Kerfisbundið launamisrétti í boði stjórnvalda Sandra B. Franks skrifar 11. apríl 2024 11:01 Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti. Rétt er að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi í heiminum eins mikil og hér á landi, en launamyndunarkerfin eru þannig úr garði gerð að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf, því iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en hefðbundin karlastörf. Hér er því verk að vinna. Þessi barátta skiptir okkur sjúkraliða miklu máli þar sem um 97% eru konur. Þá ber að geta þess að önnur hver kona sem er á vinnumarkaði er opinber starfsmaður. Þess vegna eru atriði eins og kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur stórt atriði í okkar huga. Staðfest af stjórnvöldum Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins, sem nálgast má hér: Virðismat starfa kemur fram að vanmat á störfum kvenna á hinum kynskipta vinnumarkaði sé megin orsök þessa launamisréttis. Um þetta atriði hef ég ítrekað rætt og bent á hvernig athafnaleysi stjórnvalda snuðar okkur konur um marga milljarða árlega. Dæmi um það er í framangreindri skýrslu forsætisráðuneytisins sem segir: Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Launamisrétti er vel hægt að leiðrétta núna strax ef vilji ráðamanna er til staðar. Aðgerða er þörf enda búið að staðfesta að kerfislægur og ómálefnalegur launamunur kynjanna sé til staðar í íslensku samfélagi. Mannréttindi ekki samningsatriði Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta sem snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. En mannréttindi eru ekki samningsatriði, þau eru réttindin sem þarf að innleiða í siðmenningu okkar. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Í nýlegri könnun Vörðu, sem nálgast má hér: Staða launafólks á Íslandi, kemur m.a. fram að of margir sjúkraliðar eða um 40% eiga erfitt með að ná endum saman og hafa ekki getu til að mæta 80.000 kr. óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá er staða sjúkraliða sem eru með börn á framfæri slæm. Fram kemur að alltof stór hópur sjúkraliða er í fjárhagslegum vanda vegna innkaupa á næringarríkum mat fyrir börnin sín og á nauðsynlegum fatnaði fyrir þau. Fjárhagur þessa hóps kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir tómstundir og félagslíf s.s. afmælisgjafir fyrir vini, bíóferðir eða aðra afþreyingu með vinum, og viðburðum tengdu skólastarfi. Þessi staða kemur því niður á þeim sem síst skildi. Ég treysti því að nýi forsætisráðherrann okkar Bjarni Benediktsson taki af skarið, láti verkin tala og geri það sem þarf. Það dugar ekki lengur að bíða eftir „viðhorfsbreytingunni“ eða halda fleiri fundi til að ræða „stöðuna“ og „misréttið“. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta þennan kynbundna launamun. Leiðréttingarferlið þarf að hefjast strax og skjalfesta það í komandi kjarasamningum. Sú leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við lagalegt jafnrétti og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti. Rétt er að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi í heiminum eins mikil og hér á landi, en launamyndunarkerfin eru þannig úr garði gerð að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf, því iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en hefðbundin karlastörf. Hér er því verk að vinna. Þessi barátta skiptir okkur sjúkraliða miklu máli þar sem um 97% eru konur. Þá ber að geta þess að önnur hver kona sem er á vinnumarkaði er opinber starfsmaður. Þess vegna eru atriði eins og kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur stórt atriði í okkar huga. Staðfest af stjórnvöldum Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins, sem nálgast má hér: Virðismat starfa kemur fram að vanmat á störfum kvenna á hinum kynskipta vinnumarkaði sé megin orsök þessa launamisréttis. Um þetta atriði hef ég ítrekað rætt og bent á hvernig athafnaleysi stjórnvalda snuðar okkur konur um marga milljarða árlega. Dæmi um það er í framangreindri skýrslu forsætisráðuneytisins sem segir: Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Launamisrétti er vel hægt að leiðrétta núna strax ef vilji ráðamanna er til staðar. Aðgerða er þörf enda búið að staðfesta að kerfislægur og ómálefnalegur launamunur kynjanna sé til staðar í íslensku samfélagi. Mannréttindi ekki samningsatriði Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta sem snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. En mannréttindi eru ekki samningsatriði, þau eru réttindin sem þarf að innleiða í siðmenningu okkar. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Í nýlegri könnun Vörðu, sem nálgast má hér: Staða launafólks á Íslandi, kemur m.a. fram að of margir sjúkraliðar eða um 40% eiga erfitt með að ná endum saman og hafa ekki getu til að mæta 80.000 kr. óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá er staða sjúkraliða sem eru með börn á framfæri slæm. Fram kemur að alltof stór hópur sjúkraliða er í fjárhagslegum vanda vegna innkaupa á næringarríkum mat fyrir börnin sín og á nauðsynlegum fatnaði fyrir þau. Fjárhagur þessa hóps kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir tómstundir og félagslíf s.s. afmælisgjafir fyrir vini, bíóferðir eða aðra afþreyingu með vinum, og viðburðum tengdu skólastarfi. Þessi staða kemur því niður á þeim sem síst skildi. Ég treysti því að nýi forsætisráðherrann okkar Bjarni Benediktsson taki af skarið, láti verkin tala og geri það sem þarf. Það dugar ekki lengur að bíða eftir „viðhorfsbreytingunni“ eða halda fleiri fundi til að ræða „stöðuna“ og „misréttið“. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta þennan kynbundna launamun. Leiðréttingarferlið þarf að hefjast strax og skjalfesta það í komandi kjarasamningum. Sú leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við lagalegt jafnrétti og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun