Kjósum Guðrúnu sem biskup fyrir fólkið og framtíðina Herdís Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2024 14:00 Ég hef notið þeirra gæða að hafa fengið að kynnast sóknarprestinum mínum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem nú býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð hana af heilum hug til að gegna því mikilvæga embætti þar sem hún hefur einstaka og sterka framtíðarsýn fyrir kirkjuna og vill eiga erindi og samtal við fólk samtímans. Guðrún er nútímalegur leiðtogi sem mun skapa þjóðkirkjunni nýja ásýnd, enda hefur hún skarpa sýn á hvernig hún vill leiða kirkjuna inn í nýja tíma, verði hún kosin biskup. Í kynningu biskupsefna lýsir hún því hvernig hún vill skapa jarðveg þar sem ríkir starfsánægja og virðing meðal starfsmanna og leikmanna kirkjunnar. Hún vill gefa þjóðkirkjunni þá ásýnd að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sátt ríkir. Ég hef fylgst með framgöngu hennar í starfi og séð hvernig hún hefur vaxið og blómstrað í starfi hjá Grafarvogskirkju. Samhliða því hefur hún skapað umhverfi þar sem aðrir vaxa og dafana og njóta hæfileika sinna í kirkjustarfinu. Sem stjórnandi er Guðrún fagleg, réttsýn og framsækin. Hún ástundar að hlusta á fólk, greina sjónarmið og er lausnarmiðuð og yfirveguð þegar kemur að erfiðum málum og lægir öldur af sanngirni og virðingu við þá sem eiga hlut að máli. Ég treysti henni því vel til að starfa undir álagi og leysa farsællega úr flóknum málum. Guðrún hefur mikla og góða reynslu af safnaðarstarfi, þekkir vel til innviða og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, hefur fjölbreytta menntun í guðfræði og predikunarfræðum og er trú fagnaðarerindinu og kenningum kirkjunnar. Hún hefur einstakt lag á því að tala út frá kærleiksboðskap kristinnar trúar inn í samtímann með boðskap sem mætir öllu fólki jafnt. Þessi reynsla hennar og færni, ásamt sérstökum leiðtogahæfileikum, gerir hana einstaklega frambærilega til að sitja á biskupsstól. Hún hefur einnig sýnt að hún sjálf mætir öllu fólki af mannvirðingu og sem biskup myndi hún vilja samtal og samstarf við þjóðina, enda á hefur hún reynslu af því að mæta einstaklingum á jafnréttisgrundvelli. Guðrún vill hafa jákvæð áhrif inn í samfélagið okkar og standa vörð um mannréttindi og taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap að leiðarljósi. Hún vill laða fólk að kirkjunni og fá fleiri til liðs við kirkjunna. Hún er það biskupsefni sem hefur lýst leiðum til að blása til sóknar með kirkjufólki með nútímalegum og lýðræðislegum leiðum. Hún vill sækja fram og mæta öllum með hvatningu, samtali og samráði. Hún hefur sterka framtíðarsýn um hvernig hún vill efla starf kirkjunnar, fjölga meðlimum kirkjunnar og kynna allt það vandaða starf í söfnuðum vítt um landið, sem á svo mikið erindi við allar manneskjur. Guðrún mun, verði hún kosin biskup, hleypa ferskum blæ inn í þjóðkirkjuna sem boðberi nýrra tíma. Sem biskup myndi Guðrún sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og talmaður hennar koma fram af trúverðugleika og mildi. Kjölfestan í störfum hennar yrði áfram sanngirni, jafnrétti og samráð þar sem kristið siðferði og kærleiksboðskapur verða ávallt í brennidepli. Því vil ég hvetja þá einstaklinga sem nú geta kosið í embætti biskups að skoða vel kynningarefni biskupsefnanna að styðja sr. Guðrún Karls Helgudóttur alla leið í embættið. Biðjum þess að Guðs blessun, friður og sátt muni fylgja verðandi biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grafarvogssókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ég hef notið þeirra gæða að hafa fengið að kynnast sóknarprestinum mínum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem nú býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð hana af heilum hug til að gegna því mikilvæga embætti þar sem hún hefur einstaka og sterka framtíðarsýn fyrir kirkjuna og vill eiga erindi og samtal við fólk samtímans. Guðrún er nútímalegur leiðtogi sem mun skapa þjóðkirkjunni nýja ásýnd, enda hefur hún skarpa sýn á hvernig hún vill leiða kirkjuna inn í nýja tíma, verði hún kosin biskup. Í kynningu biskupsefna lýsir hún því hvernig hún vill skapa jarðveg þar sem ríkir starfsánægja og virðing meðal starfsmanna og leikmanna kirkjunnar. Hún vill gefa þjóðkirkjunni þá ásýnd að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sátt ríkir. Ég hef fylgst með framgöngu hennar í starfi og séð hvernig hún hefur vaxið og blómstrað í starfi hjá Grafarvogskirkju. Samhliða því hefur hún skapað umhverfi þar sem aðrir vaxa og dafana og njóta hæfileika sinna í kirkjustarfinu. Sem stjórnandi er Guðrún fagleg, réttsýn og framsækin. Hún ástundar að hlusta á fólk, greina sjónarmið og er lausnarmiðuð og yfirveguð þegar kemur að erfiðum málum og lægir öldur af sanngirni og virðingu við þá sem eiga hlut að máli. Ég treysti henni því vel til að starfa undir álagi og leysa farsællega úr flóknum málum. Guðrún hefur mikla og góða reynslu af safnaðarstarfi, þekkir vel til innviða og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, hefur fjölbreytta menntun í guðfræði og predikunarfræðum og er trú fagnaðarerindinu og kenningum kirkjunnar. Hún hefur einstakt lag á því að tala út frá kærleiksboðskap kristinnar trúar inn í samtímann með boðskap sem mætir öllu fólki jafnt. Þessi reynsla hennar og færni, ásamt sérstökum leiðtogahæfileikum, gerir hana einstaklega frambærilega til að sitja á biskupsstól. Hún hefur einnig sýnt að hún sjálf mætir öllu fólki af mannvirðingu og sem biskup myndi hún vilja samtal og samstarf við þjóðina, enda á hefur hún reynslu af því að mæta einstaklingum á jafnréttisgrundvelli. Guðrún vill hafa jákvæð áhrif inn í samfélagið okkar og standa vörð um mannréttindi og taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap að leiðarljósi. Hún vill laða fólk að kirkjunni og fá fleiri til liðs við kirkjunna. Hún er það biskupsefni sem hefur lýst leiðum til að blása til sóknar með kirkjufólki með nútímalegum og lýðræðislegum leiðum. Hún vill sækja fram og mæta öllum með hvatningu, samtali og samráði. Hún hefur sterka framtíðarsýn um hvernig hún vill efla starf kirkjunnar, fjölga meðlimum kirkjunnar og kynna allt það vandaða starf í söfnuðum vítt um landið, sem á svo mikið erindi við allar manneskjur. Guðrún mun, verði hún kosin biskup, hleypa ferskum blæ inn í þjóðkirkjuna sem boðberi nýrra tíma. Sem biskup myndi Guðrún sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og talmaður hennar koma fram af trúverðugleika og mildi. Kjölfestan í störfum hennar yrði áfram sanngirni, jafnrétti og samráð þar sem kristið siðferði og kærleiksboðskapur verða ávallt í brennidepli. Því vil ég hvetja þá einstaklinga sem nú geta kosið í embætti biskups að skoða vel kynningarefni biskupsefnanna að styðja sr. Guðrún Karls Helgudóttur alla leið í embættið. Biðjum þess að Guðs blessun, friður og sátt muni fylgja verðandi biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grafarvogssókn.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun