Í steininn fyrir að stela dagbók dóttur Bandaríkjaforseta Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 22:32 Joe Biden Bandaríkjaforseti og dóttir hans Ashley Biden. Getty Dómari í New York-ríki Bandaríkjanna hefur dæmt konu, Aimee Harris, í mánaðar fangelsi fyrir að stela dagbók og öðrum persónulegum munum í eigu Ashley Biden, dóttur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Í umfjöllun New York Times um málið segir að stuldurinn hafi verið hluti af ráðabruggi til þess að veikja stöðu Biden í forsetakosningunum 2020, en hann átti eftir að bera sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Donald Trump. Stuldurinn átti sér stað fyrir fjórum árum síðan í borginni Delray Beach í Flórídaríki. Það var á heimili vinar Harris, en saksóknari sagði að Ashley Biden hefði geymt dagbókina þar í þeirri trú að hún væri örugg. Síðan seldi Harris bókina til Project Veritas, sem er lýst sem öfgahægri fylkingu, fyrir háar fjárhæðir. Hún játaði sök fyrir dómi og sagðist hafa fengið tuttugu þúsund Bandaríkjadali greidda af fjörutíu þúsundum sem henni var lofað. Fram hefur komið að efni dagbókarinnar varðaði að einhverju leyti æsku Ashley Biden. Hér sést hún í fangi föður síns, einungis fimm ára gömul.Getty „Ég er ekki hafin yfir lögin,“ sagði Harris fyrir dómi. Hún bað Ashley Biden afsökunar á því að hafa gert æsku og einkalíf hennar opinbert. Dómarinn í málinu sagði gjörðir Harris „fyrirlitlegar og alvarlegar“. Áður en hann kvað upp dóm sinn tók hann fram að Harris hefði gert tilraun til að selja dagbókina til kosningateymis Trumps, en án árangurs. Jafnframt gagnrýndi dómarinn framferði Harris fyrir dómi, með því að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að láta málið dragast á langinn. Líkt og áður segir hlaut Harris mánaðar fangelsisdóm, en þar að auki hlýtur hún þriggja ára skilorðsbundin dóm, og þarf að sitja í stofufangelsi í þrjá mánuði. Einnig er henni gert að endurgreiða peningana sem hún fékk greidda fyrir þýfið. Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Í umfjöllun New York Times um málið segir að stuldurinn hafi verið hluti af ráðabruggi til þess að veikja stöðu Biden í forsetakosningunum 2020, en hann átti eftir að bera sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Donald Trump. Stuldurinn átti sér stað fyrir fjórum árum síðan í borginni Delray Beach í Flórídaríki. Það var á heimili vinar Harris, en saksóknari sagði að Ashley Biden hefði geymt dagbókina þar í þeirri trú að hún væri örugg. Síðan seldi Harris bókina til Project Veritas, sem er lýst sem öfgahægri fylkingu, fyrir háar fjárhæðir. Hún játaði sök fyrir dómi og sagðist hafa fengið tuttugu þúsund Bandaríkjadali greidda af fjörutíu þúsundum sem henni var lofað. Fram hefur komið að efni dagbókarinnar varðaði að einhverju leyti æsku Ashley Biden. Hér sést hún í fangi föður síns, einungis fimm ára gömul.Getty „Ég er ekki hafin yfir lögin,“ sagði Harris fyrir dómi. Hún bað Ashley Biden afsökunar á því að hafa gert æsku og einkalíf hennar opinbert. Dómarinn í málinu sagði gjörðir Harris „fyrirlitlegar og alvarlegar“. Áður en hann kvað upp dóm sinn tók hann fram að Harris hefði gert tilraun til að selja dagbókina til kosningateymis Trumps, en án árangurs. Jafnframt gagnrýndi dómarinn framferði Harris fyrir dómi, með því að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að láta málið dragast á langinn. Líkt og áður segir hlaut Harris mánaðar fangelsisdóm, en þar að auki hlýtur hún þriggja ára skilorðsbundin dóm, og þarf að sitja í stofufangelsi í þrjá mánuði. Einnig er henni gert að endurgreiða peningana sem hún fékk greidda fyrir þýfið.
Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira