Leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík Eva Sóley Guðbjörnsdóttir skrifar 10. apríl 2024 08:30 Í næstu viku koma saman í Reykjavík margir helstu leiðtogar og sérfræðingar á sviði gagnaversiðnaðar alls staðar að úr heiminum til að ræða leiðir til sjálfbærrar uppbyggingar innviða í þessum geira. Þetta fólk hittist á ráðstefnunni Datacloud ESG Summit 2024 í Hörpu dagana 17. og 18. apríl og er hún líklega stærsti viðburður innan þessa geira sem haldinn hefur verið á Íslandi. Þessi leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík er nú haldin í annað sinn, en fyrsti fundurinn fór fram í Ósló á síðasta ári, þar sem saman komu 350 þátttakendur frá yfir 100 fyrirtækjum. Fyrir Ísland er heiður að verða fyrir valinu fyrir þessa ráðstefnu og endurspeglar um leið árangur við uppbyggingu tækniinnviða hér og það mikilvæga hlutverk sem norðurslóðir leika við rekstur gagnavera. Hér á Íslandi og víðar á norðurslóðum eru aðstæður þannig að þær leggjast sérstaklega á árar með umhverfinu við rekstur gagnavera, bæði vegna svalara loftslags og aðgangs að endurnýjanlegri orku. Þetta eru hlutir sem skipta máli á heimsvísu vegna möguleika fyrirtækja til að draga úr orkunotkun og útblæstri með því að vista gögn og beina útreikningum í gagnaver sem sjálf eru rekin á sjálfbæran máta. Hér heima skapar starfsemin svo störf og til verður verðmæt þekking í umhverfi sem stöðugt reiðir sig meira á fjarvistun gagna og útreikninga sem útheimta ofurtölvureiknigetu, svo sem vegna gervigreindar og þróunar henni tengdri. Þá aflar þessi starfsemi þjóðarbúinu líka tekna með beinum hætti með kaupum á raforku sem til verður hér innanlands. Fyrir tilstilli innviðauppbyggingar hér á landi og aðgangs að endurnýjanlegri orku geta fyrirtæki um allan heim unnið umhverfinu gagn og tekið skref til að uppfylla ákvæði um sjálfbærni í rekstri með vistun gagna hér. Þetta er meðal þess sem til umræðu verður á ráðstefnunni og þar verða líka kynnt gögn sem tæknifyrirtækið Crusoe Energy hefur tekið saman í samstarfi við gagnaversiðnaðinn og sýna fram á þann umhverfisávinning sem hafa má með rekstri gagnavera á norðurslóðum. Þó að umhverfisávinningurinn blasi við, þá þarf líka að vera hægt að sýna fram á hann og sanna. Aðstandendur ráðstefnunnar eru meðvitaðir um sérstöðu Íslands og benda á að þó að ekki sé hægt að byggja öll gagnaver í svölu loftslagi þá sé hér á landi að finna forskrift af margs konar leiðum sem séu til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í þessum geira. Hér á landi sé umhverfisvitund almenn og áhersla á sjálfbærni slík að hún geti verið öðrum innblástur við uppbyggingu stafrænna innviða og gagnavera um heim allan. Með því að halda ráðstefnuna hér, þar sem leiðir eru greiðar til allra helstu stórborga beggja vegna Atlantsála, má ætla að þátttaka verði góð og efla megi samstöðu í þessum geira um mikilvægi sjálfbærni í rekstri gagnavera og við uppbyggingu innviða þeim tengdum. Við hlökkum til að leggja okkar lóð á þá vogarskál. Höfundur er fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri atNorth. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í næstu viku koma saman í Reykjavík margir helstu leiðtogar og sérfræðingar á sviði gagnaversiðnaðar alls staðar að úr heiminum til að ræða leiðir til sjálfbærrar uppbyggingar innviða í þessum geira. Þetta fólk hittist á ráðstefnunni Datacloud ESG Summit 2024 í Hörpu dagana 17. og 18. apríl og er hún líklega stærsti viðburður innan þessa geira sem haldinn hefur verið á Íslandi. Þessi leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík er nú haldin í annað sinn, en fyrsti fundurinn fór fram í Ósló á síðasta ári, þar sem saman komu 350 þátttakendur frá yfir 100 fyrirtækjum. Fyrir Ísland er heiður að verða fyrir valinu fyrir þessa ráðstefnu og endurspeglar um leið árangur við uppbyggingu tækniinnviða hér og það mikilvæga hlutverk sem norðurslóðir leika við rekstur gagnavera. Hér á Íslandi og víðar á norðurslóðum eru aðstæður þannig að þær leggjast sérstaklega á árar með umhverfinu við rekstur gagnavera, bæði vegna svalara loftslags og aðgangs að endurnýjanlegri orku. Þetta eru hlutir sem skipta máli á heimsvísu vegna möguleika fyrirtækja til að draga úr orkunotkun og útblæstri með því að vista gögn og beina útreikningum í gagnaver sem sjálf eru rekin á sjálfbæran máta. Hér heima skapar starfsemin svo störf og til verður verðmæt þekking í umhverfi sem stöðugt reiðir sig meira á fjarvistun gagna og útreikninga sem útheimta ofurtölvureiknigetu, svo sem vegna gervigreindar og þróunar henni tengdri. Þá aflar þessi starfsemi þjóðarbúinu líka tekna með beinum hætti með kaupum á raforku sem til verður hér innanlands. Fyrir tilstilli innviðauppbyggingar hér á landi og aðgangs að endurnýjanlegri orku geta fyrirtæki um allan heim unnið umhverfinu gagn og tekið skref til að uppfylla ákvæði um sjálfbærni í rekstri með vistun gagna hér. Þetta er meðal þess sem til umræðu verður á ráðstefnunni og þar verða líka kynnt gögn sem tæknifyrirtækið Crusoe Energy hefur tekið saman í samstarfi við gagnaversiðnaðinn og sýna fram á þann umhverfisávinning sem hafa má með rekstri gagnavera á norðurslóðum. Þó að umhverfisávinningurinn blasi við, þá þarf líka að vera hægt að sýna fram á hann og sanna. Aðstandendur ráðstefnunnar eru meðvitaðir um sérstöðu Íslands og benda á að þó að ekki sé hægt að byggja öll gagnaver í svölu loftslagi þá sé hér á landi að finna forskrift af margs konar leiðum sem séu til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í þessum geira. Hér á landi sé umhverfisvitund almenn og áhersla á sjálfbærni slík að hún geti verið öðrum innblástur við uppbyggingu stafrænna innviða og gagnavera um heim allan. Með því að halda ráðstefnuna hér, þar sem leiðir eru greiðar til allra helstu stórborga beggja vegna Atlantsála, má ætla að þátttaka verði góð og efla megi samstöðu í þessum geira um mikilvægi sjálfbærni í rekstri gagnavera og við uppbyggingu innviða þeim tengdum. Við hlökkum til að leggja okkar lóð á þá vogarskál. Höfundur er fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri atNorth.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun