„Maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann“ Sverrir Mar Smárason skrifar 13. apríl 2024 16:49 Viktor Karl fagnar marki sínu sem braut ísinn í dag. Visir/ Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika í 4-0 sigri liðsins á nýliðum Vestra í Bestu deild karla. Breiðablik náði ekki að bjróta ísinn fyrr en í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var frekar erfiður. Við hefðum getað sett meiri hraða í spilið og svona. Mér fannst við skapa okkur góðar stöður en hefðum getað farið aðeins betur með þær. Þetta var alltaf að fara að vera svona, Vestra menn vilja vera þéttir og loka vel fyrir. Við þurftum alltaf að fá einn Ice breaker og hann kom í seinni hálfleik sem var bara flott,“ sagði miðjumaðurinn knái. Breiðablik tókst illa að skapa sér færi gegn þéttu liði gestanna í fyrri hálfleik en virtust koma mun ákveðnari út í síðari hálfleikinn. Viktor Karl gerði fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og vildum fá meiri hraða í boltann. Vildum fara meira utan á þá og ógna með hornhlaupum eins og markið kom svo. Vildum láta þá aðeins hlaupa. Ég held að markið hafi verið í fyrsta skipti í leiknum þar sem við náum að færa boltann frá vinstri hliðinni og yfir þar sem við erum búnir að draga bakvörðinn úr stöðu. Þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor. Blikar tóku algjörlega yfir leikinn í síðari hálfleik. Fá víti og fiska síðan rautt spjald á varnarmann Vestra. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn og lítið sem kom á óvart. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart. Þeir vilja stundum hleypa þessu upp í vitleysu og eru fastir fyrir svo það kom ekkert á óvart. Það fór svolítið úr þeim og þeir sóttu ekki mikið í seinni. Eftir að við komumst í 1-0 þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor Karl. Breiðablik hefur farið nokkuð hljóðlátt í gegnum undirbúningstímabilið þrátt fyrir að vinna bæði Bose-bikarinn og Lengjubikarinn. Fáir spáð þeim alvöru titilbaráttu. Það er þó það sem Blikar stefna á og geta sýnt það almennilega í næstu þremur leikjum vegna Víkingi, KR og Val. „Við ætlum klárlega að vera þarna [í titilbaráttu] en við erum ekkert mikið að pæla í því hvað er verið að segja. Auðvitað er auðvelt að segja það. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og vera ekki að fara mikið fram úr sér. Næsti leikur er á móti Víkingi og það verður hörku leikur. Við ætlum að gíra okkur vel upp í hann. Ég held að það sé hollast fyrir alla að taka einn leik í einu, maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann. Það er bara næsti leikur á móti Víkingi og svo bara sjáum við hvað verður,“ sagði Viktor Karl að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Vestri Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var frekar erfiður. Við hefðum getað sett meiri hraða í spilið og svona. Mér fannst við skapa okkur góðar stöður en hefðum getað farið aðeins betur með þær. Þetta var alltaf að fara að vera svona, Vestra menn vilja vera þéttir og loka vel fyrir. Við þurftum alltaf að fá einn Ice breaker og hann kom í seinni hálfleik sem var bara flott,“ sagði miðjumaðurinn knái. Breiðablik tókst illa að skapa sér færi gegn þéttu liði gestanna í fyrri hálfleik en virtust koma mun ákveðnari út í síðari hálfleikinn. Viktor Karl gerði fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og vildum fá meiri hraða í boltann. Vildum fara meira utan á þá og ógna með hornhlaupum eins og markið kom svo. Vildum láta þá aðeins hlaupa. Ég held að markið hafi verið í fyrsta skipti í leiknum þar sem við náum að færa boltann frá vinstri hliðinni og yfir þar sem við erum búnir að draga bakvörðinn úr stöðu. Þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor. Blikar tóku algjörlega yfir leikinn í síðari hálfleik. Fá víti og fiska síðan rautt spjald á varnarmann Vestra. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn og lítið sem kom á óvart. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart. Þeir vilja stundum hleypa þessu upp í vitleysu og eru fastir fyrir svo það kom ekkert á óvart. Það fór svolítið úr þeim og þeir sóttu ekki mikið í seinni. Eftir að við komumst í 1-0 þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor Karl. Breiðablik hefur farið nokkuð hljóðlátt í gegnum undirbúningstímabilið þrátt fyrir að vinna bæði Bose-bikarinn og Lengjubikarinn. Fáir spáð þeim alvöru titilbaráttu. Það er þó það sem Blikar stefna á og geta sýnt það almennilega í næstu þremur leikjum vegna Víkingi, KR og Val. „Við ætlum klárlega að vera þarna [í titilbaráttu] en við erum ekkert mikið að pæla í því hvað er verið að segja. Auðvitað er auðvelt að segja það. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og vera ekki að fara mikið fram úr sér. Næsti leikur er á móti Víkingi og það verður hörku leikur. Við ætlum að gíra okkur vel upp í hann. Ég held að það sé hollast fyrir alla að taka einn leik í einu, maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann. Það er bara næsti leikur á móti Víkingi og svo bara sjáum við hvað verður,“ sagði Viktor Karl að lokum.
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Vestri Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira