Fjölnota íþróttahús KR á leið í útboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 16:58 Svona gæti íþróttasvæði KR komið til með að líta út. Keppnisvellinum hefur verið snúið og stúkum komið fyrir á norður- og suðurenda vallarins. Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, sem mun bæta æfingaaðstæðu mjög fyrir iðkendur á öllum aldri. Húsið verður alls um 6700 fermetrar og þar af er íþróttasalur um 4400 fermetrar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í átta manna bolta. Greining með þarfir allra deilda í huga Í hliðarbyggingu er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, lyftingarsal, fundarsölum og öðrum rýmum sem þjónusta starfsemi hússins. Þá er gert ráð fyrir svölum inni í íþróttasal ásamt svölum utan á hliðarbyggingu sem snýr að aðalvelli KR. Þarfagreining var unnin út frá þörfum allra deilda félagsins. Um er að ræða alútboð sem byggt er á ígildi bygginganefndarteikninga. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2024-2027 er gert ráð fyrir 2,5 milljörðum króna til verkefnisins. Þar af eru 100 milljónir króna á árinu 2024, 500 milljónir króna á árinu 2025, 1000 milljónir króna á árinu 2026 og 900 milljónir króna á árinu 2027. Gert verður ráð fyrir þessu greiðsluplani í útboðsgögnum. Nýtt deiliskipulag í gildi Borgarráð samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 samkomulag við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um uppbyggingu á lóð KR við Frostaskjól auk þátttöku Reykjavíkurborgar í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss á svæðinu. Deiliskipulag fyrir svæði KR við Frostaskjól var samþykkt í borgarráði 30. júní 2022. Bygginganefnd vegna framkvæmda við fjölnota íþróttahús var skipuð af borgarstjóra í ágúst 2022. Samhliða þessu vinnur byggingarnefnd á vegum KR að heildaruppbyggingu svæðis. KR Skipulag Fótbolti Reykjavík Tengdar fréttir Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í átta manna bolta. Greining með þarfir allra deilda í huga Í hliðarbyggingu er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, lyftingarsal, fundarsölum og öðrum rýmum sem þjónusta starfsemi hússins. Þá er gert ráð fyrir svölum inni í íþróttasal ásamt svölum utan á hliðarbyggingu sem snýr að aðalvelli KR. Þarfagreining var unnin út frá þörfum allra deilda félagsins. Um er að ræða alútboð sem byggt er á ígildi bygginganefndarteikninga. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2024-2027 er gert ráð fyrir 2,5 milljörðum króna til verkefnisins. Þar af eru 100 milljónir króna á árinu 2024, 500 milljónir króna á árinu 2025, 1000 milljónir króna á árinu 2026 og 900 milljónir króna á árinu 2027. Gert verður ráð fyrir þessu greiðsluplani í útboðsgögnum. Nýtt deiliskipulag í gildi Borgarráð samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 samkomulag við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um uppbyggingu á lóð KR við Frostaskjól auk þátttöku Reykjavíkurborgar í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss á svæðinu. Deiliskipulag fyrir svæði KR við Frostaskjól var samþykkt í borgarráði 30. júní 2022. Bygginganefnd vegna framkvæmda við fjölnota íþróttahús var skipuð af borgarstjóra í ágúst 2022. Samhliða þessu vinnur byggingarnefnd á vegum KR að heildaruppbyggingu svæðis.
KR Skipulag Fótbolti Reykjavík Tengdar fréttir Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Uppbygging KR-svæðisins að fara í auglýsingu Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi KR-svæðisins verði auglýst. Borgarráð tekur tillöguna, sem gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu, í næstu viku. 26. janúar 2022 20:13