingar innviða í þessum geira. Þetta fólk hittist á ráðstefnunni Datacloud ESG Summit 2024 í Hörpu dagana 17. og 18. apríl og er hún líklega stærsti viðburður innan þessa geira sem haldinn hefur verið á Íslandi. Þessi leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík er nú haldin í annað sinn, en fyrsti fundurinn fór fram í Ósló á síðasta ári, þar sem saman komu 350 þátttakendur frá yfir 100 fyrirtækjum. Fyrir Ísland er heiður að verða fyrir valinu fyrir þessa ráðstefnu og endurspeglar um leið árangur við uppbyggingu tækniinnviða hér og það mikilvæga hlutverk sem norðurslóðir leika við rekstur gagnavera. Hér á Íslandi og víðar á norðurslóðum eru aðstæður þannig að þær leggjast sérstaklega á árar með umhverfinu við rekstur gagnavera, bæði vegna svalara loftslags og aðgangs að endurnýjanlegri orku. Þetta eru hlutir sem skipta máli á heimsvísu vegna möguleika fyrirtækja til að draga úr orkunotkun og útblæstri með því að vista gögn og beina útreikningum í gagnaver sem sjálf eru rekin á sjálfbæran máta. Hér heima skapar starfsemin svo störf og til verður verðmæt þekking í umhverfi sem stöðugt reiðir sig meira á fjarvistun gagna og útreikninga sem útheimta ofurtölvureiknigetu, svo sem vegna gervigreindar og þróunar henni tengdri. Þá aflar þessi starfsemi þjóðarbúinu líka tekna með beinum hætti með kaupum á raforku sem til verður hér innanlands. Fyrir tilstilli innviðauppbyggingar hér á landi og aðgangs að endurnýjanlegri orku geta fyrirtæki um allan heim unnið umhverfinu gagn og tekið skref til að uppfylla ákvæði um sjálfbærni í rekstri með vistun gagna hér. Þetta er meðal þess sem til umræðu verður á ráðstefnunni og þar verða líka kynnt gögn sem tæknifyrirtækið Crusoe Energy hefur tekið saman í samstarfi við gagnaversiðnaðinn og sýna fram á þann umhverfisávinning sem hafa má með rekstri gagnavera á norðurslóðum. Þó að umhverfisávinningurinn blasi við, þá þarf líka að vera hægt að sýna fram á hann og sanna. Aðstandendur ráðstefnunnar eru meðvitaðir um sérstöðu Íslands og benda á að þó að ekki sé hægt að byggja öll gagnaver í svölu loftslagi þá sé hér á landi að finna forskrift af margs konar leiðum sem séu til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í þessum geira. Hér á landi sé umhverfisvitund almenn og áhersla á sjálfbærni slík að hún geti verið öðrum innblástur við uppbyggingu stafrænna innviða og gagnavera um heim allan. Með því að halda ráðstefnuna hér, þar sem leiðir eru greiðar til allra helstu stórborga beggja vegna Atlantsála, má ætla að þátttaka verði góð og efla megi samstöðu í þessum geira um mikilvægi sjálfbærni í rekstri gagnavera og við uppbyggingu innviða þeim tengdum. Við hlökkum til að leggja okkar lóð á þá vogarskál. Höfundur er fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri atNorth.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun