Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 09:49 Útlit er fyrir að Íranar hafi vonast til þess að nota drónana til að halda halda loftvörnum Ísraela uppteknum svo eldflaugarnar næðu þar í gegn. AP/Tomer Neuberg Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. Í heildina er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Ein sjö ára stúlka særðist alvarlega þegar brot úr skotflaug lenti á heimili fjölskyldu hennar en að öðru leyti er ekki vitað um að fólk hafi særst alvarlega. Forsvarsmenn íranska hersins hafa heitið því að gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásunum í nótt. Hjálpi Bandaríkjamenn Ísraelum við árásir á Íran, verði einnig gerðar árásir á bandaríska herstöðvar, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Varnarmálaráðherra Ísrael sagði í morgun að deilunum við Írani væri ekki lokið enn. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að boða leiðtoga G-7 ríkjanna á fund. Markmið þessa fundar væri að finna diplómatísk viðbrögð við árás Írana í gær. Eins og fram kemur í frétt AP gefur orðræða Bidens til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum milli Ísrael og Íran. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir það þegar skotflaug frá Íran var grandað hátt á himni. Til þess að skjóta skotflaugar niður notuðu Ísraelar Arrow 3 loftvarnarkerfið. Það er þróað sérstaklega til að skjóta niður skotflaugar sem geta verið búnar kjarnorkuvopnum fyrir utan gufuhvolf jarðarinnar. Kerfið var fyrst prófað árið 2015 en Ísraelar segja það hafa sannað sig í gærkvöldi og í nótt. Very unique footage showing an exoatmospheric interception amid the Iranian ballistic missile attack, likely by the Arrow 3 air defense system. pic.twitter.com/wrZNCV01tn— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 14, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Klerkastjórnin í Íran hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Þáttaskil urðu þó á átökum ríkjanna nýverið þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo háttsetta herforingja úr íranska byltingarverðinum. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á vígahópa tengda Íran og vopnasendingar Írana í Sýrlandi á undanförnum árum en viðurkenna það sjaldan sem aldrei. Þetta var í fyrsta sinn í mörg ár sem loftárás er gerð á svæði sem tilheyrir formlega Íran. Skutu dróna niður með þotum yfir Sýrlandi Árásin frá Íran hafði legið í loftinu um nokkuð skeið og herma heimildir fjölmiðla ytra að Ísraelar hafi verið vel undirbúnir fyrir hana og hafi notið stuðnings Bandaríkjamanna og Breta. Útlit er fyrir að Íranar hafi vonast til þess að nota drónana til að halda halda loftvörnum Ísraela uppteknum svo eldflaugarnar næðu þar í gegn. Fljúga þurfti drónunum þó langa vegalengd frá Íran til Ísrael og höfðu Ísraelar og Bandaríkjamenn mikinn tíma til að bregðast við þeim. Margir af drónunum frá Íran voru til að mynda skotnir niður af ísraelskum, breskum og bandarískum flugmönnum yfir Sýrlandi. Þá voru margar stýri- og eldflaugar skotnar niður af loftarnarkerfum fyrir utan lofthelgi Ísrael. Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, segir að enginn dróni og engin stýriflaug hafi náð til Ísrael. Einungis nokkrar skotflaugar hefðu komist í gegnum varnir Ísraela og valdið takmörkuðum skaða á herstöð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Bandaríkin Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Í heildina er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Ein sjö ára stúlka særðist alvarlega þegar brot úr skotflaug lenti á heimili fjölskyldu hennar en að öðru leyti er ekki vitað um að fólk hafi særst alvarlega. Forsvarsmenn íranska hersins hafa heitið því að gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásunum í nótt. Hjálpi Bandaríkjamenn Ísraelum við árásir á Íran, verði einnig gerðar árásir á bandaríska herstöðvar, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Varnarmálaráðherra Ísrael sagði í morgun að deilunum við Írani væri ekki lokið enn. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að boða leiðtoga G-7 ríkjanna á fund. Markmið þessa fundar væri að finna diplómatísk viðbrögð við árás Írana í gær. Eins og fram kemur í frétt AP gefur orðræða Bidens til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum milli Ísrael og Íran. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir það þegar skotflaug frá Íran var grandað hátt á himni. Til þess að skjóta skotflaugar niður notuðu Ísraelar Arrow 3 loftvarnarkerfið. Það er þróað sérstaklega til að skjóta niður skotflaugar sem geta verið búnar kjarnorkuvopnum fyrir utan gufuhvolf jarðarinnar. Kerfið var fyrst prófað árið 2015 en Ísraelar segja það hafa sannað sig í gærkvöldi og í nótt. Very unique footage showing an exoatmospheric interception amid the Iranian ballistic missile attack, likely by the Arrow 3 air defense system. pic.twitter.com/wrZNCV01tn— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 14, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Klerkastjórnin í Íran hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Þáttaskil urðu þó á átökum ríkjanna nýverið þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo háttsetta herforingja úr íranska byltingarverðinum. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á vígahópa tengda Íran og vopnasendingar Írana í Sýrlandi á undanförnum árum en viðurkenna það sjaldan sem aldrei. Þetta var í fyrsta sinn í mörg ár sem loftárás er gerð á svæði sem tilheyrir formlega Íran. Skutu dróna niður með þotum yfir Sýrlandi Árásin frá Íran hafði legið í loftinu um nokkuð skeið og herma heimildir fjölmiðla ytra að Ísraelar hafi verið vel undirbúnir fyrir hana og hafi notið stuðnings Bandaríkjamanna og Breta. Útlit er fyrir að Íranar hafi vonast til þess að nota drónana til að halda halda loftvörnum Ísraela uppteknum svo eldflaugarnar næðu þar í gegn. Fljúga þurfti drónunum þó langa vegalengd frá Íran til Ísrael og höfðu Ísraelar og Bandaríkjamenn mikinn tíma til að bregðast við þeim. Margir af drónunum frá Íran voru til að mynda skotnir niður af ísraelskum, breskum og bandarískum flugmönnum yfir Sýrlandi. Þá voru margar stýri- og eldflaugar skotnar niður af loftarnarkerfum fyrir utan lofthelgi Ísrael. Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, segir að enginn dróni og engin stýriflaug hafi náð til Ísrael. Einungis nokkrar skotflaugar hefðu komist í gegnum varnir Ísraela og valdið takmörkuðum skaða á herstöð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Bandaríkin Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52
Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44
Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52