Netárásir geti sett fjármálakerfið á hliðina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2024 13:14 Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. vísir/vilhelm Netógnin er stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag og sá þáttur sem gæti sett það á hliðina, að mati varaseðlabankastjóra. Hann segir nauðsynlegt að auka samhæfingu og efla varnir þar sem gervigreind sé að skala upp getu netþrjóta. Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, talaði með afdráttarlausum hætti um miklar áskoranir í netöryggismálum. „Stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag er netógnin. Ef ég á að benda á eithvað eitt sem gæti tekið fjármálakerfið á hliðina. Það þarf ekki að horfa nema upp í Öskuhlíð, á Háskólann í Reykjavík, sem er enn lamaður eftir netárás sem átti sér þar stað fyrir nokkrum vikum. Þar hafa nemendur ekki geta tekið próf, gögn hafa tapast og kennarar eru í stórum vanda við að finna það sem þeir þurfa að vinna með á hverjum degi,“ sagði Gunnar. Árás sem var gerð á greiðslukerfi í september 2021 sé einnig skýrt dæmi um hættuna sem er fyrir hendi. „Þá voru gerðar árásir á greiðslumiðlun, færsluhirða og banka þar sem það lá niðri í klukkutíma og það var þá ekki hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu í klukkutíma með ákveðnum greiðslukortum. Klukkutími er ekki langur tími, þannig að þetta blés yfir, en fyrir þá sem lentu í þessu var þetta óþægilegt og maður getur ímyndað sér hvernig þetta væri yfir lengri tíma,“ sagði Gunnar. „Ég held að þarna sé þetta svipað og með vatn, rafmagn og ýmsa aðra veitustarfsemi. Ef innviðirnir eru ekki með þann viðnámsþrótt sem á þarf að halda gæti hér fljótt orðið ákveðin upplausn.“ Því sé mikilvægt að Alþingi afgreiði frumvarp sem liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd og veitir Seðlabankanum heimild til þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Mikil áhætta sé fólgin í því að greiðslumiðlun sé háð fáum erlendum aðilum. Einnig sýni athugun seðlabankans að undirbúa þurfi verslun og þjónustu betur til þess að geta tekið við reiðufé komi til kerfishruns. Gervigreind nýtt til netárása Gunnar segir að ógnin komi einungis til með að aukast samhliða tækniframförum. „Við erum að fara horfa á fram á bæði quantum computing, [skammtatölvur] þar sem geta tölvunnar á eftir að aukast með miklum krafti, og svo er það gervigreindin sem er að skala upp getuna. Við sjáum að þeir sem eru þrjótar í þessum heimi og að beita netárásum hafa tekið þessi tæki í sína þágu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum þessari áhættu alvarlega.“ Netöryggismál heyra nú undir fimm ráðuneyti og Gunnar segir mikilvægt að auka samhæfingu og samráð til þess að tryggja þjóðaröryggi. „Þannig að við komum með skýra stefnu þegar kemur að fjármálakerfinu á Íslandi og netöryggi.“ Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Seðlabankinn Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, talaði með afdráttarlausum hætti um miklar áskoranir í netöryggismálum. „Stærsta áhættan í íslensku fjármálakerfi í dag er netógnin. Ef ég á að benda á eithvað eitt sem gæti tekið fjármálakerfið á hliðina. Það þarf ekki að horfa nema upp í Öskuhlíð, á Háskólann í Reykjavík, sem er enn lamaður eftir netárás sem átti sér þar stað fyrir nokkrum vikum. Þar hafa nemendur ekki geta tekið próf, gögn hafa tapast og kennarar eru í stórum vanda við að finna það sem þeir þurfa að vinna með á hverjum degi,“ sagði Gunnar. Árás sem var gerð á greiðslukerfi í september 2021 sé einnig skýrt dæmi um hættuna sem er fyrir hendi. „Þá voru gerðar árásir á greiðslumiðlun, færsluhirða og banka þar sem það lá niðri í klukkutíma og það var þá ekki hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu í klukkutíma með ákveðnum greiðslukortum. Klukkutími er ekki langur tími, þannig að þetta blés yfir, en fyrir þá sem lentu í þessu var þetta óþægilegt og maður getur ímyndað sér hvernig þetta væri yfir lengri tíma,“ sagði Gunnar. „Ég held að þarna sé þetta svipað og með vatn, rafmagn og ýmsa aðra veitustarfsemi. Ef innviðirnir eru ekki með þann viðnámsþrótt sem á þarf að halda gæti hér fljótt orðið ákveðin upplausn.“ Því sé mikilvægt að Alþingi afgreiði frumvarp sem liggur nú í efnahags- og viðskiptanefnd og veitir Seðlabankanum heimild til þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun. Mikil áhætta sé fólgin í því að greiðslumiðlun sé háð fáum erlendum aðilum. Einnig sýni athugun seðlabankans að undirbúa þurfi verslun og þjónustu betur til þess að geta tekið við reiðufé komi til kerfishruns. Gervigreind nýtt til netárása Gunnar segir að ógnin komi einungis til með að aukast samhliða tækniframförum. „Við erum að fara horfa á fram á bæði quantum computing, [skammtatölvur] þar sem geta tölvunnar á eftir að aukast með miklum krafti, og svo er það gervigreindin sem er að skala upp getuna. Við sjáum að þeir sem eru þrjótar í þessum heimi og að beita netárásum hafa tekið þessi tæki í sína þágu. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við tökum þessari áhættu alvarlega.“ Netöryggismál heyra nú undir fimm ráðuneyti og Gunnar segir mikilvægt að auka samhæfingu og samráð til þess að tryggja þjóðaröryggi. „Þannig að við komum með skýra stefnu þegar kemur að fjármálakerfinu á Íslandi og netöryggi.“
Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Seðlabankinn Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira