Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 15:21 Herdís Dröfn Fjelsted tók við sem forstjóri Sýnar í upphafi árs. Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. Aðalfundur Sýnar stendur yfir þar sem kosið verður meðal annars í nýja stjórn og nýjan stjórnarformann. Jón Skaftason hættir sem stjórnarformaður og sex býtast um stjórnarsætin fimm. Í tilkynningu stjórnar Sýnar til Kauphallar segir að starfsemi móðurfélagsins sé skipt í fjórar rekstrareiningar: Stöð 2, Vefmiðla og útvarp, Vodafone og Innviði. Stoðsviðin verða Fjármál, Lögfræðisvið, Mannauður og Upplýsingatækni - Endor. Þá hefur verið stofnuð ný sameiginleg Markaðs-, og sjálfbærnideild Sýnar. Fréttastofa vinnur eftir sem áður þvert á alla miðla félagsins. Við skipulagsbreytinguna koma þrír nýir í framkvæmdastjórn Sýnar. Þau eru Eðvald Gíslason nýráðinn framkvæmdastjóri fjármála, Valdís Arnórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri upplýsingatækni og stjórnarformaður Endor sem er dótturfélag Sýnar. Fyrir eru í framkvæmdastjórn Sýnar Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone og Páll Ásgrímsson framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. „Við leggjum ríka áherslu á að einfalda ákvarðanatöku og boðleiðir í rekstrinum og er breytingin á skipulaginu liður í þeirri vegferð. Skýr sjálfbærnivegferð, helgun mannauðs og öflug upplýsingatækni er grundvöllur að framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina Sýnar. Markmið þessara breytinga er aukin verðmætasköpun og að styrkja enn frekar ímynd allra vörumerkja Sýnar sem eru afar verðmæt,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar. Nýir framkvæmdastjórar eru kynntir til leiks í tilkynningu stjórnar Sýnar og má sjá kynninguna að neðan. Eðvald Gíslason, framkvæmdastjóri fjármála Eðvald er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann er með sterkan bakgrunn úr starfi í fjármálastýringu, greiningum, áætlanagerð, líkanagerð, verkefnastýringu og hefur starfað lengi í öguðu vinnuumhverfi með straumlínustjórnun og stafræna framþróun að leiðarljósi. Eðvald starfaði áður hjá Kviku þar sem að hann veitti hagdeild forstöðu. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Valdís Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Valdís hefur starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í janúar 2024. Valdís hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi í mannauðsmálum. Valdís kom til Sýnar frá Marel þar sem að hún starfaði í 11 ár, þar af lengst sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi ásamt því að leiða krísuteymi fyrirtækisins. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu. Gunnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni Gunnar er einn af stofnendum Endor og hefur verið framkvæmdastjóri Endor, nú dótturfélag Sýnar, frá stofnun þess árið 2015. Endor er kröftugt sérfræðifyrirtæki sem veitir faglega þjónustu og ráðgjöf tengt áskorunum í rekstri upplýsingatækniumhverfa fyrir fjölbreytilega viðskiptavini hérlendis og erlendis. Gunnar hefur viðamikla reynslu í upplýsingatækni, rekstri og þjónustu. Hann var forstjóri Opinna Kerfa frá árinu 2008 til ársins 2015 og þar áður starfaði hann í mismunandi stjórnunarstörfum innan þess félags frá árinu 2000. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Aðalfundur Sýnar stendur yfir þar sem kosið verður meðal annars í nýja stjórn og nýjan stjórnarformann. Jón Skaftason hættir sem stjórnarformaður og sex býtast um stjórnarsætin fimm. Í tilkynningu stjórnar Sýnar til Kauphallar segir að starfsemi móðurfélagsins sé skipt í fjórar rekstrareiningar: Stöð 2, Vefmiðla og útvarp, Vodafone og Innviði. Stoðsviðin verða Fjármál, Lögfræðisvið, Mannauður og Upplýsingatækni - Endor. Þá hefur verið stofnuð ný sameiginleg Markaðs-, og sjálfbærnideild Sýnar. Fréttastofa vinnur eftir sem áður þvert á alla miðla félagsins. Við skipulagsbreytinguna koma þrír nýir í framkvæmdastjórn Sýnar. Þau eru Eðvald Gíslason nýráðinn framkvæmdastjóri fjármála, Valdís Arnórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri upplýsingatækni og stjórnarformaður Endor sem er dótturfélag Sýnar. Fyrir eru í framkvæmdastjórn Sýnar Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone og Páll Ásgrímsson framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. „Við leggjum ríka áherslu á að einfalda ákvarðanatöku og boðleiðir í rekstrinum og er breytingin á skipulaginu liður í þeirri vegferð. Skýr sjálfbærnivegferð, helgun mannauðs og öflug upplýsingatækni er grundvöllur að framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina Sýnar. Markmið þessara breytinga er aukin verðmætasköpun og að styrkja enn frekar ímynd allra vörumerkja Sýnar sem eru afar verðmæt,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar. Nýir framkvæmdastjórar eru kynntir til leiks í tilkynningu stjórnar Sýnar og má sjá kynninguna að neðan. Eðvald Gíslason, framkvæmdastjóri fjármála Eðvald er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann er með sterkan bakgrunn úr starfi í fjármálastýringu, greiningum, áætlanagerð, líkanagerð, verkefnastýringu og hefur starfað lengi í öguðu vinnuumhverfi með straumlínustjórnun og stafræna framþróun að leiðarljósi. Eðvald starfaði áður hjá Kviku þar sem að hann veitti hagdeild forstöðu. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Valdís Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Valdís hefur starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í janúar 2024. Valdís hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi í mannauðsmálum. Valdís kom til Sýnar frá Marel þar sem að hún starfaði í 11 ár, þar af lengst sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi ásamt því að leiða krísuteymi fyrirtækisins. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu. Gunnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni Gunnar er einn af stofnendum Endor og hefur verið framkvæmdastjóri Endor, nú dótturfélag Sýnar, frá stofnun þess árið 2015. Endor er kröftugt sérfræðifyrirtæki sem veitir faglega þjónustu og ráðgjöf tengt áskorunum í rekstri upplýsingatækniumhverfa fyrir fjölbreytilega viðskiptavini hérlendis og erlendis. Gunnar hefur viðamikla reynslu í upplýsingatækni, rekstri og þjónustu. Hann var forstjóri Opinna Kerfa frá árinu 2008 til ársins 2015 og þar áður starfaði hann í mismunandi stjórnunarstörfum innan þess félags frá árinu 2000. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira