Stakk bekkjarsystur fyrir Slender Man og losnar ekki af geðdeild Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2024 10:31 Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því. Skjáskot Ung kona sem stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2014, til að ganga í augun á skáldaðri internet-persónu sem kallast Slender Man, má ekki ganga laus. Dómari segir að hún verði áfram vistuð á geðsjúkrahúsi, þar sem hún hefur verið um árabil, þrátt fyrir að geðlæknar hafi sagt hana geta snúið aftur út í samfélagið, með ákveðnum skilyrðum. Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því, meðan Anissa Weier, önnur bekkjarsystir hennar, hvatti hana áfram. Þær sögðust hafa gert þetta til að friða Slender Man af ótta við að persónan myndi skaða fjölskyldur þeirra. Sjá einnig: Stungu tólf ára stúlku nítján sinnum Geyser, sem er nú 21 árs gömul, var greind með geðklofa en geðlæknar sögðu í dómsal á dögunum að hún hefði verið án lyfja frá 2022 og hefði engin ný einkenni sýnt síðan þá, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einn geðlæknir Geyser sagði hana hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að í dag þyrfti hún hjálp við að aðlagast samfélaginu. Hún þyrfti menntun og aðstoð við að verða sjálfstæð. Því lagði hann til að hún yrði send á meðferðarheimili. Annar læknir tók undir það og sagði Geyser hafa tekið virkan þátt í eigin meðferð. Hún sagðist telja að ekkert meira væri hægt að gera fyrir hana á geðsjúkrahúsinu þar sem hún hefur verið frá 2018. Tveir aðrir sérfræðingar sögðu Geyser ekki tilbúna fyrir það að losna af sjúkrahúsi að svo stöddu. Annar sagði Geyser hafa haldið því fram að hún hefði þóst eiga við geðræn vandamál að stríða, sem væri ekki í samræmi við meðferð hennar. Hinn sagði hana enn mögulega ógna öryggi fólks. Hér að neðan má sjá myndband úr dómsal frá því á miðvikudaginn. Myndbandið er ekki textað. Almenningur njóti vafans Dómarinn Michael Bohren vildi ekki sleppa Geyser út í samfélagið að svo stöddu. Hann sagði almenning eiga að njóta vafans og vísaði til þess að Geyser hefði gefið í skyn að hún hefði stungið bekkjarsystur sína til að losna undan ofbeldisfullum föður sínum, sem nú væri látinn. Hann sagði það koma niður á trúverðugleika hennar og leysa þyrfti úr því áður en henni yrði sleppt. Tony Cotton, lögmaður Geyser, sagði í kjölfarið að hún hefði ekki breytt sögu sinni. Hún teldi að hún hefði stungið fórnarlambið vegna geðrænna vandamála sem tengdust ofbeldi sem hún hefði verið beitt. Ekki vegna geðklofa. Geyser getur farið aftur fram á að vera sleppt eftir hálft ár. Weier var einnig vistuð á geðdeild á sínum tíma en henni var sleppt árið 2021. Hún býr hjá föður sínum en þarf ávallt að bera GPS-sendi. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því, meðan Anissa Weier, önnur bekkjarsystir hennar, hvatti hana áfram. Þær sögðust hafa gert þetta til að friða Slender Man af ótta við að persónan myndi skaða fjölskyldur þeirra. Sjá einnig: Stungu tólf ára stúlku nítján sinnum Geyser, sem er nú 21 árs gömul, var greind með geðklofa en geðlæknar sögðu í dómsal á dögunum að hún hefði verið án lyfja frá 2022 og hefði engin ný einkenni sýnt síðan þá, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einn geðlæknir Geyser sagði hana hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að í dag þyrfti hún hjálp við að aðlagast samfélaginu. Hún þyrfti menntun og aðstoð við að verða sjálfstæð. Því lagði hann til að hún yrði send á meðferðarheimili. Annar læknir tók undir það og sagði Geyser hafa tekið virkan þátt í eigin meðferð. Hún sagðist telja að ekkert meira væri hægt að gera fyrir hana á geðsjúkrahúsinu þar sem hún hefur verið frá 2018. Tveir aðrir sérfræðingar sögðu Geyser ekki tilbúna fyrir það að losna af sjúkrahúsi að svo stöddu. Annar sagði Geyser hafa haldið því fram að hún hefði þóst eiga við geðræn vandamál að stríða, sem væri ekki í samræmi við meðferð hennar. Hinn sagði hana enn mögulega ógna öryggi fólks. Hér að neðan má sjá myndband úr dómsal frá því á miðvikudaginn. Myndbandið er ekki textað. Almenningur njóti vafans Dómarinn Michael Bohren vildi ekki sleppa Geyser út í samfélagið að svo stöddu. Hann sagði almenning eiga að njóta vafans og vísaði til þess að Geyser hefði gefið í skyn að hún hefði stungið bekkjarsystur sína til að losna undan ofbeldisfullum föður sínum, sem nú væri látinn. Hann sagði það koma niður á trúverðugleika hennar og leysa þyrfti úr því áður en henni yrði sleppt. Tony Cotton, lögmaður Geyser, sagði í kjölfarið að hún hefði ekki breytt sögu sinni. Hún teldi að hún hefði stungið fórnarlambið vegna geðrænna vandamála sem tengdust ofbeldi sem hún hefði verið beitt. Ekki vegna geðklofa. Geyser getur farið aftur fram á að vera sleppt eftir hálft ár. Weier var einnig vistuð á geðdeild á sínum tíma en henni var sleppt árið 2021. Hún býr hjá föður sínum en þarf ávallt að bera GPS-sendi.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira