„Hart og ljótt brot“ en Sveindís slapp með slitin liðbönd Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 09:30 Sveindís Jane Jónsdóttir studd af velli í Aachen í síðustu viku, eftir að hafa slitið tvö liðbönd í öxl. Getty/Marco Steinbrenner Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, kveðst þakklát yfir því að geta spilað fótbolta á ný fyrr en óttast var í fyrstu, eftir að hún meiddist í öxl í leiknum við Þýskaland í síðsutu viku. Sveindís meiddist í fyrri hálfleik þegar liðsfélagi hennar úr stórliði Wolfsburg, Kathrin Hendrich, braut á henni. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari meðal annars um brotið. Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði gekk lengra í viðtali við Fótbolta.net og sagði: „Þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot.“ Getur spilað fyrr en búist var við Sveindís slapp þó við beinbrot og fór ekki úr axlarlið, en hún greinir frá því á Instagram að tvö liðbönd í öxlinni hafi rofnað. „En sem betur fer mun ég geta spilað aftur fyrr en búist var við,“ skrifaði Sveindís og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem henni hafa borist undanfarið. Hún tók hins vegar ekki fram hve lengi væri búist við að hún yrði frá keppni. Sveindís Jane Jónsdóttir birti þessa færslu á Instagram þar sem hún greindi frá meiðslum sínum og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem hún hefur fengið.Instagram/@sveindisss Sveindís missti af nánast öllum fyrri hluta tímabilsins, og þar með öllum sex leikjum Íslands í Þjóðadeildinni fyrir áramót, vegna meiðsla. Hún hefur því aðeins leikið átta deildarleiki fyrir Wolfsburg í vetur. Sveindís er vitaskuld ekki í liði Wolfsburg sem mætir Freiburg í dag í þýsku 1. deildinni í fótbolta, en þar eru möguleikar Wolfsburg á titli nánast úr sögunni eftir tapið stóra gegn Bayern München í síðasta mánuði. Bayern hefur nú sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir. Styttist í bikarúrslitaleik og leiki um EM-sæti Núna er hins vegar spurning hvort Sveindís geti mögulega tekið þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Bayern 9. maí, en ekki liggur fyrir hve lengi hún verður frá keppni. Næstu landsleikir Íslands eru svo tveir afar mikilvægir leikir við Austurríki, 31. maí ytra og 3. júní á Íslandi, en þeir leikir gætu skorið úr um hvort liðanna kemst beint inn á EM 2025 í Sviss. Ísland er í þeirri stöðu eftir að hafa byrjað undankeppnina á 3-0 sigri gegn Pólverjum, þar sem Sveindís skoraði sitt tíunda landsliðsmark en hún hefur leikið 36 A-landsleiki. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Sveindís meiddist í fyrri hálfleik þegar liðsfélagi hennar úr stórliði Wolfsburg, Kathrin Hendrich, braut á henni. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari meðal annars um brotið. Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði gekk lengra í viðtali við Fótbolta.net og sagði: „Þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot.“ Getur spilað fyrr en búist var við Sveindís slapp þó við beinbrot og fór ekki úr axlarlið, en hún greinir frá því á Instagram að tvö liðbönd í öxlinni hafi rofnað. „En sem betur fer mun ég geta spilað aftur fyrr en búist var við,“ skrifaði Sveindís og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem henni hafa borist undanfarið. Hún tók hins vegar ekki fram hve lengi væri búist við að hún yrði frá keppni. Sveindís Jane Jónsdóttir birti þessa færslu á Instagram þar sem hún greindi frá meiðslum sínum og þakkaði fyrir öll skilaboðin sem hún hefur fengið.Instagram/@sveindisss Sveindís missti af nánast öllum fyrri hluta tímabilsins, og þar með öllum sex leikjum Íslands í Þjóðadeildinni fyrir áramót, vegna meiðsla. Hún hefur því aðeins leikið átta deildarleiki fyrir Wolfsburg í vetur. Sveindís er vitaskuld ekki í liði Wolfsburg sem mætir Freiburg í dag í þýsku 1. deildinni í fótbolta, en þar eru möguleikar Wolfsburg á titli nánast úr sögunni eftir tapið stóra gegn Bayern München í síðasta mánuði. Bayern hefur nú sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir. Styttist í bikarúrslitaleik og leiki um EM-sæti Núna er hins vegar spurning hvort Sveindís geti mögulega tekið þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Bayern 9. maí, en ekki liggur fyrir hve lengi hún verður frá keppni. Næstu landsleikir Íslands eru svo tveir afar mikilvægir leikir við Austurríki, 31. maí ytra og 3. júní á Íslandi, en þeir leikir gætu skorið úr um hvort liðanna kemst beint inn á EM 2025 í Sviss. Ísland er í þeirri stöðu eftir að hafa byrjað undankeppnina á 3-0 sigri gegn Pólverjum, þar sem Sveindís skoraði sitt tíunda landsliðsmark en hún hefur leikið 36 A-landsleiki.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira